Fjárhagsleg heilsa í umslagi Jón Guðni Ómarsson skrifar 14. mars 2024 15:01 Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun