Curry er margfaldur NBA-meistari og stórstjarna deildarinnar í meira en áratug. Hann er elskaður og dáður af mörgum og þekktur fyrir að koma vel fyrir og forðast vesen og vandræði utan vallar.
.@StephenCurry30 wants to help kids find their inner confidence with his book, I Am Extraordinary.
— CBS Mornings (@CBSMornings) March 12, 2024
He tells @jerickaduncan about his focus on children s literacy and his potential post-basketball future: I have an interest in leveraging every part of my influence for good. pic.twitter.com/FkrDF6GhbH
Það styttist vissulega í annan endann á ferli Curry og svo gæti farið að kappinn fari í stjórnmálin eftir að ferli hans lýkur.
Curry var að kynna nýja barnabók sína í CBS Mornings þættinum þegar hann var spurður út í áhuga sinn að fara út í stjórnmál í framtíðinni.
Fréttakonan Jericka Duncan spurði hann beint út hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram til forseta.
„Kannski,“ svaraði Stephen Curry. „Ég hef áhuga á því nýta áhrif mín til góðs á alla mögulegan hátt,“ sagði Curry og hélt áfram:
„Svo ef að það er rétta leiðin til að hafa slík jákvæða áhrif þá er það möguleiki. Ég er ekki beint að tala um forsetaframboð heldur frekar að ef ég get náð fram þýðingarmiklum breytingum í pólítík eða hvort að það sé önnur leið utan stjórnmálanna,“ sagði Curry.