Ertu til eða er þér alveg sama? Garðar Örn Hinriksson skrifar 13. mars 2024 13:01 Ég lagði leið mína á KR-völlinn síðastliðna helgi til að horfa á drenginn minn spila fótboltaleik, en hann er á ellefta ári og spilar því í fimmta flokki. Mér brá töluvert þegar leikurinn var að hefjast. Mér varð litið á dómarann sem var ekki mikið eldri en drengirnir sem voru að hefja leik. Hann var kannski árinu eldri, í mesta lagi tveimur árum eldri en leikmennirnir. Síðast þegar ég vissi þarftu að vera orðinn fimmtán ára til að fá dómararéttindi. Ég hef séð unga dómara áður (flestir undir fimmtán ára aldri) en þessi var sá lang yngsti sem ég hef séð til þessa. Það er hinsvegar ástæða fyrir því að þú verður að vera orðin/n að minnsta kosti fimmtán ára til að hljóta dómararéttindi, sem mér reyndar finnst persónulega vera allt of ungt. Það er hinsvegar oft erfitt fyrir félögin að manna þessa leiki. Flestir vilja frekar spila fótbolta en að dæma fótbolta og því bregðast félögin oft við því að fá bara einhvern krakka til að dæma þessa leiki hjá yngri þátttakendunum... og komast upp með það því miður. En hvernig ætlar barn sem er að dæma fótboltaleik hjá nánast jafnöldrum sínum að takast á við erfiða foreldra á hliðarlínunni, erfiða leikmenn og jafnvel erfiða þjálfara? Já, eða stundum að reyna koma leikmönnum í skilning um það að hann sé að reyna að dæma aukaspyrnu (flautin heyrast yfirleitt mjög lítið og leikmenn vita stundum ekkert hvað er í gangi vegna reynsluleysis dómara)? Einhver gæti verið að segja núna, „og hvað með það? Þetta eru bara krakkar að spila fótbolta!“ Hér er svar við því: Ein aðalástæðan fyrir því að knattspyrnudómari ætti að vera fullorðinn er reynsla og þekking. Að dæma unglingaleiki krefst skilnings á leiknum, reglum hans og getu til að taka skjótar ákvarðanir. Þó að ungir dómarar kunni að virðast áhugasamir og fúsir til að læra, þá skortir þeir oft reynslu, sem getur leitt til ósamræmis eða rangra ákvarðanna í leik, sem fullorðnir hafa úr hinu daglega lífi. Að vera dómari fylgir líka ákveðið vald og virðing frá leikmönnum. Þó að virðing sé borin óháð aldri er óhætt að segja að fullorðið fólk hafi meiri möguleika á að öðlast virðingu frá leikmönnum. Í unglingaleik, miðað við aldursmun, geta ungir dómarar yfirleitt ekki fengið sömu virðingu, sem getur leitt til glundroða og agaleysis á vellinum. Það er mikilvægt fyrir leikmenn að skilja og fylgja þeim ákvörðunum sem dómarinn tekur og að hafa fullorðinn við stjórn getur gert það ferli mun auðveldara. Auk tæknilegra þátta við að dæma leik, gegna dómarar einnig mikilvægu hlutverki sem leiðbeinendur og fyrirmyndir leikmanna. Fullorðinn dómari getur ekki aðeins kennt leikreglurnar heldur einnig innrætt leikmönnum eiginleika eins og íþróttamennsku, teymisvinnu og sanngjarnan leik. Þetta er sérstaklega mikilvægt í unglingaleikjum, þar sem börn eru enn að þróa persónu sína og gildi. Fullorðinn dómari getur verið jákvæð áhrif og fyrirmynd fyrir leikmenn til að læra af og líkja eftir. Að lokum má segja að þó að það kunni að virðast góð hugmynd að láta unga dómara dæma unglingaleiki er mikilvægt að hafa fullorðið fólk í þessu hlutverki. Með reynslu sinni, þekkingu, hæfni til að takast á við álag og vera fyrirmyndir geta fullorðnir dómarar lagt verulega sitt af mörkum til vaxtar og þroska íþróttarinnar. Það er mikilvægt að muna að fótboltaleikur snýst ekki bara um leikmennina heldur líka um dómarana sem tryggja sanngjarnan og skemmtilegan leik fyrir alla. Að börn séu að dæma hjá öðrum börnum er eitthvað sem verður að stoppa og ég er með hugmynd. Foreldrar sem eiga börn í íþróttum eru yfirleitt „all in“ og fylgja þeim hvert á land sem er, hvort sem það er um einn leik að ræða eða mót yfir eina helgi. Hvað munar þá um að taka einn leik eða að eyða einum klukkutíma af ferðinni að taka eina, tvær dómgæslur eða svo? Börnin sem eru látin dæma þessa leiki hafa yfirleitt engan áhuga á því né nógu mikla þekkingu eða þroska. Á móti gætu foreldarnir fengið afslátt á æfingagjöldum, jafnvel niðurfelld eftir leikjafjölda foreldra. Ég held að þetta sé „win-win“ dæmi fyrir alla (afsakið enskusletturnar). Þetta er hreyfing, sem er nauðsynleg fyrir alla. Þetta er skemmtilegt, þrátt fyrir að líta oft út fyrir að vera leiðinlegt. Þetta myndi létta undir hjá íþróttafélögunum, sem eiga oft mjög erfitt með að manna alla þessa leiki. Þetta gefur foreldrum líka tækifæri á að skilja íþróttina betur, sem og starf dómarans, og verður vonandi til þess að foreldrar fái afslátt á æfingagjöldum gegn því að dæma sé það málið. Dómaranámskeið eru haldin öðru hverju hjá félögunum sjálfum eða hjá knattspyrnusambandinu. Þau taka yfirleitt ekki lengri tíma en tvo klukkutíma. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess er einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 100% viðvera á námskeiði skilyrði. Þar að auki eru þessi námskeið ókeypis. Látið sjá ykkur með flautu í munni og gerum fótboltann ennþá skemmtilegri! Höfundur er fyrrverandi dómari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég lagði leið mína á KR-völlinn síðastliðna helgi til að horfa á drenginn minn spila fótboltaleik, en hann er á ellefta ári og spilar því í fimmta flokki. Mér brá töluvert þegar leikurinn var að hefjast. Mér varð litið á dómarann sem var ekki mikið eldri en drengirnir sem voru að hefja leik. Hann var kannski árinu eldri, í mesta lagi tveimur árum eldri en leikmennirnir. Síðast þegar ég vissi þarftu að vera orðinn fimmtán ára til að fá dómararéttindi. Ég hef séð unga dómara áður (flestir undir fimmtán ára aldri) en þessi var sá lang yngsti sem ég hef séð til þessa. Það er hinsvegar ástæða fyrir því að þú verður að vera orðin/n að minnsta kosti fimmtán ára til að hljóta dómararéttindi, sem mér reyndar finnst persónulega vera allt of ungt. Það er hinsvegar oft erfitt fyrir félögin að manna þessa leiki. Flestir vilja frekar spila fótbolta en að dæma fótbolta og því bregðast félögin oft við því að fá bara einhvern krakka til að dæma þessa leiki hjá yngri þátttakendunum... og komast upp með það því miður. En hvernig ætlar barn sem er að dæma fótboltaleik hjá nánast jafnöldrum sínum að takast á við erfiða foreldra á hliðarlínunni, erfiða leikmenn og jafnvel erfiða þjálfara? Já, eða stundum að reyna koma leikmönnum í skilning um það að hann sé að reyna að dæma aukaspyrnu (flautin heyrast yfirleitt mjög lítið og leikmenn vita stundum ekkert hvað er í gangi vegna reynsluleysis dómara)? Einhver gæti verið að segja núna, „og hvað með það? Þetta eru bara krakkar að spila fótbolta!“ Hér er svar við því: Ein aðalástæðan fyrir því að knattspyrnudómari ætti að vera fullorðinn er reynsla og þekking. Að dæma unglingaleiki krefst skilnings á leiknum, reglum hans og getu til að taka skjótar ákvarðanir. Þó að ungir dómarar kunni að virðast áhugasamir og fúsir til að læra, þá skortir þeir oft reynslu, sem getur leitt til ósamræmis eða rangra ákvarðanna í leik, sem fullorðnir hafa úr hinu daglega lífi. Að vera dómari fylgir líka ákveðið vald og virðing frá leikmönnum. Þó að virðing sé borin óháð aldri er óhætt að segja að fullorðið fólk hafi meiri möguleika á að öðlast virðingu frá leikmönnum. Í unglingaleik, miðað við aldursmun, geta ungir dómarar yfirleitt ekki fengið sömu virðingu, sem getur leitt til glundroða og agaleysis á vellinum. Það er mikilvægt fyrir leikmenn að skilja og fylgja þeim ákvörðunum sem dómarinn tekur og að hafa fullorðinn við stjórn getur gert það ferli mun auðveldara. Auk tæknilegra þátta við að dæma leik, gegna dómarar einnig mikilvægu hlutverki sem leiðbeinendur og fyrirmyndir leikmanna. Fullorðinn dómari getur ekki aðeins kennt leikreglurnar heldur einnig innrætt leikmönnum eiginleika eins og íþróttamennsku, teymisvinnu og sanngjarnan leik. Þetta er sérstaklega mikilvægt í unglingaleikjum, þar sem börn eru enn að þróa persónu sína og gildi. Fullorðinn dómari getur verið jákvæð áhrif og fyrirmynd fyrir leikmenn til að læra af og líkja eftir. Að lokum má segja að þó að það kunni að virðast góð hugmynd að láta unga dómara dæma unglingaleiki er mikilvægt að hafa fullorðið fólk í þessu hlutverki. Með reynslu sinni, þekkingu, hæfni til að takast á við álag og vera fyrirmyndir geta fullorðnir dómarar lagt verulega sitt af mörkum til vaxtar og þroska íþróttarinnar. Það er mikilvægt að muna að fótboltaleikur snýst ekki bara um leikmennina heldur líka um dómarana sem tryggja sanngjarnan og skemmtilegan leik fyrir alla. Að börn séu að dæma hjá öðrum börnum er eitthvað sem verður að stoppa og ég er með hugmynd. Foreldrar sem eiga börn í íþróttum eru yfirleitt „all in“ og fylgja þeim hvert á land sem er, hvort sem það er um einn leik að ræða eða mót yfir eina helgi. Hvað munar þá um að taka einn leik eða að eyða einum klukkutíma af ferðinni að taka eina, tvær dómgæslur eða svo? Börnin sem eru látin dæma þessa leiki hafa yfirleitt engan áhuga á því né nógu mikla þekkingu eða þroska. Á móti gætu foreldarnir fengið afslátt á æfingagjöldum, jafnvel niðurfelld eftir leikjafjölda foreldra. Ég held að þetta sé „win-win“ dæmi fyrir alla (afsakið enskusletturnar). Þetta er hreyfing, sem er nauðsynleg fyrir alla. Þetta er skemmtilegt, þrátt fyrir að líta oft út fyrir að vera leiðinlegt. Þetta myndi létta undir hjá íþróttafélögunum, sem eiga oft mjög erfitt með að manna alla þessa leiki. Þetta gefur foreldrum líka tækifæri á að skilja íþróttina betur, sem og starf dómarans, og verður vonandi til þess að foreldrar fái afslátt á æfingagjöldum gegn því að dæma sé það málið. Dómaranámskeið eru haldin öðru hverju hjá félögunum sjálfum eða hjá knattspyrnusambandinu. Þau taka yfirleitt ekki lengri tíma en tvo klukkutíma. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess er einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 100% viðvera á námskeiði skilyrði. Þar að auki eru þessi námskeið ókeypis. Látið sjá ykkur með flautu í munni og gerum fótboltann ennþá skemmtilegri! Höfundur er fyrrverandi dómari.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun