Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 21:01 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Vísir/Arnar Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi. Þrítugur maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík. Hann hafði áreitt og hótað eiganda verslunarinnar í sex ár fram að árásinni en að sögn eigandans hófust ofsóknirnar þegar hann túlkaði hjá lögreglu fyrir einstakling sem kærði árásarmanninn. Af ótta við manninn hefur hann sent fjölskyldu sína úr landi en hann telur að árásunum muni ekki linna þegar manninum verður sleppt úr haldi. Hótað að drepa fjölskylduna Maðurinn hefur staðið í hótunum við fleiri einstaklinga síðan hann kom hingað til lands árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. „Stór hluti af þessum póstum er alls konar fordæming á öllu hér á Íslandi. Kerfinu, það fari illa með hann og eitthvað slíkt. Svo er hann að hóta að drepa mig og drepa fjölskylduna mína. Beint og óbeint með alls konar útfærslum,“ segir Helgi. Tekur enga sénsa Hótanirnar gegn Helga hófust þegar hann í starfi sínu staðfesti niðurfellingu lögreglunnar á máli sem maðurinn hafði kært. Maðurinn hefur mætt á skrifstofu Helga og fékk dóm fyrir hótanir sem hann hafði uppi þar. „Maður getur ekki annað en að taka þessu alvarlega og maður sér það núna að maður hafði fulla ástæðu til þess. Hann hafði feril af ofbeldi og sakfelldur fyrir ofbeldisverk. Auðvitað tekur þú engan séns með fjölskylduna þína. Mér er alveg sama, ég get tekist á við hann en ekki fjölskyldan mín ef hann myndi birtast þar. En hann hefur ekki gert það, að koma heim til okkar,“ segir Helgi. Vill að honum sé vísað úr landi Sakaferill mannsins er langur og fjölbreyttur. Lögregla hefur haft rúmlega níutíu mál til meðferðar þar sem maðurinn kemur við sögu. Helgi segist alltaf vera á varðbergi þegar maðurinn er laus og spyr sig hvers vegna maðurinn er enn hér á landi. „Ég meina, við erum að veita fólki aðstoð á grundvelli mannúðar því fólk er í neyð. Ef þú gengur svo hér um á skítugum skónum, eins og þessi maður hefur gert, og ert í raun að spilla því sem við höfum talið okkur mest til tekna, að lifa í öruggu samfélagi þá eigum við bara að vísa honum burtu. Við getum valið þessa vandræðamenn úr og losað okkur við þá og eigum að gera það,“ segir Helgi. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þrítugur maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík. Hann hafði áreitt og hótað eiganda verslunarinnar í sex ár fram að árásinni en að sögn eigandans hófust ofsóknirnar þegar hann túlkaði hjá lögreglu fyrir einstakling sem kærði árásarmanninn. Af ótta við manninn hefur hann sent fjölskyldu sína úr landi en hann telur að árásunum muni ekki linna þegar manninum verður sleppt úr haldi. Hótað að drepa fjölskylduna Maðurinn hefur staðið í hótunum við fleiri einstaklinga síðan hann kom hingað til lands árið 2018 frá Sýrlandi með alþjóðlega vernd. Meðal þeirra er Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. „Stór hluti af þessum póstum er alls konar fordæming á öllu hér á Íslandi. Kerfinu, það fari illa með hann og eitthvað slíkt. Svo er hann að hóta að drepa mig og drepa fjölskylduna mína. Beint og óbeint með alls konar útfærslum,“ segir Helgi. Tekur enga sénsa Hótanirnar gegn Helga hófust þegar hann í starfi sínu staðfesti niðurfellingu lögreglunnar á máli sem maðurinn hafði kært. Maðurinn hefur mætt á skrifstofu Helga og fékk dóm fyrir hótanir sem hann hafði uppi þar. „Maður getur ekki annað en að taka þessu alvarlega og maður sér það núna að maður hafði fulla ástæðu til þess. Hann hafði feril af ofbeldi og sakfelldur fyrir ofbeldisverk. Auðvitað tekur þú engan séns með fjölskylduna þína. Mér er alveg sama, ég get tekist á við hann en ekki fjölskyldan mín ef hann myndi birtast þar. En hann hefur ekki gert það, að koma heim til okkar,“ segir Helgi. Vill að honum sé vísað úr landi Sakaferill mannsins er langur og fjölbreyttur. Lögregla hefur haft rúmlega níutíu mál til meðferðar þar sem maðurinn kemur við sögu. Helgi segist alltaf vera á varðbergi þegar maðurinn er laus og spyr sig hvers vegna maðurinn er enn hér á landi. „Ég meina, við erum að veita fólki aðstoð á grundvelli mannúðar því fólk er í neyð. Ef þú gengur svo hér um á skítugum skónum, eins og þessi maður hefur gert, og ert í raun að spilla því sem við höfum talið okkur mest til tekna, að lifa í öruggu samfélagi þá eigum við bara að vísa honum burtu. Við getum valið þessa vandræðamenn úr og losað okkur við þá og eigum að gera það,“ segir Helgi.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52
Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8. mars 2024 19:15