Kolbrún tekin til starfa hjá Eurojust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. mars 2024 19:09 Kolbrún tók til starfa á nýjum vettvangi í dag. Eurojust Kolbrún Benediktsdóttir hóf í dag störf sem fyrsti sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust í dag. Hún segir um að ræða mikilvægt skref fyrir Ísland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eurojust, sem er stofnun Evrópusambandsins á sviði ákærumála sem teygja sig yfir landamæri. Kolbrún kemur til með að gegna stöðunni til næstu þriggja ára. „Það er mér mikill heiður að ganga til liðs við Eurojust sem fyrsti sendisaksóknari Íslands. Þetta er mikilvægt skref fyrir Ísland og ég er fullviss um að það muni reynast nauðsynlegt þegar kemur að ákæruvaldi milli landa og skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Kolbrúnu í tilkynningunni. Kolbrún hefur frá árinu 2016 starfað sem varahéraðssaksóknari, þar sem hún stýrði ákærusviði 1 hjá embætti héraðssaksóknara. Sviðið fer með ákæruvald í málum sem varða alvarleg ofbeldisbrot, kynferðisbrot, stórfelld fíkniefnalagabrot og mansal. Hún stýrði einnig því sviði sem fer með rannsókn og saksókn í málum sem varða brot starfsmanna lögreglu svo dæmi séu nefnd. Á milli 2006 og 2015, starfaði Kolbrún sem saksóknari við embætti ríkissaksóknara. Kolbrún hefur einnig starfað sem stundakennari við Lagadeild Háskóla Íslands, átt sæti sem varamaður í Félagsdómi og hefur frá árinu 2022 setið í réttarfarsnefnd dómsmálaráðherra. Ísland er tólfta ríkið sem ekki er í Evrópusambandinu sem á saksóknara hjá Eurojust. Hin ellefu eru Albanía, Georgía, Moldóva, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Noregur, Serbía, Sviss, Úkraína, Bretland og Bandaríkin. Evrópusambandið Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eurojust, sem er stofnun Evrópusambandsins á sviði ákærumála sem teygja sig yfir landamæri. Kolbrún kemur til með að gegna stöðunni til næstu þriggja ára. „Það er mér mikill heiður að ganga til liðs við Eurojust sem fyrsti sendisaksóknari Íslands. Þetta er mikilvægt skref fyrir Ísland og ég er fullviss um að það muni reynast nauðsynlegt þegar kemur að ákæruvaldi milli landa og skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Kolbrúnu í tilkynningunni. Kolbrún hefur frá árinu 2016 starfað sem varahéraðssaksóknari, þar sem hún stýrði ákærusviði 1 hjá embætti héraðssaksóknara. Sviðið fer með ákæruvald í málum sem varða alvarleg ofbeldisbrot, kynferðisbrot, stórfelld fíkniefnalagabrot og mansal. Hún stýrði einnig því sviði sem fer með rannsókn og saksókn í málum sem varða brot starfsmanna lögreglu svo dæmi séu nefnd. Á milli 2006 og 2015, starfaði Kolbrún sem saksóknari við embætti ríkissaksóknara. Kolbrún hefur einnig starfað sem stundakennari við Lagadeild Háskóla Íslands, átt sæti sem varamaður í Félagsdómi og hefur frá árinu 2022 setið í réttarfarsnefnd dómsmálaráðherra. Ísland er tólfta ríkið sem ekki er í Evrópusambandinu sem á saksóknara hjá Eurojust. Hin ellefu eru Albanía, Georgía, Moldóva, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Noregur, Serbía, Sviss, Úkraína, Bretland og Bandaríkin.
Evrópusambandið Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira