Hver dagur ævintýri og veit aldrei við hverju má búast Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. mars 2024 07:01 Björn Boði Björnsson flutti til New York og segir það eina bestu ákvörðun sem hann hefur tekið. Aðsend Fyrirsætan, háskólaneminn og fyrrum World Class stöðvarstjórinn Björn Boði Björnsson lét drauminn rætast þegar að hann ákvað að flytja til New York. Hann skráði sig í tískutengt nám og nýtur fjölbreyttra daga í stóra eplinu. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá lífinu vestanhafs. „Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið“ „Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Björn Boði um ákvörðunina að flytja út. Ég hef alltaf elskað New York og ég ákvað því að prófa að sækja um í nám sem ég hafði mikinn áhuga á. Næsta sem ég veit er að ég er bara að flytja út og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég er að læra Fashion business management í listaháskólanum The Fashion Institute of Technology og samhliða náminu er ég að njóta lífsins.“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rn Boði (@bjornbodi) Hann segir daglegt líf í stórborginni sjaldan eins. „Hver dagur er mismunandi og þú veist aldrei hvað mun gerast. Ég er aðeins búinn að vera að venjast nýja lífinu hérna úti en dagurinn byrjar venjulega á tíma eða ræktinni. Svo seinnipartinn þá gerum við vinirnir oftast eitthvað skemmtilegt saman eins og að fara á happy hour, thrifta á nytjamörkuðum, bíó, kósíkvöld, kíkja á safn eða annað gaman.“ Björn Boði á sögulega klúbbnum Le Bain í New York. Aðsend „Ég er með lítinn bucket-lista sem ég byrjaði að búa til þegar ég var að fljúga með Icelandair og hann fer minnkandi með hverjum deginum.“ Björn Boði nýtur lífsins með góðum vinum í New York. Aðsend Flutti úr húsi foreldranna í heimavist í öðru landi Aðspurður hvað sé það skemmtilegasta við lífið úti segir hann: Fólkið er klárlega það skemmtilegasta. Það er svo mikið af mismunandi týpum og flestir eru svo ótrúlega næs. Svo veit maður líka bara aldrei við hverju maður má búast hérna úti. Borgin er svo hröð (e. fast-paced) og svo mikið að gerast alltaf.“ Björn Boði ásamt vinum sínum með háhýsi New York borgar í bakgrunni. Aðsend En hvað ætli sé þá mest krefjandi? „Það var mikil breyting að fara úr húsi foreldra minna og flytja á heimavist og deila lítilli íbúð með þremur ókunnugum einstaklingum. Ég hefði samt ekki geta beðið um betri herbergisfélaga, þau eru æðisleg og við náum ótrúlega vel saman.“ Dagarnir eru fjölbreyttir hjá Birni og er hann duglegur að upplifa nýja hluti með vinum sínum úti. Aðsend Finnur ekki fyrir heimþrá Björn Boði segist ekki vera búinn að gera upp við sig hversu lengi hann vilji búa úti. „Ég er bara búinn að búa hérna núna í aðeins meira en mánuð og hingað til elska ég að búa hérna en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, ég er bara að njóta og sjá hvert lífið leiðir mig.“ Björn Boði er ekki farinn að finna fyrir heimþrá og líður vel í New York. Aðsend Aðspurður hvort heimþráin sæki einhvern tíma á hann svarar Björn: „Ég vil ekki hljóma leiðinlega en nei, eiginlega ekki. Eins mikið og ég elska fjölskylduna mína og alla vini mína heima þá hef ég ekki enn þá fengið neina heimþrá. Er búinn að eignast ótrúlega góða vini hérna úti og var svo heppinn að Matthildur Hafliðadóttir byrjaði í sama skóla á seinustu önn.“ Björn Boði og Matthildur á góðri stundu.Aðsend Hann segir mjög gott að hafa vinkonu sína með sér úti og það hafi hjálpað honum mikið. „En að sjálfsögðu get ég ekki beðið eftir að koma heim að hitta alla og þá sérstaklega nýja litla frænda,“ segir Björn og á þá við um son systur sinnar Birgittu Lífar. Björn Boði hefur ekki gert upp við sig hversu lengi hann langar að búa úti og nýtur augnabliksins. Aðsend Viðburðarík lestarferð, einn pissaði á sig og annar fékk raflost Það getur ýmislegt gerst í stórborgum og spyr blaðamaður að lokum hvort hann hafi lent í einhverjum áhugaverðum atvikum úti. „Það er alltaf eitthvað að gerast og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Flutningurinn byrjaði á því að ég fékk VISA-ið mitt sama dag og ég flutti út og missti næstum því af fluginu. Síðan er svo mikið af steiktu fólki hérna úti. Ég sá mann reyna að gefa sjálfum sér raflost í lestinni með vírum sem hann var búinn að slíta í sundur og annar var að pissa á sig við hliðina á mér. En uppáhalds dagurinn minn var þegar skólinn lokaði út af snjóstormi og snjórinn hélst ekki einu sinni á jörðinni það snjóaði svo lítið,“ segir Björn Boði kíminn að lokum. Ævintýrin leynast á hverju horni í New York. Aðsend Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið“ „Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Björn Boði um ákvörðunina að flytja út. Ég hef alltaf elskað New York og ég ákvað því að prófa að sækja um í nám sem ég hafði mikinn áhuga á. Næsta sem ég veit er að ég er bara að flytja út og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég er að læra Fashion business management í listaháskólanum The Fashion Institute of Technology og samhliða náminu er ég að njóta lífsins.“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rn Boði (@bjornbodi) Hann segir daglegt líf í stórborginni sjaldan eins. „Hver dagur er mismunandi og þú veist aldrei hvað mun gerast. Ég er aðeins búinn að vera að venjast nýja lífinu hérna úti en dagurinn byrjar venjulega á tíma eða ræktinni. Svo seinnipartinn þá gerum við vinirnir oftast eitthvað skemmtilegt saman eins og að fara á happy hour, thrifta á nytjamörkuðum, bíó, kósíkvöld, kíkja á safn eða annað gaman.“ Björn Boði á sögulega klúbbnum Le Bain í New York. Aðsend „Ég er með lítinn bucket-lista sem ég byrjaði að búa til þegar ég var að fljúga með Icelandair og hann fer minnkandi með hverjum deginum.“ Björn Boði nýtur lífsins með góðum vinum í New York. Aðsend Flutti úr húsi foreldranna í heimavist í öðru landi Aðspurður hvað sé það skemmtilegasta við lífið úti segir hann: Fólkið er klárlega það skemmtilegasta. Það er svo mikið af mismunandi týpum og flestir eru svo ótrúlega næs. Svo veit maður líka bara aldrei við hverju maður má búast hérna úti. Borgin er svo hröð (e. fast-paced) og svo mikið að gerast alltaf.“ Björn Boði ásamt vinum sínum með háhýsi New York borgar í bakgrunni. Aðsend En hvað ætli sé þá mest krefjandi? „Það var mikil breyting að fara úr húsi foreldra minna og flytja á heimavist og deila lítilli íbúð með þremur ókunnugum einstaklingum. Ég hefði samt ekki geta beðið um betri herbergisfélaga, þau eru æðisleg og við náum ótrúlega vel saman.“ Dagarnir eru fjölbreyttir hjá Birni og er hann duglegur að upplifa nýja hluti með vinum sínum úti. Aðsend Finnur ekki fyrir heimþrá Björn Boði segist ekki vera búinn að gera upp við sig hversu lengi hann vilji búa úti. „Ég er bara búinn að búa hérna núna í aðeins meira en mánuð og hingað til elska ég að búa hérna en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, ég er bara að njóta og sjá hvert lífið leiðir mig.“ Björn Boði er ekki farinn að finna fyrir heimþrá og líður vel í New York. Aðsend Aðspurður hvort heimþráin sæki einhvern tíma á hann svarar Björn: „Ég vil ekki hljóma leiðinlega en nei, eiginlega ekki. Eins mikið og ég elska fjölskylduna mína og alla vini mína heima þá hef ég ekki enn þá fengið neina heimþrá. Er búinn að eignast ótrúlega góða vini hérna úti og var svo heppinn að Matthildur Hafliðadóttir byrjaði í sama skóla á seinustu önn.“ Björn Boði og Matthildur á góðri stundu.Aðsend Hann segir mjög gott að hafa vinkonu sína með sér úti og það hafi hjálpað honum mikið. „En að sjálfsögðu get ég ekki beðið eftir að koma heim að hitta alla og þá sérstaklega nýja litla frænda,“ segir Björn og á þá við um son systur sinnar Birgittu Lífar. Björn Boði hefur ekki gert upp við sig hversu lengi hann langar að búa úti og nýtur augnabliksins. Aðsend Viðburðarík lestarferð, einn pissaði á sig og annar fékk raflost Það getur ýmislegt gerst í stórborgum og spyr blaðamaður að lokum hvort hann hafi lent í einhverjum áhugaverðum atvikum úti. „Það er alltaf eitthvað að gerast og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Flutningurinn byrjaði á því að ég fékk VISA-ið mitt sama dag og ég flutti út og missti næstum því af fluginu. Síðan er svo mikið af steiktu fólki hérna úti. Ég sá mann reyna að gefa sjálfum sér raflost í lestinni með vírum sem hann var búinn að slíta í sundur og annar var að pissa á sig við hliðina á mér. En uppáhalds dagurinn minn var þegar skólinn lokaði út af snjóstormi og snjórinn hélst ekki einu sinni á jörðinni það snjóaði svo lítið,“ segir Björn Boði kíminn að lokum. Ævintýrin leynast á hverju horni í New York. Aðsend
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira