Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2024 10:42 Rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gerðu áhlaup á tvö héruð Rússlands. AP/Evgeniy Maloletka Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. Úkraínskum drónum var flogið í að minnsta kosti átta héruðum. Einn þeirra er sagður hafa verið skotinn niður einum af fjórum alþjóðlegum flugvöllum Moskvu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Varnarmálaráðuneyti Rúslands segist hafa skotið dróna yfir Belgórod, Bríansk, Kúrsk, Leníngrad og Túla. Þá hafi eldflaugar frá Úkraínu einnig verið skotnar niður yfir Belgórod. Eldur kviknaði í olíuvinnslustöð í Nisní Novgorodhéraði, sem er um 775 kílómetra frá landamærum Úkraínu, þegar dróni sprakk þar í loft upp í nótt. Árás var einnig gerð á aðra olíuvinnslustöð í Oríól, sem er um 116 kílómetra frá Úkraínu. In Russian Oryol, the aftermath of a night drone attack has been eliminated, the authorities say. Local residents don't really believe it."The resulting smoke does not pose any danger and is a consequence of the work of the fire departments. There are no casualties. The https://t.co/8U6Lo0E8wq pic.twitter.com/C8yk6LYNEU— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) March 12, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti í fyrra að mikið púður hefði verið lagt í þróun nýrra sjálfsprengidróna sem hægt væri að nota til árása í allt að sjö hundruð kílómetra fjarlægð. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn væntanlega notað slíka dróna til fjölmargra árása í Rússlandi. Margar þeirra virðast beinast að olíu- og gasvinnslu í Rússlandi, sem er helsta tekjulind ríkisins. Fregnir hafa einnig borist af eldi í Pétursborg í morgun. More from St. Petersburg pic.twitter.com/Pnb0FzjRnY— NOELREPORTS (@NOELreports) March 12, 2024 Til viðbótar við drónaárásir í Rússlandi gerðu rússneskir menn sem berjast með Úkraínumönnum áhlaup í Belgórod og Kúrskhéruð í Rússlandi. Forsvarsmenn hópa sem kallast „Frjálst Rússland hersveitin“, „Síberíska herfylkið“ og „Rússneska sjálfboðaliðasveitin“ birtu yfirlýsingar á samfélagsmiðlum í morgun þar sem þeir lýstu því yfir að ný áhlaup á Rússland hafi verið gerð. Þetta hafa hóparnir nokkrum sinnum gert frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og segjast meðlimir þessara hópa vilja frelsa Rússland frá Vladimír Pútín, forseta. Óljóst er hve miklum árangri þessi áhlaup hafa skilað en héraðsstjóri Kúrsk segir að til skotbardaga hafi komið og að áhlaupið hafi verið stöðvað. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðum sýnir skriðdrekum ekið um svæðið. "We come to liberate you from #Putin" - Official Statement from the Anti-Kremlin Battalion "Freedom of Russia Legion" pic.twitter.com/fHj0vpwND5— KyivPost (@KyivPost) March 12, 2024 Last night, Russian forces consisting of the "Free Russia Legion" and "Siberian Battalion" entered territory temporarily occupied by the "Russian Federation". Armed with heavy vehicles, they crossed Belgorod and Kursk Oblasts from the territory of Free Ukraine and clashed with pic.twitter.com/qOoIlBzZxO— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 12, 2024 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Úkraínskum drónum var flogið í að minnsta kosti átta héruðum. Einn þeirra er sagður hafa verið skotinn niður einum af fjórum alþjóðlegum flugvöllum Moskvu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Varnarmálaráðuneyti Rúslands segist hafa skotið dróna yfir Belgórod, Bríansk, Kúrsk, Leníngrad og Túla. Þá hafi eldflaugar frá Úkraínu einnig verið skotnar niður yfir Belgórod. Eldur kviknaði í olíuvinnslustöð í Nisní Novgorodhéraði, sem er um 775 kílómetra frá landamærum Úkraínu, þegar dróni sprakk þar í loft upp í nótt. Árás var einnig gerð á aðra olíuvinnslustöð í Oríól, sem er um 116 kílómetra frá Úkraínu. In Russian Oryol, the aftermath of a night drone attack has been eliminated, the authorities say. Local residents don't really believe it."The resulting smoke does not pose any danger and is a consequence of the work of the fire departments. There are no casualties. The https://t.co/8U6Lo0E8wq pic.twitter.com/C8yk6LYNEU— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) March 12, 2024 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti í fyrra að mikið púður hefði verið lagt í þróun nýrra sjálfsprengidróna sem hægt væri að nota til árása í allt að sjö hundruð kílómetra fjarlægð. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn væntanlega notað slíka dróna til fjölmargra árása í Rússlandi. Margar þeirra virðast beinast að olíu- og gasvinnslu í Rússlandi, sem er helsta tekjulind ríkisins. Fregnir hafa einnig borist af eldi í Pétursborg í morgun. More from St. Petersburg pic.twitter.com/Pnb0FzjRnY— NOELREPORTS (@NOELreports) March 12, 2024 Til viðbótar við drónaárásir í Rússlandi gerðu rússneskir menn sem berjast með Úkraínumönnum áhlaup í Belgórod og Kúrskhéruð í Rússlandi. Forsvarsmenn hópa sem kallast „Frjálst Rússland hersveitin“, „Síberíska herfylkið“ og „Rússneska sjálfboðaliðasveitin“ birtu yfirlýsingar á samfélagsmiðlum í morgun þar sem þeir lýstu því yfir að ný áhlaup á Rússland hafi verið gerð. Þetta hafa hóparnir nokkrum sinnum gert frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og segjast meðlimir þessara hópa vilja frelsa Rússland frá Vladimír Pútín, forseta. Óljóst er hve miklum árangri þessi áhlaup hafa skilað en héraðsstjóri Kúrsk segir að til skotbardaga hafi komið og að áhlaupið hafi verið stöðvað. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðum sýnir skriðdrekum ekið um svæðið. "We come to liberate you from #Putin" - Official Statement from the Anti-Kremlin Battalion "Freedom of Russia Legion" pic.twitter.com/fHj0vpwND5— KyivPost (@KyivPost) March 12, 2024 Last night, Russian forces consisting of the "Free Russia Legion" and "Siberian Battalion" entered territory temporarily occupied by the "Russian Federation". Armed with heavy vehicles, they crossed Belgorod and Kursk Oblasts from the territory of Free Ukraine and clashed with pic.twitter.com/qOoIlBzZxO— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 12, 2024
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. 12. mars 2024 06:21
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01