Grindvíkingar fái sömu kjör og fyrstu kaupendur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. mars 2024 07:53 Eldgosin á Reykjanesi og meðfylgjandi jarðhræringar hafa leikið Grindavík grátt. Vísir/Björn Steinbekk Bæjarstjórn Grindavíkur ásamt nokkrum félagasamtökum í bænum fer fram á að Grindvíkingar fái sömu kjör við fasteignakaup líkt og um fyrstu kaupendur væri að ræða. Þetta kemur fram í svokallaðri samstöðuyfirlýsingu sem bæjarstjórnin, Félag eldri borgara í Grindavík, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér. Þar segir að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur, staðan sé flestum gríðarlega erfið þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á fasteignamarkaðnum eftir hamfarirnar sem gengið hafa yfir bæinn. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur og fái helmingsafslátt af stimpilgjöldum vegna fasteignakaupa. Þá er beðið um að heimild verði veitt til nýtingar á séreignasparnaði við kaup á fasteign líkt og heimilt er fyrir fyrstu kaupendur. Að lokum biðja samstöðuaðilar um að öllum Grindvíkingum verði veitt heimild til að sækja um hlutdeildarlán líkt og fyrstu kaupendur fá í dag. Á dögunum tilkynnti Seðlabankinn að ákveðið hefði verið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Hámark greiðslubyrðar verði 40% af ráðstöfunartekjum og hámark veðsetningarhlutfalls verði 85% fyrir þessa einstaklinga við næstu kaup þeirra á íbúðarhúsnæði, sem eru sömu kjör og bjóðast fyrstu kaupendum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Þetta kemur fram í svokallaðri samstöðuyfirlýsingu sem bæjarstjórnin, Félag eldri borgara í Grindavík, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér. Þar segir að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur, staðan sé flestum gríðarlega erfið þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á fasteignamarkaðnum eftir hamfarirnar sem gengið hafa yfir bæinn. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur og fái helmingsafslátt af stimpilgjöldum vegna fasteignakaupa. Þá er beðið um að heimild verði veitt til nýtingar á séreignasparnaði við kaup á fasteign líkt og heimilt er fyrir fyrstu kaupendur. Að lokum biðja samstöðuaðilar um að öllum Grindvíkingum verði veitt heimild til að sækja um hlutdeildarlán líkt og fyrstu kaupendur fá í dag. Á dögunum tilkynnti Seðlabankinn að ákveðið hefði verið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Hámark greiðslubyrðar verði 40% af ráðstöfunartekjum og hámark veðsetningarhlutfalls verði 85% fyrir þessa einstaklinga við næstu kaup þeirra á íbúðarhúsnæði, sem eru sömu kjör og bjóðast fyrstu kaupendum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53