Alþjóðahreyfingin krafin aðgerða vegna Rauða krossins í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 07:03 Rauði krossinn í Rússlandi hefur verið sakaður um að ganga erinda stjórnvalda og taka afstöðu gegn Úkraínu. Getty/Yevhen Titov Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er nú sögð sæta þrýstingi af hálfu þjóða sem leggja samtökunum til fjármagn um að grípa til aðgerða vegna þjónkunnar Rauða krossins í Rússlandi við þarlend stjórnvöld. Guardian greinir frá málinu og nefnir meðal annars aðkomu forseta Rauða krossins í Rússlandi í „föðurlandssamtökum“ hliðhollum Vladimir Pútín Rússlandsforseta, háttsetta starfsmenn sem hafa tjáð sig um ómöguleika þess að ná friði við „úkraínska nasista“ og þátttöku samtakanna í herþjálfun barna. Þá virðast skjöl sem lekið var til fréttasíðunnar Delfi í Eistlandi og deilt með fleiri miðlum, meðal annars Guardian, benda til þess að yfirvöld í Rússlandi hafi í hyggju að úthýsa alþjóðlega Rauða krossinum á hernumdum svæðum í Úkraínu og fjármagna þess í stað eigin „Rauða kross“ á svæðunum. Alþjóðahreyfingin hefur sætt nokkrum þrýstingi vegna starfsemi Rauða krossins í Rússlandi og hefur sagst hafa málið til skoðunar. Samtökin eru nú hins vegar sögð sæta auknum þrýstingi en það er á forræði þeirra að grípa til aðgerða og jafnvel segja upp aðild Rússlandsdeildarinnar. Öll svæðis- og landssamtök Rauða krossins eru bundin af grunngildum hreyfingarinnar um sjálfstæði og hlutleysi en Rauði krossinn í Rússlandi virðist undantekning. Pavel Savchuk, 29 ára forseti landssamtakanna, var til að mynda starfsmaður Rússnesku þjóðfylkingarinnar (ONF), sem stofnuð var af Pútín og hefur það að markmiði að rækta tengsl milli stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands og ýmissa samtaka sem eru ekki á vegum hins opinbera. Þá undirritaði hann í janúar síðastliðnum samkomulag milli Rauða krossins og Artek, barnabúða á Krímskaga, sem hafa sætt þvingunum af hálfu Vesturlanda en Bandaríkjamenn hafa sakað búðirnar um að eiga þátt í að taka úkraínsk börn frá fjölskyldum sínum og meina þeim að snúa aftur. Eins og fyrr segir hafa háttsettir starfsmenn Rauða krossins í Rússlandi einnig tekið opinberlega afstöðu með rússneskum stjórnvöldum gegn Úkraínu og þá hafa náðst myndir af starfsmönnum samtakanna taka þátt í herþjálfun ungra barna, þar sem átta ára börnum var meðal annars kennt að meðhöndla skotvopn. Guardian fjallar ítarlega um málið. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Guardian greinir frá málinu og nefnir meðal annars aðkomu forseta Rauða krossins í Rússlandi í „föðurlandssamtökum“ hliðhollum Vladimir Pútín Rússlandsforseta, háttsetta starfsmenn sem hafa tjáð sig um ómöguleika þess að ná friði við „úkraínska nasista“ og þátttöku samtakanna í herþjálfun barna. Þá virðast skjöl sem lekið var til fréttasíðunnar Delfi í Eistlandi og deilt með fleiri miðlum, meðal annars Guardian, benda til þess að yfirvöld í Rússlandi hafi í hyggju að úthýsa alþjóðlega Rauða krossinum á hernumdum svæðum í Úkraínu og fjármagna þess í stað eigin „Rauða kross“ á svæðunum. Alþjóðahreyfingin hefur sætt nokkrum þrýstingi vegna starfsemi Rauða krossins í Rússlandi og hefur sagst hafa málið til skoðunar. Samtökin eru nú hins vegar sögð sæta auknum þrýstingi en það er á forræði þeirra að grípa til aðgerða og jafnvel segja upp aðild Rússlandsdeildarinnar. Öll svæðis- og landssamtök Rauða krossins eru bundin af grunngildum hreyfingarinnar um sjálfstæði og hlutleysi en Rauði krossinn í Rússlandi virðist undantekning. Pavel Savchuk, 29 ára forseti landssamtakanna, var til að mynda starfsmaður Rússnesku þjóðfylkingarinnar (ONF), sem stofnuð var af Pútín og hefur það að markmiði að rækta tengsl milli stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands og ýmissa samtaka sem eru ekki á vegum hins opinbera. Þá undirritaði hann í janúar síðastliðnum samkomulag milli Rauða krossins og Artek, barnabúða á Krímskaga, sem hafa sætt þvingunum af hálfu Vesturlanda en Bandaríkjamenn hafa sakað búðirnar um að eiga þátt í að taka úkraínsk börn frá fjölskyldum sínum og meina þeim að snúa aftur. Eins og fyrr segir hafa háttsettir starfsmenn Rauða krossins í Rússlandi einnig tekið opinberlega afstöðu með rússneskum stjórnvöldum gegn Úkraínu og þá hafa náðst myndir af starfsmönnum samtakanna taka þátt í herþjálfun ungra barna, þar sem átta ára börnum var meðal annars kennt að meðhöndla skotvopn. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira