Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2024 16:57 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi. AP/Mike Stewart Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. Forsetinn fyrrverandi hefur ítrekað sagt að hann sé mótfallinn TikTok og hafa aðrir ráðamenn vestanhafs lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Þeirra á meðal er Joe Biden, núverandi forseti. Biden hefur sagst tilbúinn til að skrifa undir frumvarp um aðgerðir gegn TikTok en um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota samfélagsmiðilinn. Kínverska fyrirtækið Bytedance á TikTok. Til stendur að greiða atkvæði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um slíkt frumvarp í þessari viku. Frumvarpið myndi þvinga yfirvöld í Kína til að selja hlut sinn í fyrirtækinu, eigi samfélagsmiðillinn að vera aðgengilegt í Bandaríkjunum. Tveir þriðju þingamanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu til að samþykkja það. Erfitt er að segja til um hvernig fer en samkvæmt frétt Reuters er framtíð þess í öldungadeildinni einnig óljós. Þar hafa þingmenn sagst vilja breytingar á frumvarpinu. Trump lýsti því skyndilega yfir síðasta fimmtudag að hann væri mótfallinn því að grípa til aðgerða gegn TikTok. Sagði hann það vera vegna þess að Meta, sem rekur Facebook, Instagram og aðra miðla, myndi hagnast á því. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, kallaði Trump Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, Zuckerschmuck, og sakaði hann Facebook um að hafa „svindlað“ í síðustu forsetakosningum. Þá lýsti forsetinn fyrrverandi því yfir að Meta væri „óvinur fólksins“. TikTok vinsælla hjá íhaldsmönnum Tímasetning kúvendingar Trumps vakti nokkra furðu. Hún kom einungis nokkrum dögum eftir að íhaldsami auðjöfurinn Jeff Yass, heimsótti Trump í Flórída. Eftir fund þeirra fór Trump fögrum orðum um auðjöfurinn og hafa fregnir borist af því að Yass ætli mögulega að gefa fé í kosningasjóði Trumps. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Yass á um 33 milljarða dala hlut í TikTok og hefur ítrekað hótað hægri sinnuðum stjórnmálamönnum vestanhafs að styðja þá ekki fjárhagslega, nema þeir séu mótfallnir áðurnefndu frumvarpi um samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Intelligencer hjá NY Magazine. Axios segir skilaboðum frá reiðum Bandaríkjamönnum hafa rignt yfir þingmenn í síðustu viku eftir að forsvarsmenn TikTok héldu því fram við notendur að yfirvöld í Bandaríkjunum væru að reyna að loka samfélagsmiðlinum. Þá hefur miðillinn orðið vinsælli meðal íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Margir fyrirferðarmiklir aðilar innan hreyfingar Trumps njóta mikilla vinsælda þar og ná til milljóna ungra Bandaríkjamanna í gegnum TikTok. Einn innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum sagði blaðamanni Axios að Repúblikönum vegnaði vel á TikTok og myndefni þeirra næði til margra. Á sama tíma væru færslur frá íhaldsmönnum ritskoðaðar á Facebook. Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Joe Biden Tengdar fréttir Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi hefur ítrekað sagt að hann sé mótfallinn TikTok og hafa aðrir ráðamenn vestanhafs lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Þeirra á meðal er Joe Biden, núverandi forseti. Biden hefur sagst tilbúinn til að skrifa undir frumvarp um aðgerðir gegn TikTok en um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota samfélagsmiðilinn. Kínverska fyrirtækið Bytedance á TikTok. Til stendur að greiða atkvæði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um slíkt frumvarp í þessari viku. Frumvarpið myndi þvinga yfirvöld í Kína til að selja hlut sinn í fyrirtækinu, eigi samfélagsmiðillinn að vera aðgengilegt í Bandaríkjunum. Tveir þriðju þingamanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu til að samþykkja það. Erfitt er að segja til um hvernig fer en samkvæmt frétt Reuters er framtíð þess í öldungadeildinni einnig óljós. Þar hafa þingmenn sagst vilja breytingar á frumvarpinu. Trump lýsti því skyndilega yfir síðasta fimmtudag að hann væri mótfallinn því að grípa til aðgerða gegn TikTok. Sagði hann það vera vegna þess að Meta, sem rekur Facebook, Instagram og aðra miðla, myndi hagnast á því. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, kallaði Trump Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, Zuckerschmuck, og sakaði hann Facebook um að hafa „svindlað“ í síðustu forsetakosningum. Þá lýsti forsetinn fyrrverandi því yfir að Meta væri „óvinur fólksins“. TikTok vinsælla hjá íhaldsmönnum Tímasetning kúvendingar Trumps vakti nokkra furðu. Hún kom einungis nokkrum dögum eftir að íhaldsami auðjöfurinn Jeff Yass, heimsótti Trump í Flórída. Eftir fund þeirra fór Trump fögrum orðum um auðjöfurinn og hafa fregnir borist af því að Yass ætli mögulega að gefa fé í kosningasjóði Trumps. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Yass á um 33 milljarða dala hlut í TikTok og hefur ítrekað hótað hægri sinnuðum stjórnmálamönnum vestanhafs að styðja þá ekki fjárhagslega, nema þeir séu mótfallnir áðurnefndu frumvarpi um samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Intelligencer hjá NY Magazine. Axios segir skilaboðum frá reiðum Bandaríkjamönnum hafa rignt yfir þingmenn í síðustu viku eftir að forsvarsmenn TikTok héldu því fram við notendur að yfirvöld í Bandaríkjunum væru að reyna að loka samfélagsmiðlinum. Þá hefur miðillinn orðið vinsælli meðal íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Margir fyrirferðarmiklir aðilar innan hreyfingar Trumps njóta mikilla vinsælda þar og ná til milljóna ungra Bandaríkjamanna í gegnum TikTok. Einn innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum sagði blaðamanni Axios að Repúblikönum vegnaði vel á TikTok og myndefni þeirra næði til margra. Á sama tíma væru færslur frá íhaldsmönnum ritskoðaðar á Facebook.
Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Joe Biden Tengdar fréttir Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26
Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39
Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31
Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41