Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2024 14:26 Donald Trump og Viktor Orban í Hvíta húsinu í maí 2019. EPA/JIM LO SCALZO Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þetta sagði Orban í takt við stefnu sína og Ungverjalands. Í viðtali við ungverskan miðil sagði Orban að erfitt væri að vera ósammála ætlunum Trumps. Hann myndi hætta að aðstoða Úkraínu og þannig binda enda á stríðið, því augljóst væri að Úkraínumenn gætu ekki varist innrás Rússa án aðstoðar. Forsætisráðherrann sagði að Evrópa gæti ekki stutt Úkraínumenn án aðstoðar Bandaríkjanna. Þá sagði Orban að ef ráðamenn í Evrópu vildu öryggi þyrftu þeir að borga fyrir það. Annað hvort með hernaðaruppbyggingu eða með því að borga Bandaríkjunum. Orban var nýverið í heimsókn í Bandaríkjunum þar sem hann fór til Mar-a-Lago, heimilis Trumps í Flórída, og fundaði með honum þar. Hann hitti Joe Biden, forseta, ekki í ferðinni til Bandaríkjanna en eins og fram kemur í frétt BBC er sjaldgæft að þjóðarleiðtogi heimsæki annað ríki og fundi með fyrrverandi þjóðarleiðtoga og ekki með þeim sem situr í embætti. Donald Trump hefur haldið því fram að sem forseti geti hann bundið enda á innrás Rússa í Úkaínu á einum sólarhring. Hann hefur aldrei farið nánar út í hvernig en ef marka má orð Orbans virðist það vera með því að leyfa Rússum að hernema Úkraínu. Trump hefur um nokkuð skeið staðið í vegi hernaðaraðstoðar til Úkraínu frá Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trumps í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa staðið í vegi þess að atkvæðagreiðsla um frumvarp varðandi auknar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísrael og Taívan, svo eitthvað sé nefnt. Repúblikanar í öldungadeild þingsins komu að því að semja frumvarpið og naut það stuðnings beggja flokka. Það var þar til Trump lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden fyrir kosningarnar í nóvember. Síðan þá hafa Repúblikanar snúist gegn eigin frumvarpi og hafa þeir þess í stað reynt að samþykkja hernaðaraðstoð handa Ísrael án aðstoðar til Úkraínu. Síðan þá hafa Úkraínumenn glímt við umfangsmikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið og fyrir loftvarnarkerfi þeirra, sem hefur komið niður á gengi þeirra á víglínunni í Úkraínu. Rússar hafa þó orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum og misst hundruð bryn- og skriðdreka. Hefur grafið undan lýðræðinu Orban hefur lengi verið gagnrýndur af öðrum leiðtogum Evrópu vegna tengsla hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Hann hefur ekki viljað senda Úkraínumönnum vopn og hefur ítrekað haldið því fram að Úkraína geti ekki sigrað Rússland. Þá hefur hann staðið í vegi aðstoðar frá Evrópusambandinu en Orban þurfti nýverið að láta af mótmælum sínum. Orban fundaði með Pútín í fyrra, sem reitti aðra leiðtoga í Evrópu til reiði. Orban hefur stjórnað Ungverjalandi frá 2010 en síðan þá hefur hann grafið töluvert undan lýðræðinu þar í landi. Hann er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Þingmenn Evrópusambandsins samþykktu árið 2022 ályktun um að Ungverjaland gæti vart talist lýðræðisríki. Pyntingar, nauðganir og mannrán Þar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu hafa þeir skilið eftir sig blóði drifna slóð. Pyntingar, nauðganir, þjóðernishreinsanir, þrælkun og mannrán hafa litið dagsins ljós eftir að Rússar hafa verið reknir frá nokkrum héruðum Úkraínu. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Málpípur Kreml í rússneskum ríkismiðlum hafa ekki farið leynt með það að beri Rússar sigur úr býtum í Úkraínu, standi Úkraínumenn frammi fyrir því að Rússar reyni að afmá úkraínska menningu. Russian media celebrated Taras Shevchenko's birthday by claiming he is a mediocre Russian writer and his monuments should be removed. Sergey Mardan claimed Ukrainians are "shapeshifters" and should be brainwashed until they become "normal Russian people."https://t.co/cZkcUZfYK0— Julia Davis (@JuliaDavisNews) March 10, 2024 Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra í Evrópu hafa gagnrýnt Frans Páfa töluvert í dag og í gær eftir að hann sagði í viðtali að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Sjá einnig: Ummæli páfa um ábyrgð Úkraínu vekja hörð viðbrögð Ummælin hafa ekki heldur fallið í kramið í Rússlandi. María Sakróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir ummæli páfans beinast að Vesturlöndum. Hann sé að biðja bakhjarla Úkraínu um að hugsa sinn gang. Í vinsælum spjallþætti þar í landi í gærkvöldi fór Vladimír Sólóvjóv, ein helsta málpípa Kreml í Rússlandi, hörðum orðum um páfann og sagði honum að skipta sér ekki af málefnum Rússlands og Úkraínu. Ungverjaland Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Þetta sagði Orban í takt við stefnu sína og Ungverjalands. Í viðtali við ungverskan miðil sagði Orban að erfitt væri að vera ósammála ætlunum Trumps. Hann myndi hætta að aðstoða Úkraínu og þannig binda enda á stríðið, því augljóst væri að Úkraínumenn gætu ekki varist innrás Rússa án aðstoðar. Forsætisráðherrann sagði að Evrópa gæti ekki stutt Úkraínumenn án aðstoðar Bandaríkjanna. Þá sagði Orban að ef ráðamenn í Evrópu vildu öryggi þyrftu þeir að borga fyrir það. Annað hvort með hernaðaruppbyggingu eða með því að borga Bandaríkjunum. Orban var nýverið í heimsókn í Bandaríkjunum þar sem hann fór til Mar-a-Lago, heimilis Trumps í Flórída, og fundaði með honum þar. Hann hitti Joe Biden, forseta, ekki í ferðinni til Bandaríkjanna en eins og fram kemur í frétt BBC er sjaldgæft að þjóðarleiðtogi heimsæki annað ríki og fundi með fyrrverandi þjóðarleiðtoga og ekki með þeim sem situr í embætti. Donald Trump hefur haldið því fram að sem forseti geti hann bundið enda á innrás Rússa í Úkaínu á einum sólarhring. Hann hefur aldrei farið nánar út í hvernig en ef marka má orð Orbans virðist það vera með því að leyfa Rússum að hernema Úkraínu. Trump hefur um nokkuð skeið staðið í vegi hernaðaraðstoðar til Úkraínu frá Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trumps í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa staðið í vegi þess að atkvæðagreiðsla um frumvarp varðandi auknar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísrael og Taívan, svo eitthvað sé nefnt. Repúblikanar í öldungadeild þingsins komu að því að semja frumvarpið og naut það stuðnings beggja flokka. Það var þar til Trump lýsti því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden fyrir kosningarnar í nóvember. Síðan þá hafa Repúblikanar snúist gegn eigin frumvarpi og hafa þeir þess í stað reynt að samþykkja hernaðaraðstoð handa Ísrael án aðstoðar til Úkraínu. Síðan þá hafa Úkraínumenn glímt við umfangsmikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið og fyrir loftvarnarkerfi þeirra, sem hefur komið niður á gengi þeirra á víglínunni í Úkraínu. Rússar hafa þó orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum og misst hundruð bryn- og skriðdreka. Hefur grafið undan lýðræðinu Orban hefur lengi verið gagnrýndur af öðrum leiðtogum Evrópu vegna tengsla hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Hann hefur ekki viljað senda Úkraínumönnum vopn og hefur ítrekað haldið því fram að Úkraína geti ekki sigrað Rússland. Þá hefur hann staðið í vegi aðstoðar frá Evrópusambandinu en Orban þurfti nýverið að láta af mótmælum sínum. Orban fundaði með Pútín í fyrra, sem reitti aðra leiðtoga í Evrópu til reiði. Orban hefur stjórnað Ungverjalandi frá 2010 en síðan þá hefur hann grafið töluvert undan lýðræðinu þar í landi. Hann er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Þingmenn Evrópusambandsins samþykktu árið 2022 ályktun um að Ungverjaland gæti vart talist lýðræðisríki. Pyntingar, nauðganir og mannrán Þar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu hafa þeir skilið eftir sig blóði drifna slóð. Pyntingar, nauðganir, þjóðernishreinsanir, þrælkun og mannrán hafa litið dagsins ljós eftir að Rússar hafa verið reknir frá nokkrum héruðum Úkraínu. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Málpípur Kreml í rússneskum ríkismiðlum hafa ekki farið leynt með það að beri Rússar sigur úr býtum í Úkraínu, standi Úkraínumenn frammi fyrir því að Rússar reyni að afmá úkraínska menningu. Russian media celebrated Taras Shevchenko's birthday by claiming he is a mediocre Russian writer and his monuments should be removed. Sergey Mardan claimed Ukrainians are "shapeshifters" and should be brainwashed until they become "normal Russian people."https://t.co/cZkcUZfYK0— Julia Davis (@JuliaDavisNews) March 10, 2024 Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra í Evrópu hafa gagnrýnt Frans Páfa töluvert í dag og í gær eftir að hann sagði í viðtali að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Sjá einnig: Ummæli páfa um ábyrgð Úkraínu vekja hörð viðbrögð Ummælin hafa ekki heldur fallið í kramið í Rússlandi. María Sakróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir ummæli páfans beinast að Vesturlöndum. Hann sé að biðja bakhjarla Úkraínu um að hugsa sinn gang. Í vinsælum spjallþætti þar í landi í gærkvöldi fór Vladimír Sólóvjóv, ein helsta málpípa Kreml í Rússlandi, hörðum orðum um páfann og sagði honum að skipta sér ekki af málefnum Rússlands og Úkraínu.
Ungverjaland Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46