„Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 12:00 Aron Jóhannsson er af mörgum talinn vera einn allra besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta. Vísir/Diego Aron Jóhannsson segir mikinn mun á þátttöku sinni í heimilisstörfunum eftir að hann flutti heim úr atvinnumennskunni. Hann verður í viðtali í öðrum þættinum af Lengsta undirbúningstímabil í heimi í kvöld. Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira