Klopp varði Trent en Guardiola hleypti brúnum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 22:44 Jürgen Klopp segir ekkert út á ummæli Trents Alexander-Arnold að setja. Getty/Chris Brunskill Jürgen Klopp úskýrði og varði ummæli lærisveins síns, Trents Alexander-Arnold, á blaðamannafundi í dag í aðdraganda uppgjörsins við Manchester City á sunnudaginn. Trent fullyrti í viðtali í vikunni að titlar þýddu meira fyrir Liverpool-fólk en City-fólk og sagði það vera vegna fjárhagslegrar stöðu félaganna. Erling Haaland svaraði þessu meðal annars með því að skjóta á Trent og segja að hann þekkti ekki þá tilfinningu að vinna þrennu. Klopp og Pep Guardiola voru svo að sjálfsögðu spurðir út í þetta mál á blaðamannafundi í dag, og var ljóst að Guardiola hafði lítinn áhuga á því að svara. Hann lét nægja að óska Trent skjóts bata en bakvörðurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Klopp undirstrikaði hins vegar að Liverpool-menn bæru mikla virðingu fyrir keppinautum sínum, sjálfsagt í von um að ummæli Trents yrðu ekki til þess að gíra City-menn sérstaklega upp á sunnudaginn. Agree to disagree? (Wait 'til the end...)#BBCFootball pic.twitter.com/DQcZLfCP6Q— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2024 „Ég veit ekki hversu oft við höfum sagt hve mikla virðingu við berum fyrir City. Pep er besti stjóri í heimi. Þeir eru með ótrúlega leikmenn. Í augnablikinu eru þeir með bestu níuna, Haaland, sem skorar þegar hann vill. Kevin De Bruyne fer í sögubækurnar með mönnum eins og Steven Gerrard. Phil Foden er besti enski leikmaðurinn í dag. Við sýnum því allir virðingu. Trent sýnir þessu virðingu. En hann er fæddur í Liverpool. Hann stóð á ruslatunnunum [fyrir utan Melwood-æfingasvæðið til að horfa á leikmenn æfa þegar hann var strákur]. Hvað finnst manni í slíkri stöðu? Eitt af slagorðum okkar, sem ég elska, er „þetta hefur meiri þýðingu“. Þetta hefur meiri þýðingu fyrir okkur. Þetta félag er okkur sérstakt. Ef okkur líður þannig, af hverju ættum við ekki að segja það? Svona líður honum bara. Svona líður okkur og ég hef ekkert út á það að setja. Ég er viss um að hann sýndi líka mikla virðingu. Síðastliðinn áratug er Manchester City sigursælasta lið Englands og jafnvel Evrópu. Þeir eru með rosalega afrekaskrá. Það hefur mikla þýðingu fyrir þeirra fólk. Við megum samt halda það sem við viljum. Það var ekkert að því sem Trent sagði,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Trent fullyrti í viðtali í vikunni að titlar þýddu meira fyrir Liverpool-fólk en City-fólk og sagði það vera vegna fjárhagslegrar stöðu félaganna. Erling Haaland svaraði þessu meðal annars með því að skjóta á Trent og segja að hann þekkti ekki þá tilfinningu að vinna þrennu. Klopp og Pep Guardiola voru svo að sjálfsögðu spurðir út í þetta mál á blaðamannafundi í dag, og var ljóst að Guardiola hafði lítinn áhuga á því að svara. Hann lét nægja að óska Trent skjóts bata en bakvörðurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Klopp undirstrikaði hins vegar að Liverpool-menn bæru mikla virðingu fyrir keppinautum sínum, sjálfsagt í von um að ummæli Trents yrðu ekki til þess að gíra City-menn sérstaklega upp á sunnudaginn. Agree to disagree? (Wait 'til the end...)#BBCFootball pic.twitter.com/DQcZLfCP6Q— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2024 „Ég veit ekki hversu oft við höfum sagt hve mikla virðingu við berum fyrir City. Pep er besti stjóri í heimi. Þeir eru með ótrúlega leikmenn. Í augnablikinu eru þeir með bestu níuna, Haaland, sem skorar þegar hann vill. Kevin De Bruyne fer í sögubækurnar með mönnum eins og Steven Gerrard. Phil Foden er besti enski leikmaðurinn í dag. Við sýnum því allir virðingu. Trent sýnir þessu virðingu. En hann er fæddur í Liverpool. Hann stóð á ruslatunnunum [fyrir utan Melwood-æfingasvæðið til að horfa á leikmenn æfa þegar hann var strákur]. Hvað finnst manni í slíkri stöðu? Eitt af slagorðum okkar, sem ég elska, er „þetta hefur meiri þýðingu“. Þetta hefur meiri þýðingu fyrir okkur. Þetta félag er okkur sérstakt. Ef okkur líður þannig, af hverju ættum við ekki að segja það? Svona líður honum bara. Svona líður okkur og ég hef ekkert út á það að setja. Ég er viss um að hann sýndi líka mikla virðingu. Síðastliðinn áratug er Manchester City sigursælasta lið Englands og jafnvel Evrópu. Þeir eru með rosalega afrekaskrá. Það hefur mikla þýðingu fyrir þeirra fólk. Við megum samt halda það sem við viljum. Það var ekkert að því sem Trent sagði,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira