Klopp varði Trent en Guardiola hleypti brúnum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 22:44 Jürgen Klopp segir ekkert út á ummæli Trents Alexander-Arnold að setja. Getty/Chris Brunskill Jürgen Klopp úskýrði og varði ummæli lærisveins síns, Trents Alexander-Arnold, á blaðamannafundi í dag í aðdraganda uppgjörsins við Manchester City á sunnudaginn. Trent fullyrti í viðtali í vikunni að titlar þýddu meira fyrir Liverpool-fólk en City-fólk og sagði það vera vegna fjárhagslegrar stöðu félaganna. Erling Haaland svaraði þessu meðal annars með því að skjóta á Trent og segja að hann þekkti ekki þá tilfinningu að vinna þrennu. Klopp og Pep Guardiola voru svo að sjálfsögðu spurðir út í þetta mál á blaðamannafundi í dag, og var ljóst að Guardiola hafði lítinn áhuga á því að svara. Hann lét nægja að óska Trent skjóts bata en bakvörðurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Klopp undirstrikaði hins vegar að Liverpool-menn bæru mikla virðingu fyrir keppinautum sínum, sjálfsagt í von um að ummæli Trents yrðu ekki til þess að gíra City-menn sérstaklega upp á sunnudaginn. Agree to disagree? (Wait 'til the end...)#BBCFootball pic.twitter.com/DQcZLfCP6Q— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2024 „Ég veit ekki hversu oft við höfum sagt hve mikla virðingu við berum fyrir City. Pep er besti stjóri í heimi. Þeir eru með ótrúlega leikmenn. Í augnablikinu eru þeir með bestu níuna, Haaland, sem skorar þegar hann vill. Kevin De Bruyne fer í sögubækurnar með mönnum eins og Steven Gerrard. Phil Foden er besti enski leikmaðurinn í dag. Við sýnum því allir virðingu. Trent sýnir þessu virðingu. En hann er fæddur í Liverpool. Hann stóð á ruslatunnunum [fyrir utan Melwood-æfingasvæðið til að horfa á leikmenn æfa þegar hann var strákur]. Hvað finnst manni í slíkri stöðu? Eitt af slagorðum okkar, sem ég elska, er „þetta hefur meiri þýðingu“. Þetta hefur meiri þýðingu fyrir okkur. Þetta félag er okkur sérstakt. Ef okkur líður þannig, af hverju ættum við ekki að segja það? Svona líður honum bara. Svona líður okkur og ég hef ekkert út á það að setja. Ég er viss um að hann sýndi líka mikla virðingu. Síðastliðinn áratug er Manchester City sigursælasta lið Englands og jafnvel Evrópu. Þeir eru með rosalega afrekaskrá. Það hefur mikla þýðingu fyrir þeirra fólk. Við megum samt halda það sem við viljum. Það var ekkert að því sem Trent sagði,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Trent fullyrti í viðtali í vikunni að titlar þýddu meira fyrir Liverpool-fólk en City-fólk og sagði það vera vegna fjárhagslegrar stöðu félaganna. Erling Haaland svaraði þessu meðal annars með því að skjóta á Trent og segja að hann þekkti ekki þá tilfinningu að vinna þrennu. Klopp og Pep Guardiola voru svo að sjálfsögðu spurðir út í þetta mál á blaðamannafundi í dag, og var ljóst að Guardiola hafði lítinn áhuga á því að svara. Hann lét nægja að óska Trent skjóts bata en bakvörðurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Klopp undirstrikaði hins vegar að Liverpool-menn bæru mikla virðingu fyrir keppinautum sínum, sjálfsagt í von um að ummæli Trents yrðu ekki til þess að gíra City-menn sérstaklega upp á sunnudaginn. Agree to disagree? (Wait 'til the end...)#BBCFootball pic.twitter.com/DQcZLfCP6Q— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2024 „Ég veit ekki hversu oft við höfum sagt hve mikla virðingu við berum fyrir City. Pep er besti stjóri í heimi. Þeir eru með ótrúlega leikmenn. Í augnablikinu eru þeir með bestu níuna, Haaland, sem skorar þegar hann vill. Kevin De Bruyne fer í sögubækurnar með mönnum eins og Steven Gerrard. Phil Foden er besti enski leikmaðurinn í dag. Við sýnum því allir virðingu. Trent sýnir þessu virðingu. En hann er fæddur í Liverpool. Hann stóð á ruslatunnunum [fyrir utan Melwood-æfingasvæðið til að horfa á leikmenn æfa þegar hann var strákur]. Hvað finnst manni í slíkri stöðu? Eitt af slagorðum okkar, sem ég elska, er „þetta hefur meiri þýðingu“. Þetta hefur meiri þýðingu fyrir okkur. Þetta félag er okkur sérstakt. Ef okkur líður þannig, af hverju ættum við ekki að segja það? Svona líður honum bara. Svona líður okkur og ég hef ekkert út á það að setja. Ég er viss um að hann sýndi líka mikla virðingu. Síðastliðinn áratug er Manchester City sigursælasta lið Englands og jafnvel Evrópu. Þeir eru með rosalega afrekaskrá. Það hefur mikla þýðingu fyrir þeirra fólk. Við megum samt halda það sem við viljum. Það var ekkert að því sem Trent sagði,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira