Um 280 börnum rænt í bænum Kuriga í Nígeríu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 08:22 Fólk safnast saman á svæðinu þar sem börnunum var rænt. AP Byssumenn á mótorhjólum hafa rænt yfir 280 skólabörnum í bænum Kuriga í Kaduna í Nígeríu. Nemendurnr höfðu safnasta saman á samkomustað í gær þegar mennirnir mættu vopnaðir á svæðið og tóku börnin með sér og einn kennara. Nemendurnir eru á aldrinum 8 til 15 ára. Mannránsgengi hafa rænt hundruðum barna og fullorðinna í Nígeríu síðastliðin ár en dregið hafði úr slíkum atvikum þar til nú. Mannránið var staðfest af Uba Sani, ríkisstjóra Kaduna. Að sögn ríkisstjórans var um 300 börnum rænt en 25 tókst að sleppa. Vitni sagði stúlku hafa verið skotna í árásinni og þá sagði kennari sem tókst að sleppa að íbúar hefðu freistað þess að koma börnunum til bjargar en verið fældir á brott af byssumönnunum. Einn hefði verið drepinn. Samkvæmt BBC eiga nær allar fjölskyldur í bænum barn í skólunum sem um ræðir, sem virðast hafa verið tveir, og herinn hefur heitið því að finna þau öll. Þetta er annað fjöldamannránið sem á sér stað í Nígeríu á aðeins nokkrum dögum en fyrir skömmu var konum og börnum rænt, að því er talið af Boko Haram, þegar þau voru að safna eldivið. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessa atviks og mannránsins í dag. Stjórnvöld í Nígeríu settu lög árið 2022 til að freista þess að draga úr mannsránum en þau banna fólki meðal annars að greiða lausnargjald. Enginn hefur verið handtekinn á grundvelli laganna hingað til. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC. Nígería Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Nemendurnir eru á aldrinum 8 til 15 ára. Mannránsgengi hafa rænt hundruðum barna og fullorðinna í Nígeríu síðastliðin ár en dregið hafði úr slíkum atvikum þar til nú. Mannránið var staðfest af Uba Sani, ríkisstjóra Kaduna. Að sögn ríkisstjórans var um 300 börnum rænt en 25 tókst að sleppa. Vitni sagði stúlku hafa verið skotna í árásinni og þá sagði kennari sem tókst að sleppa að íbúar hefðu freistað þess að koma börnunum til bjargar en verið fældir á brott af byssumönnunum. Einn hefði verið drepinn. Samkvæmt BBC eiga nær allar fjölskyldur í bænum barn í skólunum sem um ræðir, sem virðast hafa verið tveir, og herinn hefur heitið því að finna þau öll. Þetta er annað fjöldamannránið sem á sér stað í Nígeríu á aðeins nokkrum dögum en fyrir skömmu var konum og börnum rænt, að því er talið af Boko Haram, þegar þau voru að safna eldivið. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessa atviks og mannránsins í dag. Stjórnvöld í Nígeríu settu lög árið 2022 til að freista þess að draga úr mannsránum en þau banna fólki meðal annars að greiða lausnargjald. Enginn hefur verið handtekinn á grundvelli laganna hingað til. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC.
Nígería Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira