Krakkar úr Grindavík stunda nú nám í sjötíu skólum um allt land og framtíð skólastarfsins í mikilli óvissu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var vel tekið þegar hún mætti á staðinn rétt fyrir hádegi.
Ungir fundargestir voru í óðaönn að undirbúa spurningar fyrir forsætisráðherra þegar fréttastofa leit við í morgun. Einn þeirra, Elvar Ásgeirsson, hugðist óska góðfúslega eftir því að horfið yrði frá frekari íbúafundum vegna málefna Grindavíkur. Hann væri orðinn langþreyttur á slíkum fundahöldum.
Viðtal við Elvar og fleiri krakka, auk mynda frá fjölsóttum fundi barnanna í dag, má sjá í innslaginu úr fréttum Stöðvar 2 hér fyrir neðan.