„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:18 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33