„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:18 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
„Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33