Mynd um meðgöngu Dagnýjar: „Þú ert búin í landsliðinu núna“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2024 22:45 Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti, en hann kom í heiminn í síðasta mánuði. Getty/George Tewkesbury Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur framleitt heimildarmynd um meðgöngu íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem í síðasta mánuði eignaðist sinn annan son. Dagný og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, eignuðust sinn fyrsta son sumarið 2018. Dagný var þá leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum og eftir að hafa svo spilað með Selfossi sumarið 2020 hélt hún til Lundúna og gekk í raðir West Ham. Dagný hefur verið í lykilhlutverki hjá West Ham og var gerð að fyrirliða liðsins en hefur ekkert spilað á þessari leiktíð vegna meðgöngunnar. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vinnuveitendur hennar hjá West Ham sáu hins vegar tækifæri í þessu og á föstudaginn verður frumsýnd heimildarmynd þar sem hægt verður að fylgjast með Dagnýju á meðgöngunni, og áskorunum hennar sem atvinnuíþróttakona sem stofnað hefur fjölskyldu. „Ég vildi sýna fólki að ég gæti enn spilað erlendis, í einni af bestu deildunum, og verið mamma. Af hverju ætti ég að hætta?“ segir Dagný meðal annars í stiklu úr myndinni sem sjá má á samfélagsmiðlum West Ham. (Til að sjá Instagram-færslurnar gæti þurft að ýta á refresh-takkann, F5). View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Fólk hefur sagt upp í opið geðið á mér: „Þú ert búin í landsliðinu núna. Þú verður bara í hálfatvinnumennsku á Íslandi. Muntu yfirhöfuð spila áfram?““ segir Dagný í stiklunni en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd á föstudag. Dagný er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún hefur skorað 38 mörk í 113 A-landsleikjum. Enski boltinn Börn og uppeldi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Dagný og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, eignuðust sinn fyrsta son sumarið 2018. Dagný var þá leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum og eftir að hafa svo spilað með Selfossi sumarið 2020 hélt hún til Lundúna og gekk í raðir West Ham. Dagný hefur verið í lykilhlutverki hjá West Ham og var gerð að fyrirliða liðsins en hefur ekkert spilað á þessari leiktíð vegna meðgöngunnar. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vinnuveitendur hennar hjá West Ham sáu hins vegar tækifæri í þessu og á föstudaginn verður frumsýnd heimildarmynd þar sem hægt verður að fylgjast með Dagnýju á meðgöngunni, og áskorunum hennar sem atvinnuíþróttakona sem stofnað hefur fjölskyldu. „Ég vildi sýna fólki að ég gæti enn spilað erlendis, í einni af bestu deildunum, og verið mamma. Af hverju ætti ég að hætta?“ segir Dagný meðal annars í stiklu úr myndinni sem sjá má á samfélagsmiðlum West Ham. (Til að sjá Instagram-færslurnar gæti þurft að ýta á refresh-takkann, F5). View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Fólk hefur sagt upp í opið geðið á mér: „Þú ert búin í landsliðinu núna. Þú verður bara í hálfatvinnumennsku á Íslandi. Muntu yfirhöfuð spila áfram?““ segir Dagný í stiklunni en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd á föstudag. Dagný er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún hefur skorað 38 mörk í 113 A-landsleikjum.
Enski boltinn Börn og uppeldi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira