Safna fyrir litríkri endurkomu Lilla tígurs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2024 07:01 Þórhildur og Grettir gera aðra seríu um Lilla tígur með þeim Fanný Rögnu Gröndal og dóttur hennar Elmu Örk Johansen en söfnun fyrir þættina er ekki enn í höfn. Vísir/Vilhelm Hinn sex ára gamli Grettir Thor Árnason safnar nú fyrir framhaldsseríu af geysivinsæla barnaefninu um Lilla tígur ásamt móður sinni Þórhildi Stefánsdóttur á Karolina Fund. Að þessu sinni mun Lilli tígur leika sér með litina og hafa mæðgurnar Fanný Ragna Gröndal og Elma Örk Johansen bæst í hópinn. Þau Grettir og Þórhildur skelltu sér í viðtal um málið hjá Ósk Gunnars á FM957 í gær. Í samtali við Vísi segir Þórhildur að þau Grettir séu vongóð um söfnunin muni takast en þó sé enn nokkuð í land þegar einungis fjórir dagar eru eftir af söfnuninni inni á vef Karolina Fund. Leikur sér mest með Lilla tígur Rúm tvö ár eru síðan Grettir gaf út fyrsta þáttinn um Lilla tígur á Youtube. Þau mæðgin söfnuðu á fyrir gerð fleiri þátta og eru þættirnir um tígurinn nú sýndir í línulegri dagskrá á Stöð 2 og á streymisveitunni Stöð 2+. Grettir segir á FM957 að hann leiki sér enn mest með Lilla tígur. Spurður hvort þarna sé bangsi á ferðinni þá svarar Grettir því einfaldlega að hér sé á ferðinni tígrisdýr. Í þáttunum lendi Lilli tígur í ýmsum ævintýrum. Hófst allt í veikindum „Grettir hefur alltaf verið mikið fyrir dýr. Svo þegar systir hans var nýfædd og Grettir búinn að vera veikur heima í þrjá daga þá datt okkur í hug að prófa að búa eitthvað til úr dótinu hans,“ segir Þórhildur. Hún útskýrir að þeim hafi fundist vera skortir á barnaefni á íslensku á Youtube. Þau Elma og Grettir munu leika sér með sitt eigið dót í nýju þáttunum um Lilla tígur.Vísir/Vilhelm Grettir hafi sótt lítið leikfangatígrisdýr en frændi hans var nýbúinn að eignast bengalkött á þessum tíma og segir Þórhildur að sig gruni að það hafi haft áhrif á valið á aðalpersónunni. Síðan hafi Grettir brugðið á leik og sagt sögu sem tendist leikmyndinni sem hann sjálfur stillti upp. „Svo prófuðum við að deila myndbandinu á Facebook og við fengum þvílík viðbrögð og fólk vildi meira. Þá fórum við af stað með söfnun á Karolina Fund og úr varð tíu þátta sería þar sem Grettir stjórnaði alveg ferðinni.“ Einn litur tekinn fyrir í hverjum þætti Þórhildur útskýrir að markmiðið með nýju þáttunum verði að efla hugmyndaflug áhorfenda og gefa þeim nýjar hugmyndir að leikjum í hverjum þætti sem hægt er að leika eftir heima eða með vinum. Í þetta sinn verða þær mæðgur Fanney Ragna Gröndal og dóttir hennar Elma Örk Johansen með í gerð þáttanna um Lilla tígur. Lilli tígur hittir áhugaverða tómata í rauða þættinum. „Núna ætlum við að taka fyrir alla litina tíu í litalaginu. Þannig að núna erum við að safna fyrir þáttaröð þar sem litirnir verða þemað. Fyrsti þátturinn er tilbúinn, hann er í gulu þema,“ útskýrir Þórhildur. Leika krakkarnir sér fyrst og fremst með sitt eigið dót. „Grettir og Elma fundu allt gula dótið sem þau gátu og í þessari seríu erum við svona að virkja krakkana. Þegar þetta byrjaði átti þetta aldrei að snúast um bara að halda börnunum alveg við sjónvarpið, við höfum alltaf verið að reyna að efla börnin sjálf í sköpun.“ Söfnunina má finna á vef Karolina Fund. Ástin og lífið Krakkar Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Þau Grettir og Þórhildur skelltu sér í viðtal um málið hjá Ósk Gunnars á FM957 í gær. Í samtali við Vísi segir Þórhildur að þau Grettir séu vongóð um söfnunin muni takast en þó sé enn nokkuð í land þegar einungis fjórir dagar eru eftir af söfnuninni inni á vef Karolina Fund. Leikur sér mest með Lilla tígur Rúm tvö ár eru síðan Grettir gaf út fyrsta þáttinn um Lilla tígur á Youtube. Þau mæðgin söfnuðu á fyrir gerð fleiri þátta og eru þættirnir um tígurinn nú sýndir í línulegri dagskrá á Stöð 2 og á streymisveitunni Stöð 2+. Grettir segir á FM957 að hann leiki sér enn mest með Lilla tígur. Spurður hvort þarna sé bangsi á ferðinni þá svarar Grettir því einfaldlega að hér sé á ferðinni tígrisdýr. Í þáttunum lendi Lilli tígur í ýmsum ævintýrum. Hófst allt í veikindum „Grettir hefur alltaf verið mikið fyrir dýr. Svo þegar systir hans var nýfædd og Grettir búinn að vera veikur heima í þrjá daga þá datt okkur í hug að prófa að búa eitthvað til úr dótinu hans,“ segir Þórhildur. Hún útskýrir að þeim hafi fundist vera skortir á barnaefni á íslensku á Youtube. Þau Elma og Grettir munu leika sér með sitt eigið dót í nýju þáttunum um Lilla tígur.Vísir/Vilhelm Grettir hafi sótt lítið leikfangatígrisdýr en frændi hans var nýbúinn að eignast bengalkött á þessum tíma og segir Þórhildur að sig gruni að það hafi haft áhrif á valið á aðalpersónunni. Síðan hafi Grettir brugðið á leik og sagt sögu sem tendist leikmyndinni sem hann sjálfur stillti upp. „Svo prófuðum við að deila myndbandinu á Facebook og við fengum þvílík viðbrögð og fólk vildi meira. Þá fórum við af stað með söfnun á Karolina Fund og úr varð tíu þátta sería þar sem Grettir stjórnaði alveg ferðinni.“ Einn litur tekinn fyrir í hverjum þætti Þórhildur útskýrir að markmiðið með nýju þáttunum verði að efla hugmyndaflug áhorfenda og gefa þeim nýjar hugmyndir að leikjum í hverjum þætti sem hægt er að leika eftir heima eða með vinum. Í þetta sinn verða þær mæðgur Fanney Ragna Gröndal og dóttir hennar Elma Örk Johansen með í gerð þáttanna um Lilla tígur. Lilli tígur hittir áhugaverða tómata í rauða þættinum. „Núna ætlum við að taka fyrir alla litina tíu í litalaginu. Þannig að núna erum við að safna fyrir þáttaröð þar sem litirnir verða þemað. Fyrsti þátturinn er tilbúinn, hann er í gulu þema,“ útskýrir Þórhildur. Leika krakkarnir sér fyrst og fremst með sitt eigið dót. „Grettir og Elma fundu allt gula dótið sem þau gátu og í þessari seríu erum við svona að virkja krakkana. Þegar þetta byrjaði átti þetta aldrei að snúast um bara að halda börnunum alveg við sjónvarpið, við höfum alltaf verið að reyna að efla börnin sjálf í sköpun.“ Söfnunina má finna á vef Karolina Fund.
Ástin og lífið Krakkar Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið