Alltaf það fallegasta við þetta Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 16:01 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur mætir Stjörnunni í einum af tveimur undanúrslitaleikjum Powerade bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í kvöld. Undanúrslitin leggjast vel í Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals sem segir alltaf jafn mikil forréttindi að taka þátt í bikarhátíðinni. Þá hrósar hann HSÍ fyrir einstaklega góða umgjörð í kringum úrslitaleiki yngri flokka. Undanúrslitin karla megin hefjast í kvöld með téðum leik Vals og Stjörnunnar og svo mætast ÍBV og Haukar einnig. Fram undan eru svo þétt skipaðir dagar í úrslitum meistara- og yngri flokka í bikarkeppninni og stendur hátíðin alveg fram á sunnudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig og alltaf mjög gefandi, bæði fyrir leikmenn, þjálfara og félögin, að taka þátt í svona bikarhátíð,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals í samtali við Vísi. „Þetta kryddar vel upp á boltann og allt saman. Maður snertir alltaf á því í kringum svona bikarhátíð hversu mikil forréttindi það eru að taka þátt í henni.“ Hvaða ógnir felast í þessu liði Stjörnunnar sem þið eruð að fara mæta? „Stjarnan er hefur verið að spila mjög vel núna eftir áramót og áttu líka flotta spretti fyrir áramót. Þeir eru þéttir, Adam hefur þá verið að verja vel fyrir aftan. Þetta lið er að mínu mati líka búið að bæta sig mjög mikið í hraðaupphlaupunum, í raun öllum bylgjum þess. Þá býr liðið yfir góðum leikmönnum sóknarlega. Þeir eru með Tandra, Egil og Hergeir til að mynda. Mikið af góðum vopnum í þessu flotta liði sem virðist smám saman alltaf vera að bæta sig. Þannig að þú átt bara von á hörkuleik? „Já ekkert ósvipuðum síðasta leik okkar við þá þar sem að Stjarnan var öflugri í fyrri hálfleik en við síðustu tuttugu mínútur seinni hálfleiks. Þetta er bikarkeppnin og síðustu leikir í deild fram að bikarleikjum hafa oft lítil áhrif. Þetta er bara þannig hvernig dúkurinn, stemningin og spennustigið fer í mannskapinn í báðum liðum. Þetta verður í það minnsta fjör. Valsmenn hafa haft í nægu að snúast í vetur. Auk þess að keppa í bikar- og deildarkeppni hér heima er liðið komið langt í Evrópubikarnum. En hvernig er að halda öllum þessum boltum á lofti og halda mönnum ferskum og beittum? „Það er nú bara svolítið þannig að í svona stöðu verður þetta að einhverjum þéttum takti. Þegar að þú ert búinn að vera spila á tveggja til þriggja daga fresti. Í sjálfu sér hafa æfingarnar kannski verið full rólegar af því þú ert eiginlega alltaf yfir höfuð að fara yfir næstu andstæðinga. En það er bara gaman að spila í öllum þessum keppnum og liðið hefur vanist þessu. Auðvitað hefur þetta áhrif og eitthvað smá hnjask í mannskapnum en allir vilja vera með í svona stórum leik.“ HSÍ gert mjög vel Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem fá að láta ljós sitt skína á bikarhátíðinni næstu daga. Framtíðarstjörnur Íslands í yngri flokkum félaganna mæta einnig til leiks í leikjum með umgjörð í hæsta gæðaflokki í sínum úrslitaleikjum. „Mér finnst það eiginlega alltaf fallegast við þetta. Umgjörðina í kringum úrslitaleikina hjá yngri flokkunum og þar finnst mér HSÍ hafa gert mjög vel. Fyrst voru þetta alltaf bara fjórði og þriðji flokkur sem að fengu að upplifa þessa úrslitahelgi í bikarnum í Laugardalshöll. Nú er búið að fjölga úrslitaleikjunum niður í fimmta og sjötta flokk. Krakkarnir fá því að kynnast dúknum, heyra þjóðsönginn í Laugardalshöll og fá smjörþefinn af öllum herlegheitunum í kringum úrslitaleiki bikarsins mjög snemma á sínum ferli. Aðalatriðið er kannski ekki að þú sért að vinna eitthvað marga leiki í yngri flokkunum en að vera þarna í Laugardalshöll á úrslitahelginni gefur alveg vel fyrir leikmennina þegar að þeir eru svo komnir upp í meistaraflokk. Mér finnst þetta fallegast við helgina og mjög vel gert hjá HSÍ hversu mikil virðing er sýnd yngri flokkunum.“ Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Undanúrslitin karla megin hefjast í kvöld með téðum leik Vals og Stjörnunnar og svo mætast ÍBV og Haukar einnig. Fram undan eru svo þétt skipaðir dagar í úrslitum meistara- og yngri flokka í bikarkeppninni og stendur hátíðin alveg fram á sunnudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig og alltaf mjög gefandi, bæði fyrir leikmenn, þjálfara og félögin, að taka þátt í svona bikarhátíð,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals í samtali við Vísi. „Þetta kryddar vel upp á boltann og allt saman. Maður snertir alltaf á því í kringum svona bikarhátíð hversu mikil forréttindi það eru að taka þátt í henni.“ Hvaða ógnir felast í þessu liði Stjörnunnar sem þið eruð að fara mæta? „Stjarnan er hefur verið að spila mjög vel núna eftir áramót og áttu líka flotta spretti fyrir áramót. Þeir eru þéttir, Adam hefur þá verið að verja vel fyrir aftan. Þetta lið er að mínu mati líka búið að bæta sig mjög mikið í hraðaupphlaupunum, í raun öllum bylgjum þess. Þá býr liðið yfir góðum leikmönnum sóknarlega. Þeir eru með Tandra, Egil og Hergeir til að mynda. Mikið af góðum vopnum í þessu flotta liði sem virðist smám saman alltaf vera að bæta sig. Þannig að þú átt bara von á hörkuleik? „Já ekkert ósvipuðum síðasta leik okkar við þá þar sem að Stjarnan var öflugri í fyrri hálfleik en við síðustu tuttugu mínútur seinni hálfleiks. Þetta er bikarkeppnin og síðustu leikir í deild fram að bikarleikjum hafa oft lítil áhrif. Þetta er bara þannig hvernig dúkurinn, stemningin og spennustigið fer í mannskapinn í báðum liðum. Þetta verður í það minnsta fjör. Valsmenn hafa haft í nægu að snúast í vetur. Auk þess að keppa í bikar- og deildarkeppni hér heima er liðið komið langt í Evrópubikarnum. En hvernig er að halda öllum þessum boltum á lofti og halda mönnum ferskum og beittum? „Það er nú bara svolítið þannig að í svona stöðu verður þetta að einhverjum þéttum takti. Þegar að þú ert búinn að vera spila á tveggja til þriggja daga fresti. Í sjálfu sér hafa æfingarnar kannski verið full rólegar af því þú ert eiginlega alltaf yfir höfuð að fara yfir næstu andstæðinga. En það er bara gaman að spila í öllum þessum keppnum og liðið hefur vanist þessu. Auðvitað hefur þetta áhrif og eitthvað smá hnjask í mannskapnum en allir vilja vera með í svona stórum leik.“ HSÍ gert mjög vel Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem fá að láta ljós sitt skína á bikarhátíðinni næstu daga. Framtíðarstjörnur Íslands í yngri flokkum félaganna mæta einnig til leiks í leikjum með umgjörð í hæsta gæðaflokki í sínum úrslitaleikjum. „Mér finnst það eiginlega alltaf fallegast við þetta. Umgjörðina í kringum úrslitaleikina hjá yngri flokkunum og þar finnst mér HSÍ hafa gert mjög vel. Fyrst voru þetta alltaf bara fjórði og þriðji flokkur sem að fengu að upplifa þessa úrslitahelgi í bikarnum í Laugardalshöll. Nú er búið að fjölga úrslitaleikjunum niður í fimmta og sjötta flokk. Krakkarnir fá því að kynnast dúknum, heyra þjóðsönginn í Laugardalshöll og fá smjörþefinn af öllum herlegheitunum í kringum úrslitaleiki bikarsins mjög snemma á sínum ferli. Aðalatriðið er kannski ekki að þú sért að vinna eitthvað marga leiki í yngri flokkunum en að vera þarna í Laugardalshöll á úrslitahelginni gefur alveg vel fyrir leikmennina þegar að þeir eru svo komnir upp í meistaraflokk. Mér finnst þetta fallegast við helgina og mjög vel gert hjá HSÍ hversu mikil virðing er sýnd yngri flokkunum.“
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira