Þórir og Mörk sammála um skort á heiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 14:02 Nora Mörk og Þórir Hergeirsson hafa fagnað fjölda verðlauna saman á stórmótum í gegnum tíðina en urðu að sætta sig við silfur á HM í desember. EPA Ein af helstu stjörnum norska kvennalandsliðsins í handbolta, Nora Mörk, leyndi því fyrir þjálfaranum Þóri Hergeirssyni hve alvarleg meiðsli hennar væru, á HM í desember. Þau eru sammála um skort á heiðarleika af hennar hálfu. Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk.
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira