Innherji

Hætta á að kosning á grund­velli að­eins hæfis­mats skili „of eins­leitri“ stjórn

Hörður Ægisson skrifar
Tilnefningarnefnd Arion banka sér ástæðu til að svara fyrir gagnrýni sem hefur verið sett á störf slíkra nefnda að undanförnu, meðal annars af hálfu framkvæmdastjóra LSR í aðdraganda átakafundar við stjórnarkjör í Festi, og segist ekki sammála því sjónarmiði að aðeins eigi að framkvæma hagsmunamat á þeim sækjast eftir kjöri í stjórn, án þess að litið sé til heildarsamsetningar stjórnar.
Tilnefningarnefnd Arion banka sér ástæðu til að svara fyrir gagnrýni sem hefur verið sett á störf slíkra nefnda að undanförnu, meðal annars af hálfu framkvæmdastjóra LSR í aðdraganda átakafundar við stjórnarkjör í Festi, og segist ekki sammála því sjónarmiði að aðeins eigi að framkvæma hagsmunamat á þeim sækjast eftir kjöri í stjórn, án þess að litið sé til heildarsamsetningar stjórnar.

Tilnefningarnefnd Arion varar við því að farin sé sú leið, sem meðal annars framkvæmdastjóri LSR hefur kallað opinberlega eftir, að einvörðungu sé framkvæmt hæfismat á frambjóðendum til stjórnarkjörs enda sé hætta á því að kosning myndi þá ekki skila nauðsynlegri fjölhæfni og þekkingu innan stjórnar. Hún segist hins vegar hafa skilning á því ef stórir hluthafar, sem „ekki hafa fylgst með“ tilnefningarferlinu, finnist skorta á gagnsæi þegar ítrekað sé sjálfkjörið í stjórnir félaga.


Tengdar fréttir

Guðjón og Gylfi ætla að berjast um sæti í stjórn Festi

Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafa boðið sig fram til stjórnar hjá Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

„Feigð­ar­flan“ að toga til­nefn­ing­ar­nefnd­ir fjær hlut­höf­um

Það er feigðarflan að toga tilnefningarnefndir fjær hluthöfum, sagði reyndur stjórnarmaður. Ráðgjafi á sviði stjórnarhátta velti því upp hvort það væri óvinnandi fyrir tilnefningarnefndir að stilla upp góðri stjórn. Yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs hugnast ekki að stjórnarmenn sitji í tilnefningarnefndum.

„Stjórnar­menn hafa ekkert að gera í til­nefningar­nefndum“

Stjórnarmenn sem sitja í tilnefningarnefnd hjá sama fyrirtæki hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur til stjórnar og beina hagsmuni af tiltekinni niðurstöðu sem fer ekki endilega saman við hagsmuni fyrirtækisins, hluthafa þess eða annarra haghafa. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt fagfjárfestum, stofnanafjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf um stjórnarhætti og stefnumótun.

Tilfinninganefndirnar

Það skiptir máli að nú þegar við tökum fagnandi á móti erlendum vísitölusjóðum liggi fyrir einhver afstaða til tilnefningarnefnda. Þó vísitölusjóðir hafi ekki mikla skoðun, hafa þeir skoðun á stjórnarháttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×