Sammæltust um starfslok í kjölfar rasískra ummæla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 10:48 Helgi var dönskukennari við Menntaskólann á Laugarvatni, en gengið hefur verið frá starfslokasamning við hann í kjölfar ummæla sem hann viðhafði á samfélagsmiðlum á dögunum. Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu. Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu.
Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira