Apple sektað um 270 milljarða af ESB Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2024 17:01 Margrethe Vestager, aðstoðarforseti framkvæmdastjórnar ESB á blaðamannafundi í dag. AP/Geert Vanden Wijngaert Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. Það mun Apple hafa gert með því að koma í veg fyrir að notendur Spotify í gegnum stýrikerfi Apple gæti fundið aðrar leiðir til að greiða fyrir þjónustuna. Rætur málsins má rekja til kvörtunar frá forsvarsmönnum Spotify árið 2019. Um er að ræða um 270 milljarða króna, gróflega reiknað. Ástæða þess að sektin eru svo stór er, samkvæmt yfirlýsingu frá framkvæmdastjórninni, til að koma í veg fyrir að önnur tæknifyrirtæki brjóti af sér með svipuðum hætti. APP store, forritaverslun Apple, er eina leiðin fyrir notendur til að sækja sér forrit og tekur fyrirtækið hluta af öllum greiðslum sem fara þar í gegn. Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Apple að málinu verði áfrýjað fyrir Almenna dómstól ESB. Líklegt er að málaferlin þar muni taka nokkur ár en Apple þarf þrátt fyrir það að greiða sektina og verða við kröfum framkvæmdastjórnarinnar um bætur á App Store. Áðurnefndir forsvarsmenn segja ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar vera ranga og að engar sannanir fyrir meintum skaða gegn notendum hafi fundist. Virði hlutabréfa Apple, næst verðmætasta félags heims, hefur lækkað um tæp þrjú prósent í dag, þegar þetta er skrifað. Apple Evrópusambandið Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Það mun Apple hafa gert með því að koma í veg fyrir að notendur Spotify í gegnum stýrikerfi Apple gæti fundið aðrar leiðir til að greiða fyrir þjónustuna. Rætur málsins má rekja til kvörtunar frá forsvarsmönnum Spotify árið 2019. Um er að ræða um 270 milljarða króna, gróflega reiknað. Ástæða þess að sektin eru svo stór er, samkvæmt yfirlýsingu frá framkvæmdastjórninni, til að koma í veg fyrir að önnur tæknifyrirtæki brjóti af sér með svipuðum hætti. APP store, forritaverslun Apple, er eina leiðin fyrir notendur til að sækja sér forrit og tekur fyrirtækið hluta af öllum greiðslum sem fara þar í gegn. Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Apple að málinu verði áfrýjað fyrir Almenna dómstól ESB. Líklegt er að málaferlin þar muni taka nokkur ár en Apple þarf þrátt fyrir það að greiða sektina og verða við kröfum framkvæmdastjórnarinnar um bætur á App Store. Áðurnefndir forsvarsmenn segja ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar vera ranga og að engar sannanir fyrir meintum skaða gegn notendum hafi fundist. Virði hlutabréfa Apple, næst verðmætasta félags heims, hefur lækkað um tæp þrjú prósent í dag, þegar þetta er skrifað.
Apple Evrópusambandið Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent