Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2024 20:00 Róbert og Guðný búa í húsbílnum með börnunum sínum tveimur. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt. Komast í meiri hita,“ segir Róbert Halbergsson og kona hans Guðný Matthíasdóttir bætir við: „og komast að því hvar er best að búa.“ Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira