Er talmeinafræðingur í þínu teymi? Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:00 Miðvikudaginn 6. mars halda talmeinafræðingar upp á Evrópudag talþjálfunar. Á þeim degi munu talmeinafræðingar um alla Evrópu leggja sitt af mörkum til að auka vitund almennings um störf sín og stöðu sinna skjólstæðinga. Yfirskrift dagsins þetta árið er „Talmeinafræðingar í teymi“. Talmeinafræði á Íslandi Talmeinafræði hefur verið kennd sem framhaldsnám við Læknadeild HÍ frá 2010 og hafa útskrifast þaðan um 95 talmeinafræðingar. Skv. starfsleyfaskrá Landlæknis eru útgefin starfsleyfi til talmeinafræðinga frá upphafi 171 talsins og af þeim eru rúmlega 130 starfandi hér á landi í dag. Námsleiðin hefur því menntað um 55% af öllum talmeinafræðingum sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi og rúm 70% þeirra talmeinafræðinga sem eru starfandi í dag. Auk þess að fjölga talmeinafræðingum, hefur tilkoma námsleiðarinnar aukið verulega við íslenskar rannsóknir á viðfangsefnum talmeinafræðinga og stuðlað að útgáfu íslenskra matstækja. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstétt en starfssvið þeirra snýr að greiningu og meðferð á vanda sem tengist tali, máli og kyngingu. Aðkoma talmeinafræðinga getur skipt máli á öllum æviskeiðum, hjá ungabörnum, á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og hjá fullorðnum og öldruðum. Hljóðkerfisröskun, raddvandamál, kyngingartregða, málþroskaröskun DLD, málstol, vitræn tjáskiptaskerðing, heyrnarskerðing og fæðuinntökuvandi barna eru örfá dæmi um þau vandamál sem talmeinafræðingar sinna. Starf þeirra felst í því að greina vandann og leggja upp meðferðaráætlun sem getur bæði falið í sér sértæka þjálfun talmeinafræðings og/eða ráðgjöf til aðstandenda og fagaðila í umhverfi einstaklingsins. Þá starfa talmeinafræðingar oft sem hluti af teymi sem myndað hefur verið í kringum ákveðna hópa eða þjónustuform sem veitt er á stofnunum. Talmeinafræðingar í teymi Teymin geta verið misstór og innihaldið margar eða fáar fagstéttir en aðalstyrkurinn felst í því að virkja skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans. Greinarmunur er á fjölfaglegri og þverfaglegri teymisvinnu. Í fjölfaglegri teymisvinnu vinnur hver teymisliði að afmörkuðum hluta verkefnisins sem hann ber þá einn ábyrgð á og lausnin verður þannig summa þessara afmörkuðu hluta. Í þverfaglegri teymisvinnu horfa teymisliðar hins vegar heildrænt á verkefnið og leggja sína sérfræðiþekkingu fram og finna sameiginlega bestu lausnina. Hvor nálgunin hentar betur byggir á eðli verkefnisins en í flóknum málum getur heildræn þverfagleg nálgun þó skipt sköpum. Dæmi um starfsstöðvar talmeinafræðinga með sterka teymisvinnu eru t.d. Heyrnar- og talmeinastöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, Geðheilsumiðstöð barna, þjónustumiðstöðvar og skólaþjónustur sveitarfélaga og endurhæfingastofnanir s.s. Reykjalundur, Kristnes, Landspítali og Kjarkur endurhæfing. Hlutverk talmeinafræðinga í þverfaglegu teymi er misjafnt eftir vanda skjólstæðingsins en snýr oft að því að varpa ljósi á hvaða áhrif tal- og málvandi eða kyngingartregða hefur á líf hans og hvernig best sé að bregðast við honum. Hlutverk talmeinafræðings í teyminu snýr að góðri samvinnu við aðra í teyminu, þ.e. að hlusta vel og miðla upplýsingum sem snúa að hans sérfræðiþekkingu. Hlutverk hans er einnig að valdefla einstaklinginn og fjölskyldu hans, m.a. með því að auka skilning þeirra á stöðunni, ýta undir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og veita aðgang að bjargráðum og verkfærum sem styðja hann í fjölbreyttum aðstæðum. Talmeinafræðingar geta einnig verið sterkir málsvarar sinna skjólstæðinga og ættu að hafa frumkvæði að því að tala máli þeirra sem einstaklinga og sem hóps, við bæði þjónustuveitendur og ráðamenn. Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir átaki á samfélagsmiðlum þar sem vakin er athygli á innleggi talmeinafræðinga í þverfaglegri teymisvinnu. Þá má ítreka mikilvægi þess að stofnanir og stjórnvöld líti enn frekar til talmeinafræðinga í þverfaglegri sérfræðiþjónustu innan mennta- og heilbrigðisstofnana og fjárfesti í lífsgæðum barna og fullorðinna með tal og málmein. Höfundur er talmeinafræðingur og teymisstjóri í Kjarki endurhæfingu og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 6. mars halda talmeinafræðingar upp á Evrópudag talþjálfunar. Á þeim degi munu talmeinafræðingar um alla Evrópu leggja sitt af mörkum til að auka vitund almennings um störf sín og stöðu sinna skjólstæðinga. Yfirskrift dagsins þetta árið er „Talmeinafræðingar í teymi“. Talmeinafræði á Íslandi Talmeinafræði hefur verið kennd sem framhaldsnám við Læknadeild HÍ frá 2010 og hafa útskrifast þaðan um 95 talmeinafræðingar. Skv. starfsleyfaskrá Landlæknis eru útgefin starfsleyfi til talmeinafræðinga frá upphafi 171 talsins og af þeim eru rúmlega 130 starfandi hér á landi í dag. Námsleiðin hefur því menntað um 55% af öllum talmeinafræðingum sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi og rúm 70% þeirra talmeinafræðinga sem eru starfandi í dag. Auk þess að fjölga talmeinafræðingum, hefur tilkoma námsleiðarinnar aukið verulega við íslenskar rannsóknir á viðfangsefnum talmeinafræðinga og stuðlað að útgáfu íslenskra matstækja. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstétt en starfssvið þeirra snýr að greiningu og meðferð á vanda sem tengist tali, máli og kyngingu. Aðkoma talmeinafræðinga getur skipt máli á öllum æviskeiðum, hjá ungabörnum, á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og hjá fullorðnum og öldruðum. Hljóðkerfisröskun, raddvandamál, kyngingartregða, málþroskaröskun DLD, málstol, vitræn tjáskiptaskerðing, heyrnarskerðing og fæðuinntökuvandi barna eru örfá dæmi um þau vandamál sem talmeinafræðingar sinna. Starf þeirra felst í því að greina vandann og leggja upp meðferðaráætlun sem getur bæði falið í sér sértæka þjálfun talmeinafræðings og/eða ráðgjöf til aðstandenda og fagaðila í umhverfi einstaklingsins. Þá starfa talmeinafræðingar oft sem hluti af teymi sem myndað hefur verið í kringum ákveðna hópa eða þjónustuform sem veitt er á stofnunum. Talmeinafræðingar í teymi Teymin geta verið misstór og innihaldið margar eða fáar fagstéttir en aðalstyrkurinn felst í því að virkja skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans. Greinarmunur er á fjölfaglegri og þverfaglegri teymisvinnu. Í fjölfaglegri teymisvinnu vinnur hver teymisliði að afmörkuðum hluta verkefnisins sem hann ber þá einn ábyrgð á og lausnin verður þannig summa þessara afmörkuðu hluta. Í þverfaglegri teymisvinnu horfa teymisliðar hins vegar heildrænt á verkefnið og leggja sína sérfræðiþekkingu fram og finna sameiginlega bestu lausnina. Hvor nálgunin hentar betur byggir á eðli verkefnisins en í flóknum málum getur heildræn þverfagleg nálgun þó skipt sköpum. Dæmi um starfsstöðvar talmeinafræðinga með sterka teymisvinnu eru t.d. Heyrnar- og talmeinastöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, Geðheilsumiðstöð barna, þjónustumiðstöðvar og skólaþjónustur sveitarfélaga og endurhæfingastofnanir s.s. Reykjalundur, Kristnes, Landspítali og Kjarkur endurhæfing. Hlutverk talmeinafræðinga í þverfaglegu teymi er misjafnt eftir vanda skjólstæðingsins en snýr oft að því að varpa ljósi á hvaða áhrif tal- og málvandi eða kyngingartregða hefur á líf hans og hvernig best sé að bregðast við honum. Hlutverk talmeinafræðings í teyminu snýr að góðri samvinnu við aðra í teyminu, þ.e. að hlusta vel og miðla upplýsingum sem snúa að hans sérfræðiþekkingu. Hlutverk hans er einnig að valdefla einstaklinginn og fjölskyldu hans, m.a. með því að auka skilning þeirra á stöðunni, ýta undir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og veita aðgang að bjargráðum og verkfærum sem styðja hann í fjölbreyttum aðstæðum. Talmeinafræðingar geta einnig verið sterkir málsvarar sinna skjólstæðinga og ættu að hafa frumkvæði að því að tala máli þeirra sem einstaklinga og sem hóps, við bæði þjónustuveitendur og ráðamenn. Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir átaki á samfélagsmiðlum þar sem vakin er athygli á innleggi talmeinafræðinga í þverfaglegri teymisvinnu. Þá má ítreka mikilvægi þess að stofnanir og stjórnvöld líti enn frekar til talmeinafræðinga í þverfaglegri sérfræðiþjónustu innan mennta- og heilbrigðisstofnana og fjárfesti í lífsgæðum barna og fullorðinna með tal og málmein. Höfundur er talmeinafræðingur og teymisstjóri í Kjarki endurhæfingu og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun