Sundlaugin fyllist á ný og bæjarbúar fagna Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 13:15 Íbúar á Þingeyri þurfa að bíða í einhverja daga enn áður en þeir stinga sér til sunds. Einhverja daga tekur að fylla laugina og ná réttu hitastigi. Ragnheiður Halla Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega. „Þetta er mikill gleðidagur. Sundlaugin er eins og félagsmiðstöð hérna í bænum. Heitu pottarnir og sánan hafa verið opin og hefur eldra fólkið komið á morgnana og aðrir eftir vinnu. En börnin hafa ekki komist í laugina síðan 16. október þegar lauginni var lokað,“ segir Ragnheiður Halla Ingadóttir, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður Halla Fréttir bárust af því í haust loka hafi þurft lauginni eftir að grunur kviknaði um leka. Kom í ljós að dúkurinn væri ónýtur enda kominn til ára sinna. Könnun leiddi þá í ljós að vatnsyfirborðið lækkaði um 25 sentimetra á einum sólarhring. Tekur einhverja daga að fylla laugina Ragnheiður Halla segir að einhverja daga komi til með að taka að fylla laugina og sömuleiðis að ná réttu hitastigi. „En þetta lítur svakalega vel út og við erum öll mjög spennt að komast aftur ofan í laugina okkar.“ Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins eða árið 1996 og því orðinn 28 ára gamall. Almennt hefur verið talað um að endingartími sé um tuttugu ár. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væru um tólf milljónir króna. Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Sundlaugar Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
„Þetta er mikill gleðidagur. Sundlaugin er eins og félagsmiðstöð hérna í bænum. Heitu pottarnir og sánan hafa verið opin og hefur eldra fólkið komið á morgnana og aðrir eftir vinnu. En börnin hafa ekki komist í laugina síðan 16. október þegar lauginni var lokað,“ segir Ragnheiður Halla Ingadóttir, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður Halla Fréttir bárust af því í haust loka hafi þurft lauginni eftir að grunur kviknaði um leka. Kom í ljós að dúkurinn væri ónýtur enda kominn til ára sinna. Könnun leiddi þá í ljós að vatnsyfirborðið lækkaði um 25 sentimetra á einum sólarhring. Tekur einhverja daga að fylla laugina Ragnheiður Halla segir að einhverja daga komi til með að taka að fylla laugina og sömuleiðis að ná réttu hitastigi. „En þetta lítur svakalega vel út og við erum öll mjög spennt að komast aftur ofan í laugina okkar.“ Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins eða árið 1996 og því orðinn 28 ára gamall. Almennt hefur verið talað um að endingartími sé um tuttugu ár. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væru um tólf milljónir króna. Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla
Sundlaugar Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49
Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46