Árinni kennir illur ræðari Oddur Steinarsson skrifar 4. mars 2024 12:30 Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsugæsla Oddur Steinarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun