Ferðatösku Laufeyjar stolið Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 20:43 Þrátt fyrir að hafa lent í töskuþjófnaði komst Laufey til Sviss þar sem hún fékk sér góðan bröns. Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld. Laufey greindi frá stuldinum í Instagram-sögu sinni í dag. Þar segist hún vona að þjófurinn njóti „vintage“ fata og bréfa frá aðdáendum hennar. Síðar í sögunni grínaðist Laufey með að hún væri ekki með nein nærföt en nóg af bröns. Laufey greindi frá þjófnaðinum í Instagram-sögu sinni. Laufey sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu spilaði í Milano á föstudag og hefur ætlað að njóta Ítalíu um helgina áður en hún ferðaðist til Sviss fyrir tónleikana í kvöld. Tónlistarkonan hefur fagnað hverjum stórum áfanganum á fætur öðrum frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, Everything I Know About Love, árið 2022. Í fyrra kom út önnur plata hennar, Bewitched, sem komst á efsta sæti bandaríska jazzlistansog skilaði henni Grammy-verðlaunum fyrir bestu hefðbundnu poppplötu núna í febrúar. Laufey var í gær nýjasti gestur hlaðvarpsins Rocket Hour sem goðsögnin Elton John heldur úti. Þau ræddu þar saman um tónlist hennar sem Elton fór sérstaklega fögrum orðum um tónlist hennar. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ sagði Laufey í hlaðvarpinu en eftir að Bewitched kom út hefur hún verið á nánast linnulausu tónleikaferðalagi. Fyrst fór Laufey og vítt og breitt um Bandaríkin og núna í febrúar hófst Evrópuhluti ferðalagsins. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er uppselt á alla tónleika ferðalagsins, þar á meðal á þrenna tónleika hennar í Eldborg í Hörpu í mars. Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu. Laufey Lín Ítalía Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00 Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Laufey greindi frá stuldinum í Instagram-sögu sinni í dag. Þar segist hún vona að þjófurinn njóti „vintage“ fata og bréfa frá aðdáendum hennar. Síðar í sögunni grínaðist Laufey með að hún væri ekki með nein nærföt en nóg af bröns. Laufey greindi frá þjófnaðinum í Instagram-sögu sinni. Laufey sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu spilaði í Milano á föstudag og hefur ætlað að njóta Ítalíu um helgina áður en hún ferðaðist til Sviss fyrir tónleikana í kvöld. Tónlistarkonan hefur fagnað hverjum stórum áfanganum á fætur öðrum frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, Everything I Know About Love, árið 2022. Í fyrra kom út önnur plata hennar, Bewitched, sem komst á efsta sæti bandaríska jazzlistansog skilaði henni Grammy-verðlaunum fyrir bestu hefðbundnu poppplötu núna í febrúar. Laufey var í gær nýjasti gestur hlaðvarpsins Rocket Hour sem goðsögnin Elton John heldur úti. Þau ræddu þar saman um tónlist hennar sem Elton fór sérstaklega fögrum orðum um tónlist hennar. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ sagði Laufey í hlaðvarpinu en eftir að Bewitched kom út hefur hún verið á nánast linnulausu tónleikaferðalagi. Fyrst fór Laufey og vítt og breitt um Bandaríkin og núna í febrúar hófst Evrópuhluti ferðalagsins. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er uppselt á alla tónleika ferðalagsins, þar á meðal á þrenna tónleika hennar í Eldborg í Hörpu í mars. Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu.
Laufey Lín Ítalía Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00 Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10
Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32