Íslenskur karlagönguhópur á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2024 21:04 Karlarnir, sem hittast á hverjum sunnudagsmorgni á Tenerife og ganga sjö til átta kílómetra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp. Hér eru við að tala um nokkra hressa karla á besta aldri, sem búa á Tenerife yfir vetrartímann og njóta veðurblíðunnar þar, enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinni hálku eða hvað þá snjó. Hópurinn gengur alla sunnudagsmorgna klukkan 10:00 sjö til átta kílómetra. Vinsælast er að ganga með fram ströndinni. En mega allir Íslendingar ganga með, karlar og konur líka eða hvernig er það? „Það hefur einhvern veginn þróast þannig að það eru bara karlar, konurnar vilja bara vera í saumaklúbbum og við getum verið í gönguhópnum,” segir Kjartan M. N. Sigríðarson stofnandi gönguhópsins og glottir við tönn. Og eruð þið að leysa heimsgátuna í þessum göngum? „Já, nei, við erum það kannski ekki, við erum með svona karlahjal, um sextugir menn og upp í sjötíu eitthvað, við höfum bara gaman af hlutunum, segjum gamansögur af lífi okkar og reynslu og bara hafa gaman,” segir Kjartan. Kjartan M.N.Sigríðarson stofnandi gönguhópsins á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan segist að allir karlarnir finni mikinn mun á skrokkunum á sér þegar þeir eru í hitanum á Tenerife. „Ég hvet þá sem eru slæmir í gigt eða skrokkunum og hafa stoðkerfisvandamál að koma hingað, þá er þetta besti staður í heimi.” Hvað segir þú með gönguhópinn, er ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, þetta er mjög fínt, þetta er alveg nauðsynlegt til að brjóta upp daginn,” segir Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum. Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum er mjög ánægður með hópinn og er duglegur að ganga með honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Heilsa Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Hér eru við að tala um nokkra hressa karla á besta aldri, sem búa á Tenerife yfir vetrartímann og njóta veðurblíðunnar þar, enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af neinni hálku eða hvað þá snjó. Hópurinn gengur alla sunnudagsmorgna klukkan 10:00 sjö til átta kílómetra. Vinsælast er að ganga með fram ströndinni. En mega allir Íslendingar ganga með, karlar og konur líka eða hvernig er það? „Það hefur einhvern veginn þróast þannig að það eru bara karlar, konurnar vilja bara vera í saumaklúbbum og við getum verið í gönguhópnum,” segir Kjartan M. N. Sigríðarson stofnandi gönguhópsins og glottir við tönn. Og eruð þið að leysa heimsgátuna í þessum göngum? „Já, nei, við erum það kannski ekki, við erum með svona karlahjal, um sextugir menn og upp í sjötíu eitthvað, við höfum bara gaman af hlutunum, segjum gamansögur af lífi okkar og reynslu og bara hafa gaman,” segir Kjartan. Kjartan M.N.Sigríðarson stofnandi gönguhópsins á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kjartan segist að allir karlarnir finni mikinn mun á skrokkunum á sér þegar þeir eru í hitanum á Tenerife. „Ég hvet þá sem eru slæmir í gigt eða skrokkunum og hafa stoðkerfisvandamál að koma hingað, þá er þetta besti staður í heimi.” Hvað segir þú með gönguhópinn, er ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, þetta er mjög fínt, þetta er alveg nauðsynlegt til að brjóta upp daginn,” segir Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum. Karl Sigmar Karlsson félagi í gönguhópnum er mjög ánægður með hópinn og er duglegur að ganga með honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Heilsa Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira