Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. mars 2024 09:59 Mynd af hjálpargögnum jórdanskra yfirvalda sem kastað er út úr flugvél yfir Gasa. Gagnrýnendur benda á að leiðin sé afar óskilvirk. EPA-EFE/MOHAMMED SABER Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að afar erfiðlega hafi gengið að koma hjálpargögnum til Palestínumanna. Hungursneyð og örbirgð ríki á Gasa ströndinni eftir hernað Ísraelsmanna undanfarna mánuði. Þá kemur fram að Ísraelsmenn verði fyrir auknum þrýstingi á alþjóðavettvangi um að rannsaka dráp hundrað almennra borgara á Gasa sem létust á fimmtudaginn í skothríð Ísraelshers þegar mannskari þusti að hjálpargögnum sem nýkomin voru á Gasa svæðið. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um ákvörðun sína um að koma hjálpargögnum til Gasa úr lofti eftir fund með Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Hann segir hræðilegt að horfa upp á mannsfallið. „Fólk er svo örvæntingarfullt að saklaust fólk lenti á milli í hræðilegu stríði og getur ekki fætt fjölskyldur sínar. Þið sáuð viðbrögðin þegar þeir reyndu að koma hjálpargögnum þangað,“ sagði Joe Biden. Hann segir Bandaríkin verða að gera meira og ætli að gera meira. „Á næstu dögum ætlum við með vinum okkar frá Jórdaníu og öðrum að fljúga inn hjálpargögnum til Gasa.“ Fram kemur í frétt Guardian að jórdönsk yfirvöld auk franskra yfirvalda hafi þegar nýtt þessa leið til að koma hjálpargögnum á Gasa. Gagnrýnendur hafa hinsvegar bent á að leiðin sé afar dýr og að afar erfitt, nánast óhugsandi, sé að tryggja að hjálpargögnin rati í réttar hendur þegar þau eru flutt með þessum hætti. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Palestína Hjálparstarf Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að afar erfiðlega hafi gengið að koma hjálpargögnum til Palestínumanna. Hungursneyð og örbirgð ríki á Gasa ströndinni eftir hernað Ísraelsmanna undanfarna mánuði. Þá kemur fram að Ísraelsmenn verði fyrir auknum þrýstingi á alþjóðavettvangi um að rannsaka dráp hundrað almennra borgara á Gasa sem létust á fimmtudaginn í skothríð Ísraelshers þegar mannskari þusti að hjálpargögnum sem nýkomin voru á Gasa svæðið. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um ákvörðun sína um að koma hjálpargögnum til Gasa úr lofti eftir fund með Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Hann segir hræðilegt að horfa upp á mannsfallið. „Fólk er svo örvæntingarfullt að saklaust fólk lenti á milli í hræðilegu stríði og getur ekki fætt fjölskyldur sínar. Þið sáuð viðbrögðin þegar þeir reyndu að koma hjálpargögnum þangað,“ sagði Joe Biden. Hann segir Bandaríkin verða að gera meira og ætli að gera meira. „Á næstu dögum ætlum við með vinum okkar frá Jórdaníu og öðrum að fljúga inn hjálpargögnum til Gasa.“ Fram kemur í frétt Guardian að jórdönsk yfirvöld auk franskra yfirvalda hafi þegar nýtt þessa leið til að koma hjálpargögnum á Gasa. Gagnrýnendur hafa hinsvegar bent á að leiðin sé afar dýr og að afar erfitt, nánast óhugsandi, sé að tryggja að hjálpargögnin rati í réttar hendur þegar þau eru flutt með þessum hætti.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Palestína Hjálparstarf Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira