Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. mars 2024 09:59 Mynd af hjálpargögnum jórdanskra yfirvalda sem kastað er út úr flugvél yfir Gasa. Gagnrýnendur benda á að leiðin sé afar óskilvirk. EPA-EFE/MOHAMMED SABER Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að afar erfiðlega hafi gengið að koma hjálpargögnum til Palestínumanna. Hungursneyð og örbirgð ríki á Gasa ströndinni eftir hernað Ísraelsmanna undanfarna mánuði. Þá kemur fram að Ísraelsmenn verði fyrir auknum þrýstingi á alþjóðavettvangi um að rannsaka dráp hundrað almennra borgara á Gasa sem létust á fimmtudaginn í skothríð Ísraelshers þegar mannskari þusti að hjálpargögnum sem nýkomin voru á Gasa svæðið. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um ákvörðun sína um að koma hjálpargögnum til Gasa úr lofti eftir fund með Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Hann segir hræðilegt að horfa upp á mannsfallið. „Fólk er svo örvæntingarfullt að saklaust fólk lenti á milli í hræðilegu stríði og getur ekki fætt fjölskyldur sínar. Þið sáuð viðbrögðin þegar þeir reyndu að koma hjálpargögnum þangað,“ sagði Joe Biden. Hann segir Bandaríkin verða að gera meira og ætli að gera meira. „Á næstu dögum ætlum við með vinum okkar frá Jórdaníu og öðrum að fljúga inn hjálpargögnum til Gasa.“ Fram kemur í frétt Guardian að jórdönsk yfirvöld auk franskra yfirvalda hafi þegar nýtt þessa leið til að koma hjálpargögnum á Gasa. Gagnrýnendur hafa hinsvegar bent á að leiðin sé afar dýr og að afar erfitt, nánast óhugsandi, sé að tryggja að hjálpargögnin rati í réttar hendur þegar þau eru flutt með þessum hætti. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Palestína Hjálparstarf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að afar erfiðlega hafi gengið að koma hjálpargögnum til Palestínumanna. Hungursneyð og örbirgð ríki á Gasa ströndinni eftir hernað Ísraelsmanna undanfarna mánuði. Þá kemur fram að Ísraelsmenn verði fyrir auknum þrýstingi á alþjóðavettvangi um að rannsaka dráp hundrað almennra borgara á Gasa sem létust á fimmtudaginn í skothríð Ísraelshers þegar mannskari þusti að hjálpargögnum sem nýkomin voru á Gasa svæðið. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um ákvörðun sína um að koma hjálpargögnum til Gasa úr lofti eftir fund með Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Hann segir hræðilegt að horfa upp á mannsfallið. „Fólk er svo örvæntingarfullt að saklaust fólk lenti á milli í hræðilegu stríði og getur ekki fætt fjölskyldur sínar. Þið sáuð viðbrögðin þegar þeir reyndu að koma hjálpargögnum þangað,“ sagði Joe Biden. Hann segir Bandaríkin verða að gera meira og ætli að gera meira. „Á næstu dögum ætlum við með vinum okkar frá Jórdaníu og öðrum að fljúga inn hjálpargögnum til Gasa.“ Fram kemur í frétt Guardian að jórdönsk yfirvöld auk franskra yfirvalda hafi þegar nýtt þessa leið til að koma hjálpargögnum á Gasa. Gagnrýnendur hafa hinsvegar bent á að leiðin sé afar dýr og að afar erfitt, nánast óhugsandi, sé að tryggja að hjálpargögnin rati í réttar hendur þegar þau eru flutt með þessum hætti.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Palestína Hjálparstarf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira