Lýsir yfir stuðningi við Bashar: „Ætlum við aldrei að læra neitt?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2024 08:56 Myndband Þrastar hefur vakið athygli. Tæplega tíu þúsund áhorf eru á því. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þröstur Leó Gunnarsson leikari fór hörðum orðum um þátttöku Íslands í Eurovision í ljósi átakanna á Gasa í stuðningsyfirlýsingu við Palestínumanninn Bashar Murad, sem hann birti á TikTok reikningi dóttur sinnar í gærkvöldi. Lokakvöld Söngvakeppni RÚV fer fram í kvöld. Samkvæmt vef EurovisionWorld er Palestínumanninum Bashar Murad spáð sigri með laginu Wild West. Þá er Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt vefnum. Miklar umræður hafa skapast vegna þátttöku Íslands í Eurovision meðan Ísrael fær að taka þátt. Hafa einhverjir heitið sniðgöngu en aðrir sagst ætla að fylgjast með Söngvakeppninni sem stuðningur við Bashar. Gagnrýnir aðgerðaleysi Þröstur Leó gagnrýndi þátttöku Íslands í keppninni í ljósi fjöldamorðanna sem nú fara fram á Gasa af völdum Ísraelshers. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Bashar, og sagðist ætla að styðja hann heils hugar þrátt fyrir að hann myndi ekki fylgjast með keppninni. „Ég get orðið svo ógeðslega reiður yfir öllu þessu rugli sem er í gangi. Það er verið að murka lífið úr konum, börnum og mönnum þarna úti í Palestínu,“ segir hann í upphafi. „Og við erum að fara að keppa í einhverri söngvakeppni, Eurovision söngvakeppni, þar sem Ísraelsmönnum er leyft að taka þátt bara eins og ekkert sé. Bara hæ,“ segir hann með hæðnistón í röddinni. „Og þetta er ömurlegt. Þetta er bara fáránlegt að þetta skuli geta skeð 2024. Ég veit ekki hvað, ætlum við aldrei að læra neitt? Og ætlum við bara að leyfa þetta? Við erum ekki einu sinni að sækja þetta fólk sem er með landvistarleyfi hérna á landinu.“ „Ætla að styðja hann þúsund prósent“ Þá segist hann hafa ákveðið að hann ætli ekki að fylgjast með keppninni, sem hann lýsir sem rugli. „En ég ætla hins vegar að styðja hann Bashar Murad. Já, ég ætla að gera það og það er mín sannfæring. Ég ætla að styðja hann margoft og ég ætla að styðja hann þúsund prósent,“ segir Þröstur. „En hugsið bara aðeins málið. Hugsið bara aðeins í hvaða stöðu þetta fólk er. Og eigum við að láta þetta bara viðgangast eins og bara, allt í gúddí? Nei,“ segir hann í lokin. Myndbandið má sjá hér að neðan. @worlds.most.punk.rockmom #palestine #fyp original sound Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Lokakvöld Söngvakeppni RÚV fer fram í kvöld. Samkvæmt vef EurovisionWorld er Palestínumanninum Bashar Murad spáð sigri með laginu Wild West. Þá er Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt vefnum. Miklar umræður hafa skapast vegna þátttöku Íslands í Eurovision meðan Ísrael fær að taka þátt. Hafa einhverjir heitið sniðgöngu en aðrir sagst ætla að fylgjast með Söngvakeppninni sem stuðningur við Bashar. Gagnrýnir aðgerðaleysi Þröstur Leó gagnrýndi þátttöku Íslands í keppninni í ljósi fjöldamorðanna sem nú fara fram á Gasa af völdum Ísraelshers. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Bashar, og sagðist ætla að styðja hann heils hugar þrátt fyrir að hann myndi ekki fylgjast með keppninni. „Ég get orðið svo ógeðslega reiður yfir öllu þessu rugli sem er í gangi. Það er verið að murka lífið úr konum, börnum og mönnum þarna úti í Palestínu,“ segir hann í upphafi. „Og við erum að fara að keppa í einhverri söngvakeppni, Eurovision söngvakeppni, þar sem Ísraelsmönnum er leyft að taka þátt bara eins og ekkert sé. Bara hæ,“ segir hann með hæðnistón í röddinni. „Og þetta er ömurlegt. Þetta er bara fáránlegt að þetta skuli geta skeð 2024. Ég veit ekki hvað, ætlum við aldrei að læra neitt? Og ætlum við bara að leyfa þetta? Við erum ekki einu sinni að sækja þetta fólk sem er með landvistarleyfi hérna á landinu.“ „Ætla að styðja hann þúsund prósent“ Þá segist hann hafa ákveðið að hann ætli ekki að fylgjast með keppninni, sem hann lýsir sem rugli. „En ég ætla hins vegar að styðja hann Bashar Murad. Já, ég ætla að gera það og það er mín sannfæring. Ég ætla að styðja hann margoft og ég ætla að styðja hann þúsund prósent,“ segir Þröstur. „En hugsið bara aðeins málið. Hugsið bara aðeins í hvaða stöðu þetta fólk er. Og eigum við að láta þetta bara viðgangast eins og bara, allt í gúddí? Nei,“ segir hann í lokin. Myndbandið má sjá hér að neðan. @worlds.most.punk.rockmom #palestine #fyp original sound
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38
Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01