Meistarar Víkings næstum búnir að missa annan lykilmann í atvinnumennsku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 07:01 Danijel Dejan Djuric var frábær þegar Víkingur rúllaði Bestu deildinni upp á síðasta ári. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var næstum genginn í raðir búlgarska stórliðsins Ludogorets á endanum gekk það ekki eftir vegna regluverks efstu deildar þar í landi. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, í viðtali við Fótbolti.net. „Þeir voru mjög áhugasamir en það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir,“ sagði Kári. Reglan sem hann nefnir snýr að fjölda erlendra leikmanna sem vekur athygli þar sem hinn 21 árs gamli Djuric er með búlgarskan ríkisborgararétt. Í viðtalinu við Fótbolti.net viðurkenndi Kári að hann skildi ekki 100 prósent hvað væri að annað en að þetta væri „vegabréfsvesen.“ Jafnframt staðfesti Kári að félögin hefðu náð saman en „svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka.“ Ludogorets voru nálagt því að fá Daniel Dejan Djuric frá Víkingum. Viðræður voru langt komnar en tilboðið féll ekki í gegn vegna regla um erlenda leikmenn. Sem er skrýtið - þar sem Djuric er með Búlgarskan ríkisborgararétt. pic.twitter.com/KBzvCt1CSk— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 29, 2024 Djuric hefur farið mikinn með Víkingum síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í deild og bikar. Áður en hann gekk í raðir Víkings lék Djuric með FC Midtjylland í Danmörku og Breiðabliki í yngri flokkum. Þá á hann að baki 3 A-landsleiki og 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 15 mörk. „Það vita allir hversu góðir Danijel er … Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og hefði verið flott fyrir leikmanninn, en það gekk ekki,“ sagði Kári að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni þann 6. apríl næstkomandi. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, í viðtali við Fótbolti.net. „Þeir voru mjög áhugasamir en það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir,“ sagði Kári. Reglan sem hann nefnir snýr að fjölda erlendra leikmanna sem vekur athygli þar sem hinn 21 árs gamli Djuric er með búlgarskan ríkisborgararétt. Í viðtalinu við Fótbolti.net viðurkenndi Kári að hann skildi ekki 100 prósent hvað væri að annað en að þetta væri „vegabréfsvesen.“ Jafnframt staðfesti Kári að félögin hefðu náð saman en „svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka.“ Ludogorets voru nálagt því að fá Daniel Dejan Djuric frá Víkingum. Viðræður voru langt komnar en tilboðið féll ekki í gegn vegna regla um erlenda leikmenn. Sem er skrýtið - þar sem Djuric er með Búlgarskan ríkisborgararétt. pic.twitter.com/KBzvCt1CSk— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 29, 2024 Djuric hefur farið mikinn með Víkingum síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í deild og bikar. Áður en hann gekk í raðir Víkings lék Djuric með FC Midtjylland í Danmörku og Breiðabliki í yngri flokkum. Þá á hann að baki 3 A-landsleiki og 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 15 mörk. „Það vita allir hversu góðir Danijel er … Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og hefði verið flott fyrir leikmanninn, en það gekk ekki,“ sagði Kári að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni þann 6. apríl næstkomandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira