Aldrei Rapyd, aldrei aftur Lára Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:31 Í gær skaut ísraelski herinn á Gaza á fólk sem stóð í röð og beið eftir að fá matargjöf. 112 voru drepin og 760 særð. Karlar, konur og börn. Þessi mikli fjöldi segir okkur að þetta var ekki slysaskot heldur skipulögð aftaka á vopnlausu fólki sem búið er að svelta. Nokkur börn hafa þegar dáið úr hungri og vannæringu. Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki. Rapyd hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við ísraelska herinn á Gaza en tekur líka beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum. Íslenska hugvitið sem Rapyd stærir sig af í auglýsingum sínum er nú notað til að hjálpa ísraelska hernum við að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þess vegna viljum við ekki eiga nein viðskipti við Rapyd. Aldrei nokkurn tímann. Tala látinna á Gaza er komin yfir 30 þúsund og flest þeirra eru börn. Særðir eru yfir 70 þúsund. Ísraelski herinn hefur sprengt alla innviði, hverju nafni sem þeir nefnast, skóla, sjúkrahús, vatnsveitur, rafmagnsveitur, moskur, söfn, barnaheimili og flest íbúðarhús. Ísraelskir hermenn pósta myndböndum af sér við að ræna öllu verðmætu á mannlausum heimilum á Gaza og eyðileggja allt þar inni. Skellihlæjandi. Rapyd hlær líka á leið í bankann því fyrirtækið er með milljarða samning við íslenska ríkið um færsluhirðingu ríkisstofnana. Það eru engin siðferðileg viðmið hjá Ríkiskaupum. Engin. En við getum neitað að borga með korti á sjúkrahúsum, hjá sýslumönnum og í skólum. Borgað í staðinn með reiðufé eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig Rapyd. Mörg íslensk fyrirtæki hafa hætt viðskiptum við Rapyd því þau vilja ekki skipta við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Listi yfir fyrirtæki sem skipta og skipta ekki við Rapyd er á hirdir.is. Mörg okkar getum ekki hugsað okkur að senda Rapyd peningana okkar. Við viljum ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Aldrei aftur. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í gær skaut ísraelski herinn á Gaza á fólk sem stóð í röð og beið eftir að fá matargjöf. 112 voru drepin og 760 særð. Karlar, konur og börn. Þessi mikli fjöldi segir okkur að þetta var ekki slysaskot heldur skipulögð aftaka á vopnlausu fólki sem búið er að svelta. Nokkur börn hafa þegar dáið úr hungri og vannæringu. Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki. Rapyd hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við ísraelska herinn á Gaza en tekur líka beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum. Íslenska hugvitið sem Rapyd stærir sig af í auglýsingum sínum er nú notað til að hjálpa ísraelska hernum við að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þess vegna viljum við ekki eiga nein viðskipti við Rapyd. Aldrei nokkurn tímann. Tala látinna á Gaza er komin yfir 30 þúsund og flest þeirra eru börn. Særðir eru yfir 70 þúsund. Ísraelski herinn hefur sprengt alla innviði, hverju nafni sem þeir nefnast, skóla, sjúkrahús, vatnsveitur, rafmagnsveitur, moskur, söfn, barnaheimili og flest íbúðarhús. Ísraelskir hermenn pósta myndböndum af sér við að ræna öllu verðmætu á mannlausum heimilum á Gaza og eyðileggja allt þar inni. Skellihlæjandi. Rapyd hlær líka á leið í bankann því fyrirtækið er með milljarða samning við íslenska ríkið um færsluhirðingu ríkisstofnana. Það eru engin siðferðileg viðmið hjá Ríkiskaupum. Engin. En við getum neitað að borga með korti á sjúkrahúsum, hjá sýslumönnum og í skólum. Borgað í staðinn með reiðufé eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig Rapyd. Mörg íslensk fyrirtæki hafa hætt viðskiptum við Rapyd því þau vilja ekki skipta við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Listi yfir fyrirtæki sem skipta og skipta ekki við Rapyd er á hirdir.is. Mörg okkar getum ekki hugsað okkur að senda Rapyd peningana okkar. Við viljum ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Aldrei aftur. Höfundur er grunnskólakennari.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun