Meira en milljarður manna þjáist af offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. mars 2024 07:13 Offita er áhættuþáttur þegar kemur að fjölda sjúkdómum. AgenciaZero.Net/Jorge Padeiro Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. Samkvæmt umfjöllun Guardian komu 1.500 vísindamenn að rannsókninni, sem var unnin af NCD Risk Factor Collaboration og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Niðurstöður hennar voru birtar í Lancet en þær sýndu að tíðni offitu meðal fullorðinna hefur tvöfaldast og fjórfaldast meðal barna. Tíðni offitu meðal stúlkna jókst úr 1,7 prósent árið 1990 í 6,9 prósent árið 2022 og meðal drengja úr 2,1 prósent í 9,3 prósent. Hjá konum jókst hlutfallið úr 8,8 prósent í 18,5 prósent og hjá körlum úr 4,8 prósent í 14 prósent. Fólk er talið þjást af offitu þegar BMI stuðull þess er 30 eða hærri en hann er reiknaður út frá hæð og þyngd og gefinn upp í fjölda kílóa á fermetra. Á sama tíma og tíðni offitu jókst gríðarlega hefur þeim fækkað sem eru í undirþyngd. Samkvæmt rannsókninni búa 880 milljónir fullorðinna og 159 milljónir barna í heiminum við offitu. Hlutfallið er hæst í Tonga, Samoa og Nauru, þar sem það er 60 prósent. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir það munu taka sameiginlegt átak stjórnvalda og samfélaga að ná markmiðum stofnunarinnar í baráttunni gegn offitu. Þá þurfi einkafyrirtæki í matvælaiðnaðinum einnig að koma að borðinu og draga verði þau til ábyrgðar vegna áhrifa vara þeirra. Hér má finna umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Guardian komu 1.500 vísindamenn að rannsókninni, sem var unnin af NCD Risk Factor Collaboration og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Niðurstöður hennar voru birtar í Lancet en þær sýndu að tíðni offitu meðal fullorðinna hefur tvöfaldast og fjórfaldast meðal barna. Tíðni offitu meðal stúlkna jókst úr 1,7 prósent árið 1990 í 6,9 prósent árið 2022 og meðal drengja úr 2,1 prósent í 9,3 prósent. Hjá konum jókst hlutfallið úr 8,8 prósent í 18,5 prósent og hjá körlum úr 4,8 prósent í 14 prósent. Fólk er talið þjást af offitu þegar BMI stuðull þess er 30 eða hærri en hann er reiknaður út frá hæð og þyngd og gefinn upp í fjölda kílóa á fermetra. Á sama tíma og tíðni offitu jókst gríðarlega hefur þeim fækkað sem eru í undirþyngd. Samkvæmt rannsókninni búa 880 milljónir fullorðinna og 159 milljónir barna í heiminum við offitu. Hlutfallið er hæst í Tonga, Samoa og Nauru, þar sem það er 60 prósent. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir það munu taka sameiginlegt átak stjórnvalda og samfélaga að ná markmiðum stofnunarinnar í baráttunni gegn offitu. Þá þurfi einkafyrirtæki í matvælaiðnaðinum einnig að koma að borðinu og draga verði þau til ábyrgðar vegna áhrifa vara þeirra. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira