Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. febrúar 2024 13:56 Aron Elís var að komast af stað eftir kviðmeiðsli þegar hann meiddist á ökkla í gær. Vísir/Hulda Margrét Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. Undir lok fyrri hálfleiks í leik gærdagsins steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli fyrir Óskar Örn Hauksson. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ segir Aron Elís í samtali við Vísi en af tóninum að dæma virtist hann ekki of áhyggjufullur. „Þetta er einhver tognun á ökkla, það er lítið komið í ljós. Ég fer í myndatöku sem fyrst og fátt hægt að segja þangað til. Bara eins og ökklatognanir eru er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er,“ segir Aron. Klippa: Aron Elís meiðist Aron hafði verið að glíma við kviðmeiðsli í vetur en hefur verið að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það eru honum því enn meiri vonbrigði að meiðast þegar hann var að komast aftur á fullan skrið. „Ég er búinn að fara varlega í gang og búinn að byggja upp mínútur. Þess vegna er mjög svekkjandi að þetta gerist í gær. Planið var að taka sextíu mínútur í gær og byggja ofan á það. En það fór sem fór,“ segir Aron Elís. Aron er ekki á hækjum en lætur þó reyna sem minnst á ökklann eftir höggið í gær. Frekari fregna er að vænta eftir myndatöku. 37 dagar í mót ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, eftir hörkuleik í Akraneshöllinni þar sem Nikolaj Hansen tryggði Víkingum stig með marki undir lok leiks. Víkingur er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti riðils fjögur í A-deild Lengjubikarsins. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli og unnið einn leik. ÍA er efst í riðlinum með stigi meira, líkt og KA. Rétt rúmur mánuður er þar til boltinn fer að rúlla í Bestu deild karla en Víkingar opna mótið laugardaginn 6. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Víkina. Víkingar eiga titil að verja eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra en Aron Elís var á meðal betri leikmanna liðsins eftir að hann samdi við uppeldisfélagið um mitt mót. Myndband af atvikinu þegar Aron meiðist má sjá að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks í leik gærdagsins steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli fyrir Óskar Örn Hauksson. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ segir Aron Elís í samtali við Vísi en af tóninum að dæma virtist hann ekki of áhyggjufullur. „Þetta er einhver tognun á ökkla, það er lítið komið í ljós. Ég fer í myndatöku sem fyrst og fátt hægt að segja þangað til. Bara eins og ökklatognanir eru er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er,“ segir Aron. Klippa: Aron Elís meiðist Aron hafði verið að glíma við kviðmeiðsli í vetur en hefur verið að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það eru honum því enn meiri vonbrigði að meiðast þegar hann var að komast aftur á fullan skrið. „Ég er búinn að fara varlega í gang og búinn að byggja upp mínútur. Þess vegna er mjög svekkjandi að þetta gerist í gær. Planið var að taka sextíu mínútur í gær og byggja ofan á það. En það fór sem fór,“ segir Aron Elís. Aron er ekki á hækjum en lætur þó reyna sem minnst á ökklann eftir höggið í gær. Frekari fregna er að vænta eftir myndatöku. 37 dagar í mót ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, eftir hörkuleik í Akraneshöllinni þar sem Nikolaj Hansen tryggði Víkingum stig með marki undir lok leiks. Víkingur er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti riðils fjögur í A-deild Lengjubikarsins. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli og unnið einn leik. ÍA er efst í riðlinum með stigi meira, líkt og KA. Rétt rúmur mánuður er þar til boltinn fer að rúlla í Bestu deild karla en Víkingar opna mótið laugardaginn 6. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Víkina. Víkingar eiga titil að verja eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra en Aron Elís var á meðal betri leikmanna liðsins eftir að hann samdi við uppeldisfélagið um mitt mót. Myndband af atvikinu þegar Aron meiðist má sjá að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira