Hagvöxtur 4,1 prósent í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 09:24 Megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári var raunaukning þjónustuútflutnings Vísir/Vilhelm Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum á vef Hagstofunnar. Þar segir að á fjórða ársfjórðungi hafi hægt á vexti hagkerfisins en aukning landsframleiðslunnar mældist 0,6 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Árstíðaleiðrétt breyting landsframleiðslunnar á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs mælist 0,9 prósent að raungildi. Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi verið raunaukning þjónustuútflutnings um 9,8 prósent. Janframt skiluðu hagstæðari vöruviðskipti og aukin sam-og einkaneysla jákvæðu framlagi. Þjóðarútgjöld, það er samtala neyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga, jukust um 1,2 prósent að raungildi samanborið 8,4 prósenta aukningu á milli 2021 og 2022. Eldsumbrot höfðu áhrif Þá segir í tilkynningu Hagstofu að þrátt fyrir að þjónustuútflutningur hafi verið megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi orðið skýr viðsnúningur á fjórða ársfjórðungi. Hann megi rekja til eldsumbrota á Reykjanesi. Þjónustuútflutningur á ársfjórðungnum dróst saman um 5,5 prósent að raunvirði eftir mikinn vöxt á fyrstu þremur ársfjórðungum. Á fjórða ársfjórðungi var einnig mikill samdráttur í vöruinnflutningi sem varð til þess að framlag vöru- og þjónustuviðskipta til landsframleiðslunnar var jákvætt á fjórðungnum. Verulegur samdráttur í einkaneyslu Þá kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3 prósent á fjórða ársfjórðungi að raunvirði frá sama tímabili árið og áður. Fyrir árið í heild er vöxturinn 0,5 prósent samanborið við 8,3 prósent vöxt árið þar á undan. Fram kemur að það það sé minnsti vöxtur einkaneyslunnar frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir liðir einkaneyslunnar sem drógust hvað mest saman á fjórða ársfjórðungi tengjast kaupum á ökutækjum, matvöru, fatnaði og skóm og áfengi auk þess sem einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt. Innlend neysla dróst almennt saman og væntingar heimilanna voru svartsýnni. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum þjóðhagsreikningum á vef Hagstofunnar. Þar segir að á fjórða ársfjórðungi hafi hægt á vexti hagkerfisins en aukning landsframleiðslunnar mældist 0,6 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Árstíðaleiðrétt breyting landsframleiðslunnar á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs mælist 0,9 prósent að raungildi. Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi verið raunaukning þjónustuútflutnings um 9,8 prósent. Janframt skiluðu hagstæðari vöruviðskipti og aukin sam-og einkaneysla jákvæðu framlagi. Þjóðarútgjöld, það er samtala neyslu, fjármunamyndunar og birgðabreytinga, jukust um 1,2 prósent að raungildi samanborið 8,4 prósenta aukningu á milli 2021 og 2022. Eldsumbrot höfðu áhrif Þá segir í tilkynningu Hagstofu að þrátt fyrir að þjónustuútflutningur hafi verið megindrifkraftur hagvaxtar á síðasta ári hafi orðið skýr viðsnúningur á fjórða ársfjórðungi. Hann megi rekja til eldsumbrota á Reykjanesi. Þjónustuútflutningur á ársfjórðungnum dróst saman um 5,5 prósent að raunvirði eftir mikinn vöxt á fyrstu þremur ársfjórðungum. Á fjórða ársfjórðungi var einnig mikill samdráttur í vöruinnflutningi sem varð til þess að framlag vöru- og þjónustuviðskipta til landsframleiðslunnar var jákvætt á fjórðungnum. Verulegur samdráttur í einkaneyslu Þá kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3 prósent á fjórða ársfjórðungi að raunvirði frá sama tímabili árið og áður. Fyrir árið í heild er vöxturinn 0,5 prósent samanborið við 8,3 prósent vöxt árið þar á undan. Fram kemur að það það sé minnsti vöxtur einkaneyslunnar frá árinu 2010 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir liðir einkaneyslunnar sem drógust hvað mest saman á fjórða ársfjórðungi tengjast kaupum á ökutækjum, matvöru, fatnaði og skóm og áfengi auk þess sem einkaneysluútgjöld vegna ferðalaga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt. Innlend neysla dróst almennt saman og væntingar heimilanna voru svartsýnni.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira