Aldís Ásta: Leiðinlegt að vera ekki valin á HM en gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 15:00 Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með KA/þór. Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir spilar sem atvinnumaður hjá sænska félaginu Skara og þekkir því vel sænska handboltann. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti Svíþjóð á Ásvöllum í kvöld í undankeppni EM. Þjóðirnar hafa báðar unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru í fyrsta og öðru sæti. Tvö efstu liðin komast á EM í desember. Leikurinn í Hafnarfirði gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum sæti á Evrópumótinu því fjórar bestu þjóðirnar í þriðja sætinu komast líka á EM 2024. Aldís Ásta spilar með liði Skara í Svíþjóð en hún lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari með liðinu áður en hún fór út. „Það er mjög skemmtilegt að vera í Svíþjóð og það er búið að ganga mjög vel síðustu tvo mánuði. Það var dálítið erfið byrjun hjá okkur en búið að ganga vel upp á síðkastið,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Klippa: Gaman að vera komin aftur í hópinn „Það er mjög gaman og mjög krefjandi að spila þarna. Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Mér líður því mjög vel í Skara,“ sagði Aldís Ásta. „Maður er auðvitað mikið frá fjölskyldu sinni og það hefur líka verið áskorun að læra sænskuna. Ég er samt nokkuð vegin komin með hana. Svo er bara að venjast handboltanum. Mér finnst hann aðeins hraðari og þær eru aðeins sterkari. Ég þarf að koma mér upp á það stig,“ sagði Aldís. Hún ætti að þekkja vel til liðsins sem íslensku stelpurnar eru að fara að mæta. „Þær eru tvær sem eru að spila í sænsku deildinni og ég þekki því eitthvað til þeirra. Svo er ég bara búin að vera fylgjast með,“ sagði Aldís. Hún var ekki með íslenska liðinu á HM en hvernig var að fylgjast með því? „Það er leiðinlegt að vera ekki valin en það var mjög gaman að horfa á stelpurnar og þær stóðu sig bara mjög vel. Það er gaman að vera komin aftur í hópinn,“ sagði Aldís. Hún var að framlengja samning sinn við sænska liðið. „Mér líður bara mjög vel og ég sé fram á það að ég geti þar bætti minn leik enn þá meira. Ég ákvað því að framlengja um eitt ár,“ sagði Aldís. Landslið karla í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti Svíþjóð á Ásvöllum í kvöld í undankeppni EM. Þjóðirnar hafa báðar unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru í fyrsta og öðru sæti. Tvö efstu liðin komast á EM í desember. Leikurinn í Hafnarfirði gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum sæti á Evrópumótinu því fjórar bestu þjóðirnar í þriðja sætinu komast líka á EM 2024. Aldís Ásta spilar með liði Skara í Svíþjóð en hún lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari með liðinu áður en hún fór út. „Það er mjög skemmtilegt að vera í Svíþjóð og það er búið að ganga mjög vel síðustu tvo mánuði. Það var dálítið erfið byrjun hjá okkur en búið að ganga vel upp á síðkastið,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Klippa: Gaman að vera komin aftur í hópinn „Það er mjög gaman og mjög krefjandi að spila þarna. Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Mér líður því mjög vel í Skara,“ sagði Aldís Ásta. „Maður er auðvitað mikið frá fjölskyldu sinni og það hefur líka verið áskorun að læra sænskuna. Ég er samt nokkuð vegin komin með hana. Svo er bara að venjast handboltanum. Mér finnst hann aðeins hraðari og þær eru aðeins sterkari. Ég þarf að koma mér upp á það stig,“ sagði Aldís. Hún ætti að þekkja vel til liðsins sem íslensku stelpurnar eru að fara að mæta. „Þær eru tvær sem eru að spila í sænsku deildinni og ég þekki því eitthvað til þeirra. Svo er ég bara búin að vera fylgjast með,“ sagði Aldís. Hún var ekki með íslenska liðinu á HM en hvernig var að fylgjast með því? „Það er leiðinlegt að vera ekki valin en það var mjög gaman að horfa á stelpurnar og þær stóðu sig bara mjög vel. Það er gaman að vera komin aftur í hópinn,“ sagði Aldís. Hún var að framlengja samning sinn við sænska liðið. „Mér líður bara mjög vel og ég sé fram á það að ég geti þar bætti minn leik enn þá meira. Ég ákvað því að framlengja um eitt ár,“ sagði Aldís.
Landslið karla í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira