Aldís Ásta: Leiðinlegt að vera ekki valin á HM en gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 15:00 Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með KA/þór. Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir spilar sem atvinnumaður hjá sænska félaginu Skara og þekkir því vel sænska handboltann. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti Svíþjóð á Ásvöllum í kvöld í undankeppni EM. Þjóðirnar hafa báðar unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru í fyrsta og öðru sæti. Tvö efstu liðin komast á EM í desember. Leikurinn í Hafnarfirði gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum sæti á Evrópumótinu því fjórar bestu þjóðirnar í þriðja sætinu komast líka á EM 2024. Aldís Ásta spilar með liði Skara í Svíþjóð en hún lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari með liðinu áður en hún fór út. „Það er mjög skemmtilegt að vera í Svíþjóð og það er búið að ganga mjög vel síðustu tvo mánuði. Það var dálítið erfið byrjun hjá okkur en búið að ganga vel upp á síðkastið,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Klippa: Gaman að vera komin aftur í hópinn „Það er mjög gaman og mjög krefjandi að spila þarna. Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Mér líður því mjög vel í Skara,“ sagði Aldís Ásta. „Maður er auðvitað mikið frá fjölskyldu sinni og það hefur líka verið áskorun að læra sænskuna. Ég er samt nokkuð vegin komin með hana. Svo er bara að venjast handboltanum. Mér finnst hann aðeins hraðari og þær eru aðeins sterkari. Ég þarf að koma mér upp á það stig,“ sagði Aldís. Hún ætti að þekkja vel til liðsins sem íslensku stelpurnar eru að fara að mæta. „Þær eru tvær sem eru að spila í sænsku deildinni og ég þekki því eitthvað til þeirra. Svo er ég bara búin að vera fylgjast með,“ sagði Aldís. Hún var ekki með íslenska liðinu á HM en hvernig var að fylgjast með því? „Það er leiðinlegt að vera ekki valin en það var mjög gaman að horfa á stelpurnar og þær stóðu sig bara mjög vel. Það er gaman að vera komin aftur í hópinn,“ sagði Aldís. Hún var að framlengja samning sinn við sænska liðið. „Mér líður bara mjög vel og ég sé fram á það að ég geti þar bætti minn leik enn þá meira. Ég ákvað því að framlengja um eitt ár,“ sagði Aldís. Landslið karla í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti Svíþjóð á Ásvöllum í kvöld í undankeppni EM. Þjóðirnar hafa báðar unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru í fyrsta og öðru sæti. Tvö efstu liðin komast á EM í desember. Leikurinn í Hafnarfirði gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum sæti á Evrópumótinu því fjórar bestu þjóðirnar í þriðja sætinu komast líka á EM 2024. Aldís Ásta spilar með liði Skara í Svíþjóð en hún lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari með liðinu áður en hún fór út. „Það er mjög skemmtilegt að vera í Svíþjóð og það er búið að ganga mjög vel síðustu tvo mánuði. Það var dálítið erfið byrjun hjá okkur en búið að ganga vel upp á síðkastið,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Klippa: Gaman að vera komin aftur í hópinn „Það er mjög gaman og mjög krefjandi að spila þarna. Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Mér líður því mjög vel í Skara,“ sagði Aldís Ásta. „Maður er auðvitað mikið frá fjölskyldu sinni og það hefur líka verið áskorun að læra sænskuna. Ég er samt nokkuð vegin komin með hana. Svo er bara að venjast handboltanum. Mér finnst hann aðeins hraðari og þær eru aðeins sterkari. Ég þarf að koma mér upp á það stig,“ sagði Aldís. Hún ætti að þekkja vel til liðsins sem íslensku stelpurnar eru að fara að mæta. „Þær eru tvær sem eru að spila í sænsku deildinni og ég þekki því eitthvað til þeirra. Svo er ég bara búin að vera fylgjast með,“ sagði Aldís. Hún var ekki með íslenska liðinu á HM en hvernig var að fylgjast með því? „Það er leiðinlegt að vera ekki valin en það var mjög gaman að horfa á stelpurnar og þær stóðu sig bara mjög vel. Það er gaman að vera komin aftur í hópinn,“ sagði Aldís. Hún var að framlengja samning sinn við sænska liðið. „Mér líður bara mjög vel og ég sé fram á það að ég geti þar bætti minn leik enn þá meira. Ég ákvað því að framlengja um eitt ár,“ sagði Aldís.
Landslið karla í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Sjá meira