Strætóáskorunin sem sumir þurfa að standast til að fá bílprófið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Formaður Ökukennarafélagsins telur að bæta ætti almenningssamgöngur á svæðinu við Ökuskóla 3. Fólk átti sig hreinlega ekki á því hvað þurfi að gera til að komast upp í húsnæðið, sem er í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Við spreyttum okkur á ferðalaginu í Íslandi í dag. Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira