Strætóáskorunin sem sumir þurfa að standast til að fá bílprófið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Formaður Ökukennarafélagsins telur að bæta ætti almenningssamgöngur á svæðinu við Ökuskóla 3. Fólk átti sig hreinlega ekki á því hvað þurfi að gera til að komast upp í húsnæðið, sem er í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Við spreyttum okkur á ferðalaginu í Íslandi í dag. Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira