Strætóáskorunin sem sumir þurfa að standast til að fá bílprófið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Formaður Ökukennarafélagsins telur að bæta ætti almenningssamgöngur á svæðinu við Ökuskóla 3. Fólk átti sig hreinlega ekki á því hvað þurfi að gera til að komast upp í húsnæðið, sem er í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Við spreyttum okkur á ferðalaginu í Íslandi í dag. Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira