Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 28. febrúar 2024 01:03 Rútan byrjuð að fara yfir á rangan vegarhelming. Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. „Ég var bara að keyra í bæinn og svo gerist þetta bara á fimm sekúndum. Rútan sveigir bara allt í einu inn á okkar vegahelming. Þar sem er járn á milli akreina sitthvoru megin við mig,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sólborg var rétt að koma að álverinu í Straumsvík á fjórða tímanum í dag þegar rútubílstjórinn fór yfir á öfugan vegarhelming. Hún telur líklega hafa munað þremur sekúndum að hún fengi rútuna framan á sig. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Atvikið má sjá í myndbandinu að neðan úr mælaborðsmyndavél Ísleifs Jónssonar. „Mér fannst í augnablikinu eins og vinnubíllinn fyrir framan hefði hemlað og hann hefði brugðist þannig við með því að fara yfir á hina akreinina. Hann hafði allan tímann í heiminum til að fara út í kant. Hann keyrði framhjá okkur mjög hratt,“ segir Sólborg greinilega brugðið. Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022.JCI „Ég held ég hafi verið bíll númer tvö sem mætti honum þarna. Það er nýbúið að vera banaslys þarna. Ég er reiðust yfir því að þetta sé ekki tvöfaldað. Ég sat í stjórn hópsins Stopp hingað og ekki lengra! sem hefur verið að berjast fyrir tvöfölduninni. Við fórum á fund með samgönguráðherra 2018-19 og ég veit ekki hver staðan er enn þá. Það eru banaslys sem gerast liggur við á hverju ári og runa af banaslysum bara núna í janúar og febrúar. Ég veit ekki hversu mikið þarf til.“ Mbl vakti fyrst athygli á aksturslagi rútunnar og ræddi við Harald Ingþórsson sem var nokkrum bílum fyrir aftan Sólborgu. Í bílnum með Haraldi var Vilhjálmur Magnússon sem fylgdist með rútunni í baksýnisspeglinum. „Vilhjálmur fylgdist svo með rútunni í baksýnisspeglinum og sá hana keyra áfram á öfugum vegarhelmingi eða alla vega svo langt sem hann náði að fylgja henni eftir í speglinum. Það kemur fljótlega þarna brekka og blindhæð fyrir aftan okkur en við vitum svo ekkert hvernig bílarnir sem komu á eftir okkur brugðust við,“ sagði Haraldur við Mbl. Líkt og Sólborgu var honum verulega brugðið. Umferðaröryggi Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir „Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11 Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16 Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Ég var bara að keyra í bæinn og svo gerist þetta bara á fimm sekúndum. Rútan sveigir bara allt í einu inn á okkar vegahelming. Þar sem er járn á milli akreina sitthvoru megin við mig,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sólborg var rétt að koma að álverinu í Straumsvík á fjórða tímanum í dag þegar rútubílstjórinn fór yfir á öfugan vegarhelming. Hún telur líklega hafa munað þremur sekúndum að hún fengi rútuna framan á sig. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Atvikið má sjá í myndbandinu að neðan úr mælaborðsmyndavél Ísleifs Jónssonar. „Mér fannst í augnablikinu eins og vinnubíllinn fyrir framan hefði hemlað og hann hefði brugðist þannig við með því að fara yfir á hina akreinina. Hann hafði allan tímann í heiminum til að fara út í kant. Hann keyrði framhjá okkur mjög hratt,“ segir Sólborg greinilega brugðið. Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022.JCI „Ég held ég hafi verið bíll númer tvö sem mætti honum þarna. Það er nýbúið að vera banaslys þarna. Ég er reiðust yfir því að þetta sé ekki tvöfaldað. Ég sat í stjórn hópsins Stopp hingað og ekki lengra! sem hefur verið að berjast fyrir tvöfölduninni. Við fórum á fund með samgönguráðherra 2018-19 og ég veit ekki hver staðan er enn þá. Það eru banaslys sem gerast liggur við á hverju ári og runa af banaslysum bara núna í janúar og febrúar. Ég veit ekki hversu mikið þarf til.“ Mbl vakti fyrst athygli á aksturslagi rútunnar og ræddi við Harald Ingþórsson sem var nokkrum bílum fyrir aftan Sólborgu. Í bílnum með Haraldi var Vilhjálmur Magnússon sem fylgdist með rútunni í baksýnisspeglinum. „Vilhjálmur fylgdist svo með rútunni í baksýnisspeglinum og sá hana keyra áfram á öfugum vegarhelmingi eða alla vega svo langt sem hann náði að fylgja henni eftir í speglinum. Það kemur fljótlega þarna brekka og blindhæð fyrir aftan okkur en við vitum svo ekkert hvernig bílarnir sem komu á eftir okkur brugðust við,“ sagði Haraldur við Mbl. Líkt og Sólborgu var honum verulega brugðið.
Umferðaröryggi Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir „Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11 Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16 Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11
Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16
Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02