Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 18:06 Oleg Orlov í dómsal í Moskvu í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Memorial hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022. Forsvarsmönnum samtakanna var gert að slíta rekstri þeirra árið 2021 af Hæstarétti Rússlands en dómarar byggðu ákvörðun sína á umdeildum lögum sem hafa ítrekað verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, auk sjálfstæðum fjölmiðlum, á undanförnum árum. Sjá einnig: Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Orlov brosti til stuðningsmanna sinna í dómshúsinu í Moskvu þegar hann var leiddur úr dómsal í járnum í dag. One of Russia s most prominent human rights campaigners Oleg Orlov led from court, handcuffed, sent to prison for repeatedly discrediting the Russian army. pic.twitter.com/QcndhafphD— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) February 27, 2024 Orlov skrifaði árið 2022 grein með titilinum „Þeir vildu fasisma. Þeir fengu hann.“ Í þeirri grein gagnrýndi hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og rússneskuþjóðina vegna innrásarinnar í Úkraínu og ódæða sem rússneskir hermenn hefðu framið þar. Þá sagði hann fólkið hafa valdið framtíð Rússlands miklum skaða. „Þjóðin sem losaði sig við kommúnískt alræði fyrir þrjátíu árum er aftur fallin í skugga alræðis, en nú er það í formi fasisma,“ skrifaði Orlov. Samkvæmt frétt New York Times var hann dæmdur til að greiða sekt vegna greinarinnar en málið var tekið upp aftur að kröfu saksóknara, sem sökuðu Orlov um hatur í garð hermanna. Fóru þeir fram á þriggja ára fangelsisdóm en eins og áður segir var Orlov dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar. Í dómsal sagðist Orlov saklaust og lýsti því yfir að ákærurnar gegn honum væru þvættingur. Hann sagðist í raun ekki átta sig ásökunum gegn sér og sagði dómstólinn ekki hafa getað útskýrt almennilega nákvæmlega hvað hann væri sakaður um, þrátt fyrir að hann hefði ítrekað krafist þess. 74 ára kona sektuð vegna blóma Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Samtökin OVD-Info, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi, sögðu frá því í dag að 74 ára gömul kona í Yekaterinburg hefði verið sektuð fyrir að leggja blóm á minnisvarða í minningu Alexei Navalní. 74- - . https://t.co/zoHckVFpLQ— - (@OvdInfo) February 27, 2024 Þá var lögmaðurinn sem aðstoðaði móður Navalní við að fá lík hans afhent handtekinn í dag og mun hann hafa verið sakaður um ólöglegt framferði, samkvæmt fjölmiðlum eystra. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Memorial hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022. Forsvarsmönnum samtakanna var gert að slíta rekstri þeirra árið 2021 af Hæstarétti Rússlands en dómarar byggðu ákvörðun sína á umdeildum lögum sem hafa ítrekað verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, auk sjálfstæðum fjölmiðlum, á undanförnum árum. Sjá einnig: Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Orlov brosti til stuðningsmanna sinna í dómshúsinu í Moskvu þegar hann var leiddur úr dómsal í járnum í dag. One of Russia s most prominent human rights campaigners Oleg Orlov led from court, handcuffed, sent to prison for repeatedly discrediting the Russian army. pic.twitter.com/QcndhafphD— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) February 27, 2024 Orlov skrifaði árið 2022 grein með titilinum „Þeir vildu fasisma. Þeir fengu hann.“ Í þeirri grein gagnrýndi hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og rússneskuþjóðina vegna innrásarinnar í Úkraínu og ódæða sem rússneskir hermenn hefðu framið þar. Þá sagði hann fólkið hafa valdið framtíð Rússlands miklum skaða. „Þjóðin sem losaði sig við kommúnískt alræði fyrir þrjátíu árum er aftur fallin í skugga alræðis, en nú er það í formi fasisma,“ skrifaði Orlov. Samkvæmt frétt New York Times var hann dæmdur til að greiða sekt vegna greinarinnar en málið var tekið upp aftur að kröfu saksóknara, sem sökuðu Orlov um hatur í garð hermanna. Fóru þeir fram á þriggja ára fangelsisdóm en eins og áður segir var Orlov dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar. Í dómsal sagðist Orlov saklaust og lýsti því yfir að ákærurnar gegn honum væru þvættingur. Hann sagðist í raun ekki átta sig ásökunum gegn sér og sagði dómstólinn ekki hafa getað útskýrt almennilega nákvæmlega hvað hann væri sakaður um, þrátt fyrir að hann hefði ítrekað krafist þess. 74 ára kona sektuð vegna blóma Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Samtökin OVD-Info, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi, sögðu frá því í dag að 74 ára gömul kona í Yekaterinburg hefði verið sektuð fyrir að leggja blóm á minnisvarða í minningu Alexei Navalní. 74- - . https://t.co/zoHckVFpLQ— - (@OvdInfo) February 27, 2024 Þá var lögmaðurinn sem aðstoðaði móður Navalní við að fá lík hans afhent handtekinn í dag og mun hann hafa verið sakaður um ólöglegt framferði, samkvæmt fjölmiðlum eystra.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56
Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01