Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Ak. 90-84 | Valskonur einar á toppi B-deildar Siggeir Ævarsson skrifar 27. febrúar 2024 21:51 vísir/Hulda Margrét Topplið B-deildar Subway-deildar kvenna mættust á Hlíðarenda í kvöld en bæði lið voru með 16 stig fyrir leikinn og því ljóst að sigurliðið myndi sitja eitt í toppsætinu að leik loknum. Leikurinn var afar hraður í byrjun og mikið skorað. Hvorugu liðinu tókst að búa til eitthvað forskot til að tala um. Heimakonur komust í 14-8 í byrjun og var það mesti munurinn á liðunum í fyrri hálfleik. Þórsarar komu til baka áður en leikhlutinn kláraðist, staðan 23-22 Valskonum í vil. Boðið var upp á meira af því sama í öðrum leikhluta og skiptust liðin á að ná eins til tveggja stiga forskoti. Lore Devos sá til þess að jafnt yrði á öllum tölum í hálfleik, 38-38, þegar hún skoraði síðustu körfu hálfsleiksins með kraftmiklu einstaklingsframtaki. Í þriðja leikhluta náðu heimakonur góðu áhlaupi undir lok hans og var munurinn kominn upp í tólf stig þegar mest var. Gestirnir náðu þó að klóra í bakkann og skoruðu fimm síðustu stig leikhlutans og komu þannig í veg fyrir að Valskonur myndu stinga af og leikurinn því áfram galopinn fyrir lokaátökin. Þórsarar fylgdu þessu áhlaupi eftir og minnkuðu muninn í tvö stig í upphafi fjórða leikhluta. Valskonur reyndust aftur á móti sterkari á lokasprettinum, náðu muninum aftur upp í tveggja stafa tölu og unnu að lokum 90-84. Það verður þó ekki tekið af Þórskonum að þær hættu aldrei að berjast og gáfu allt sitt í þennan leik. Af hverju vann Valur? Valskonur unnu þennan leik jafnt og þétt. Spiluðu ágætlega í fyrri hálfeik og enn betur í þeim seinni. Höfðu augljóslega trú á verkefninu og uppskáru eins og þær sáðu. Hverjar stóðu upp úr? Þær Tea Adams og Brooklyn Pannell voru með mjög áþekkar tölfræðilínur hjá Val. Adams með 21 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Pannell með 20 stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar. Þá átti Eydís Eva Þórisdóttir frábæra innkomu af bekknum og skoraði Hjá Þórsurum voru það erlendu leikmennirnir tveir sem drógu vagninn sóknarlega. Lore Devos skoraði 27 stig átta fráköst. Madison Sutton bauð svo upp á svokallað tröllatvennu og var raunar ekki langt frá þrefaldri tvennu. 17 stig frá henni, 19 fráköst og átta stoðsendingar. Hvað gerist næst? Liðin eiga leiki næst þann 12. mars. Þá taka Þórsarar á móti Snæfelli og Valskonur á móti Fjölni. Daníel Andri: „Þetta er búið að vera svolítið okkar saga á útivelli“ Daníel Andri Halldórsson, þjálfari ÞórsVísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, sagði að leikurinn hefði svolítið hlaupið frá hans konum í þriðja leikhluta þegar Valskonur ryksuguðu upp sóknarfráköst. „Það er þarna kafli í þriðja leikhluta þar sem að þær klikka úr örugglega þremur eða fjórum sniðskotum og við erum bara ekki klárar í fráköstin. Ekki að hlaupa til baka eða bara reiknum með að boltinn fari ofan í og erum bara ekki að klára sóknina. Ég held að þetta séu einhver níu stig eftir sóknarfráköst í röð. Þannig byrjun á leikhluta dregur úr manni orku og fókus. Það verður pirringur og ofan á það fær andstæðingurinn sjálfstraust í sínar aðgerðir.“ Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Þórs að það væri einhver uppgjöf í gangi inn á vellinum og Daníel tók undir það. Þær væru ýmsu vanar þegar kemur að því að lenda undir. „Við lentum tuttugu og eitthvað stigum undir hérna síðast og vissum að við gætum komist inn í þennan leik aftur. Við bara héldum áfram þangað til að leikurinn var búinn.“ Þórskonur skoruðu fimm síðustu stigin í leiknum þegar úrslitin voru í raun ráðin. Daníel viðurkenndi fúslega að hafa verið að hugsa um stöðu liðanna innbyrðis í lokin. „Alveg klárlega. Þetta er allavega orðið viðráðanlegt fyrir höllina á Akureyri þegar við fáum þær í síðustu umferðinni í þessari B-deild. Auðvitað var það alltaf plan B. Plan A var að koma hérna og vinna en þetta voru ágætis lokamínútur frá okkur til að gera þetta viðráðanlegt fyrir heimaleikinn.“ Daníel sagði að lokum að það væru margir ljósir punktar í leiknum þrátt fyrir tap. „Mér fannst við berjast mjög vel í þessum leik. Þær skjóta fjörutíu og eitthvað prósent úr þriggja og við tuttugu og fimm. Þetta er búið að vera svolítið okkar saga á útivelli. Við höfum verið að skjóta vel þó að skotin séu flest góð. Spilamennskan er svo sem bara ágæt og mér fannst stelpurnar leysa nokkuð vel úr flestu fyrir utan urmul af töpuðum boltum. Það er fullt jákvætt að taka úr þessu.“ Subway-deild kvenna Valur Þór Akureyri
Topplið B-deildar Subway-deildar kvenna mættust á Hlíðarenda í kvöld en bæði lið voru með 16 stig fyrir leikinn og því ljóst að sigurliðið myndi sitja eitt í toppsætinu að leik loknum. Leikurinn var afar hraður í byrjun og mikið skorað. Hvorugu liðinu tókst að búa til eitthvað forskot til að tala um. Heimakonur komust í 14-8 í byrjun og var það mesti munurinn á liðunum í fyrri hálfleik. Þórsarar komu til baka áður en leikhlutinn kláraðist, staðan 23-22 Valskonum í vil. Boðið var upp á meira af því sama í öðrum leikhluta og skiptust liðin á að ná eins til tveggja stiga forskoti. Lore Devos sá til þess að jafnt yrði á öllum tölum í hálfleik, 38-38, þegar hún skoraði síðustu körfu hálfsleiksins með kraftmiklu einstaklingsframtaki. Í þriðja leikhluta náðu heimakonur góðu áhlaupi undir lok hans og var munurinn kominn upp í tólf stig þegar mest var. Gestirnir náðu þó að klóra í bakkann og skoruðu fimm síðustu stig leikhlutans og komu þannig í veg fyrir að Valskonur myndu stinga af og leikurinn því áfram galopinn fyrir lokaátökin. Þórsarar fylgdu þessu áhlaupi eftir og minnkuðu muninn í tvö stig í upphafi fjórða leikhluta. Valskonur reyndust aftur á móti sterkari á lokasprettinum, náðu muninum aftur upp í tveggja stafa tölu og unnu að lokum 90-84. Það verður þó ekki tekið af Þórskonum að þær hættu aldrei að berjast og gáfu allt sitt í þennan leik. Af hverju vann Valur? Valskonur unnu þennan leik jafnt og þétt. Spiluðu ágætlega í fyrri hálfeik og enn betur í þeim seinni. Höfðu augljóslega trú á verkefninu og uppskáru eins og þær sáðu. Hverjar stóðu upp úr? Þær Tea Adams og Brooklyn Pannell voru með mjög áþekkar tölfræðilínur hjá Val. Adams með 21 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Pannell með 20 stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar. Þá átti Eydís Eva Þórisdóttir frábæra innkomu af bekknum og skoraði Hjá Þórsurum voru það erlendu leikmennirnir tveir sem drógu vagninn sóknarlega. Lore Devos skoraði 27 stig átta fráköst. Madison Sutton bauð svo upp á svokallað tröllatvennu og var raunar ekki langt frá þrefaldri tvennu. 17 stig frá henni, 19 fráköst og átta stoðsendingar. Hvað gerist næst? Liðin eiga leiki næst þann 12. mars. Þá taka Þórsarar á móti Snæfelli og Valskonur á móti Fjölni. Daníel Andri: „Þetta er búið að vera svolítið okkar saga á útivelli“ Daníel Andri Halldórsson, þjálfari ÞórsVísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, sagði að leikurinn hefði svolítið hlaupið frá hans konum í þriðja leikhluta þegar Valskonur ryksuguðu upp sóknarfráköst. „Það er þarna kafli í þriðja leikhluta þar sem að þær klikka úr örugglega þremur eða fjórum sniðskotum og við erum bara ekki klárar í fráköstin. Ekki að hlaupa til baka eða bara reiknum með að boltinn fari ofan í og erum bara ekki að klára sóknina. Ég held að þetta séu einhver níu stig eftir sóknarfráköst í röð. Þannig byrjun á leikhluta dregur úr manni orku og fókus. Það verður pirringur og ofan á það fær andstæðingurinn sjálfstraust í sínar aðgerðir.“ Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Þórs að það væri einhver uppgjöf í gangi inn á vellinum og Daníel tók undir það. Þær væru ýmsu vanar þegar kemur að því að lenda undir. „Við lentum tuttugu og eitthvað stigum undir hérna síðast og vissum að við gætum komist inn í þennan leik aftur. Við bara héldum áfram þangað til að leikurinn var búinn.“ Þórskonur skoruðu fimm síðustu stigin í leiknum þegar úrslitin voru í raun ráðin. Daníel viðurkenndi fúslega að hafa verið að hugsa um stöðu liðanna innbyrðis í lokin. „Alveg klárlega. Þetta er allavega orðið viðráðanlegt fyrir höllina á Akureyri þegar við fáum þær í síðustu umferðinni í þessari B-deild. Auðvitað var það alltaf plan B. Plan A var að koma hérna og vinna en þetta voru ágætis lokamínútur frá okkur til að gera þetta viðráðanlegt fyrir heimaleikinn.“ Daníel sagði að lokum að það væru margir ljósir punktar í leiknum þrátt fyrir tap. „Mér fannst við berjast mjög vel í þessum leik. Þær skjóta fjörutíu og eitthvað prósent úr þriggja og við tuttugu og fimm. Þetta er búið að vera svolítið okkar saga á útivelli. Við höfum verið að skjóta vel þó að skotin séu flest góð. Spilamennskan er svo sem bara ágæt og mér fannst stelpurnar leysa nokkuð vel úr flestu fyrir utan urmul af töpuðum boltum. Það er fullt jákvætt að taka úr þessu.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti