Er blóðsykurinn þinn versti óvinur? Dögg Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 12:01 Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans. Hjá einstaklingum með sykursýki 1 er insúlínframleiðsla af skornum skammti. Þeir sem hafa sykursýki 2 er insúlínframleiðsla til staðar en virkni insúlínsins skert. Leitast er þá við að auka framleiðslu insúlíns enn frekar, þar til brisið gefur sig, framleiðsla lækkar og blóðsykur hækkar. Ákveðin matvæli hækka blóðsykur meira en önnur. Sé blóðsykur oft hár eykur það líkur á sykursýki 2. Hafir þú áhyggjur af blóðsykri er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. Af hverju sílesandi blóðsykursmælar? Sala sílesandi blóðsykursmæla hefur aukist verulega enda með aukinni blóðsykurshræðslu er möguleiki á að græða. Mælarnir eru festir á húð, lesa magn blóðsykurs og sendir niðurstöðurnar í símann. Mikilvæg tæki fyrir þá sem hafa sykursýki. Undanfarið hafa mælarnir verið markaðssettir fyrir þá sem vilja efla heilsu, tækla orkuleysið, heilaþokuna, kveðja aukakílóin og auka afköst í íþróttum. Markhópurinn er hinn almenni einstaklingur sem er umhugað um heilsuna sem er á sama tíma sá hópur fólks sem almennt þykir ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Selja lausnina með að ala á ótta og hræðslu Til að selja lausnina þarf að skapa óttann. Hvert vandamálið á fætur öðru er talið upp. Sykurfíkn, síþreyta, snarlþörf, heilaþoka, krabbamein, alzheimer, hjartasjúkdómar og meira að segja kvef.Samkvæmt þessu er blóðsykurinn okkar helsta heilsufarsógn. Bækur hafa verið gefnar út þar sem settar eru fram byltingarkenndar lausnir sem eiga að bjarga öllu á nokkrum vikum með tíu hollráðum. Eina sem þú þarft að gera er bara að kaupa bækurnar, jú og kannski best að kaupa mæli líka, til að vera alveg viss. Jafnvel blóðsykurstillandi fæðubótarefni líka, þó vissulega sé engin vísindaleg sönnun fyrir virkni þess. En hvað vitum við í raun og veru? Staðaþekkingar í dag styður ekki við þessar gríðarlega stóru fullyrðingar sem settar hafa verið fram af hálfu þessara einstaklinga. Þær rannsóknir sem við höfum á blóðsykursmælingum eru byggðar á einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar með sjúkdóma hafa oft allt aðrar næringarþarfir en heilbrigðir, enda starfsemi líkamans öðruvísi. Skoðum þetta nánar. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga 2019-2021 sýnir að heildarneysla kolvetna hefur farið úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að 45-60% heildarorku séu kolvetni. En líkaminn treystir á kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Það er því ekki skrítið að finna fyrir orkuleysi, síþreytu og naslþörf ef við gefum ekki líkamanum þá orku sem hann þarf. Þegar við nærum ekki líkamann kallar hann enn hærra. Það getur því valdið því að við sækjum í orkuríkari en næringasnauðari mat í meira magni sem hægt væri að rangtúlka sem sykurfíkn. Sama landskönnun sýndi að samanlögð grænmetis- og ávaxtaneysla var 213 g að meðaltali, en ráðlögð eru 500 g á dag, sem aðeins 2% þátttakenda náðu. Auk þess voru aðeins 27% þátttakenda sem náðu ráðlögðum 70 g af heilkornum á dag. En það eru næringarrík kolvetni sem rannsóknir hafa sýnt fram á heilsueflandi áhrif og minnki líkur á krabbameinum og sykursýki 2. Trefjaneysla hefur einnig farið niður í 16 g að meðaltali, en ráðlagt er að ná allavega 25 g á dag. Trefjar eru kolvetni sem eru ómeltanleg, en ekki síður mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ráðlögð neysla trefja styður við örveruflóruna og dregur úr líkum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Trefjar hafa marga fleiri kosti og auka má trefjaneyslu með auknu plöntufæði. Blessað kvefið er veirusjúkdómur, sem ekkert tengist blóðsykri en hinsvegar má efla ónæmiskerfið með góðu næringarástandi. Raunin er sú að eitt næringarefni er ekki yfir önnur hafin, þetta er fallegt samspil sem virkar best með fjölbreyttu mataræði. Ég legg hér áherslu á kolvetni aðeins vegna þeirrar áróðursherferðar sem það hefur orðið fyrir. Mataræði íslendinga er ekki í takt við ráðleggingar embætti landlæknis. Ráðleggingar sem eru vandlega settar saman af sérfræðingum og byggja á fjölda rannsókna og sterkum vísindalegum rökum. Skammtíma matarkúrar og áráttuhegðun á mat er fæstum hollt og getur haft í för með sér skaðlegar afleiðingar til lengdar. Vænlegra til árangurs er að reyna að auka fjölbreytni í mataræðinu og vera gagnrýnin á galdralausnir. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans. Hjá einstaklingum með sykursýki 1 er insúlínframleiðsla af skornum skammti. Þeir sem hafa sykursýki 2 er insúlínframleiðsla til staðar en virkni insúlínsins skert. Leitast er þá við að auka framleiðslu insúlíns enn frekar, þar til brisið gefur sig, framleiðsla lækkar og blóðsykur hækkar. Ákveðin matvæli hækka blóðsykur meira en önnur. Sé blóðsykur oft hár eykur það líkur á sykursýki 2. Hafir þú áhyggjur af blóðsykri er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. Af hverju sílesandi blóðsykursmælar? Sala sílesandi blóðsykursmæla hefur aukist verulega enda með aukinni blóðsykurshræðslu er möguleiki á að græða. Mælarnir eru festir á húð, lesa magn blóðsykurs og sendir niðurstöðurnar í símann. Mikilvæg tæki fyrir þá sem hafa sykursýki. Undanfarið hafa mælarnir verið markaðssettir fyrir þá sem vilja efla heilsu, tækla orkuleysið, heilaþokuna, kveðja aukakílóin og auka afköst í íþróttum. Markhópurinn er hinn almenni einstaklingur sem er umhugað um heilsuna sem er á sama tíma sá hópur fólks sem almennt þykir ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Selja lausnina með að ala á ótta og hræðslu Til að selja lausnina þarf að skapa óttann. Hvert vandamálið á fætur öðru er talið upp. Sykurfíkn, síþreyta, snarlþörf, heilaþoka, krabbamein, alzheimer, hjartasjúkdómar og meira að segja kvef.Samkvæmt þessu er blóðsykurinn okkar helsta heilsufarsógn. Bækur hafa verið gefnar út þar sem settar eru fram byltingarkenndar lausnir sem eiga að bjarga öllu á nokkrum vikum með tíu hollráðum. Eina sem þú þarft að gera er bara að kaupa bækurnar, jú og kannski best að kaupa mæli líka, til að vera alveg viss. Jafnvel blóðsykurstillandi fæðubótarefni líka, þó vissulega sé engin vísindaleg sönnun fyrir virkni þess. En hvað vitum við í raun og veru? Staðaþekkingar í dag styður ekki við þessar gríðarlega stóru fullyrðingar sem settar hafa verið fram af hálfu þessara einstaklinga. Þær rannsóknir sem við höfum á blóðsykursmælingum eru byggðar á einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar með sjúkdóma hafa oft allt aðrar næringarþarfir en heilbrigðir, enda starfsemi líkamans öðruvísi. Skoðum þetta nánar. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga 2019-2021 sýnir að heildarneysla kolvetna hefur farið úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að 45-60% heildarorku séu kolvetni. En líkaminn treystir á kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Það er því ekki skrítið að finna fyrir orkuleysi, síþreytu og naslþörf ef við gefum ekki líkamanum þá orku sem hann þarf. Þegar við nærum ekki líkamann kallar hann enn hærra. Það getur því valdið því að við sækjum í orkuríkari en næringasnauðari mat í meira magni sem hægt væri að rangtúlka sem sykurfíkn. Sama landskönnun sýndi að samanlögð grænmetis- og ávaxtaneysla var 213 g að meðaltali, en ráðlögð eru 500 g á dag, sem aðeins 2% þátttakenda náðu. Auk þess voru aðeins 27% þátttakenda sem náðu ráðlögðum 70 g af heilkornum á dag. En það eru næringarrík kolvetni sem rannsóknir hafa sýnt fram á heilsueflandi áhrif og minnki líkur á krabbameinum og sykursýki 2. Trefjaneysla hefur einnig farið niður í 16 g að meðaltali, en ráðlagt er að ná allavega 25 g á dag. Trefjar eru kolvetni sem eru ómeltanleg, en ekki síður mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ráðlögð neysla trefja styður við örveruflóruna og dregur úr líkum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Trefjar hafa marga fleiri kosti og auka má trefjaneyslu með auknu plöntufæði. Blessað kvefið er veirusjúkdómur, sem ekkert tengist blóðsykri en hinsvegar má efla ónæmiskerfið með góðu næringarástandi. Raunin er sú að eitt næringarefni er ekki yfir önnur hafin, þetta er fallegt samspil sem virkar best með fjölbreyttu mataræði. Ég legg hér áherslu á kolvetni aðeins vegna þeirrar áróðursherferðar sem það hefur orðið fyrir. Mataræði íslendinga er ekki í takt við ráðleggingar embætti landlæknis. Ráðleggingar sem eru vandlega settar saman af sérfræðingum og byggja á fjölda rannsókna og sterkum vísindalegum rökum. Skammtíma matarkúrar og áráttuhegðun á mat er fæstum hollt og getur haft í för með sér skaðlegar afleiðingar til lengdar. Vænlegra til árangurs er að reyna að auka fjölbreytni í mataræðinu og vera gagnrýnin á galdralausnir. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar