Er blóðsykurinn þinn versti óvinur? Dögg Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 12:01 Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans. Hjá einstaklingum með sykursýki 1 er insúlínframleiðsla af skornum skammti. Þeir sem hafa sykursýki 2 er insúlínframleiðsla til staðar en virkni insúlínsins skert. Leitast er þá við að auka framleiðslu insúlíns enn frekar, þar til brisið gefur sig, framleiðsla lækkar og blóðsykur hækkar. Ákveðin matvæli hækka blóðsykur meira en önnur. Sé blóðsykur oft hár eykur það líkur á sykursýki 2. Hafir þú áhyggjur af blóðsykri er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. Af hverju sílesandi blóðsykursmælar? Sala sílesandi blóðsykursmæla hefur aukist verulega enda með aukinni blóðsykurshræðslu er möguleiki á að græða. Mælarnir eru festir á húð, lesa magn blóðsykurs og sendir niðurstöðurnar í símann. Mikilvæg tæki fyrir þá sem hafa sykursýki. Undanfarið hafa mælarnir verið markaðssettir fyrir þá sem vilja efla heilsu, tækla orkuleysið, heilaþokuna, kveðja aukakílóin og auka afköst í íþróttum. Markhópurinn er hinn almenni einstaklingur sem er umhugað um heilsuna sem er á sama tíma sá hópur fólks sem almennt þykir ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Selja lausnina með að ala á ótta og hræðslu Til að selja lausnina þarf að skapa óttann. Hvert vandamálið á fætur öðru er talið upp. Sykurfíkn, síþreyta, snarlþörf, heilaþoka, krabbamein, alzheimer, hjartasjúkdómar og meira að segja kvef.Samkvæmt þessu er blóðsykurinn okkar helsta heilsufarsógn. Bækur hafa verið gefnar út þar sem settar eru fram byltingarkenndar lausnir sem eiga að bjarga öllu á nokkrum vikum með tíu hollráðum. Eina sem þú þarft að gera er bara að kaupa bækurnar, jú og kannski best að kaupa mæli líka, til að vera alveg viss. Jafnvel blóðsykurstillandi fæðubótarefni líka, þó vissulega sé engin vísindaleg sönnun fyrir virkni þess. En hvað vitum við í raun og veru? Staðaþekkingar í dag styður ekki við þessar gríðarlega stóru fullyrðingar sem settar hafa verið fram af hálfu þessara einstaklinga. Þær rannsóknir sem við höfum á blóðsykursmælingum eru byggðar á einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar með sjúkdóma hafa oft allt aðrar næringarþarfir en heilbrigðir, enda starfsemi líkamans öðruvísi. Skoðum þetta nánar. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga 2019-2021 sýnir að heildarneysla kolvetna hefur farið úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að 45-60% heildarorku séu kolvetni. En líkaminn treystir á kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Það er því ekki skrítið að finna fyrir orkuleysi, síþreytu og naslþörf ef við gefum ekki líkamanum þá orku sem hann þarf. Þegar við nærum ekki líkamann kallar hann enn hærra. Það getur því valdið því að við sækjum í orkuríkari en næringasnauðari mat í meira magni sem hægt væri að rangtúlka sem sykurfíkn. Sama landskönnun sýndi að samanlögð grænmetis- og ávaxtaneysla var 213 g að meðaltali, en ráðlögð eru 500 g á dag, sem aðeins 2% þátttakenda náðu. Auk þess voru aðeins 27% þátttakenda sem náðu ráðlögðum 70 g af heilkornum á dag. En það eru næringarrík kolvetni sem rannsóknir hafa sýnt fram á heilsueflandi áhrif og minnki líkur á krabbameinum og sykursýki 2. Trefjaneysla hefur einnig farið niður í 16 g að meðaltali, en ráðlagt er að ná allavega 25 g á dag. Trefjar eru kolvetni sem eru ómeltanleg, en ekki síður mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ráðlögð neysla trefja styður við örveruflóruna og dregur úr líkum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Trefjar hafa marga fleiri kosti og auka má trefjaneyslu með auknu plöntufæði. Blessað kvefið er veirusjúkdómur, sem ekkert tengist blóðsykri en hinsvegar má efla ónæmiskerfið með góðu næringarástandi. Raunin er sú að eitt næringarefni er ekki yfir önnur hafin, þetta er fallegt samspil sem virkar best með fjölbreyttu mataræði. Ég legg hér áherslu á kolvetni aðeins vegna þeirrar áróðursherferðar sem það hefur orðið fyrir. Mataræði íslendinga er ekki í takt við ráðleggingar embætti landlæknis. Ráðleggingar sem eru vandlega settar saman af sérfræðingum og byggja á fjölda rannsókna og sterkum vísindalegum rökum. Skammtíma matarkúrar og áráttuhegðun á mat er fæstum hollt og getur haft í för með sér skaðlegar afleiðingar til lengdar. Vænlegra til árangurs er að reyna að auka fjölbreytni í mataræðinu og vera gagnrýnin á galdralausnir. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans. Hjá einstaklingum með sykursýki 1 er insúlínframleiðsla af skornum skammti. Þeir sem hafa sykursýki 2 er insúlínframleiðsla til staðar en virkni insúlínsins skert. Leitast er þá við að auka framleiðslu insúlíns enn frekar, þar til brisið gefur sig, framleiðsla lækkar og blóðsykur hækkar. Ákveðin matvæli hækka blóðsykur meira en önnur. Sé blóðsykur oft hár eykur það líkur á sykursýki 2. Hafir þú áhyggjur af blóðsykri er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. Af hverju sílesandi blóðsykursmælar? Sala sílesandi blóðsykursmæla hefur aukist verulega enda með aukinni blóðsykurshræðslu er möguleiki á að græða. Mælarnir eru festir á húð, lesa magn blóðsykurs og sendir niðurstöðurnar í símann. Mikilvæg tæki fyrir þá sem hafa sykursýki. Undanfarið hafa mælarnir verið markaðssettir fyrir þá sem vilja efla heilsu, tækla orkuleysið, heilaþokuna, kveðja aukakílóin og auka afköst í íþróttum. Markhópurinn er hinn almenni einstaklingur sem er umhugað um heilsuna sem er á sama tíma sá hópur fólks sem almennt þykir ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Selja lausnina með að ala á ótta og hræðslu Til að selja lausnina þarf að skapa óttann. Hvert vandamálið á fætur öðru er talið upp. Sykurfíkn, síþreyta, snarlþörf, heilaþoka, krabbamein, alzheimer, hjartasjúkdómar og meira að segja kvef.Samkvæmt þessu er blóðsykurinn okkar helsta heilsufarsógn. Bækur hafa verið gefnar út þar sem settar eru fram byltingarkenndar lausnir sem eiga að bjarga öllu á nokkrum vikum með tíu hollráðum. Eina sem þú þarft að gera er bara að kaupa bækurnar, jú og kannski best að kaupa mæli líka, til að vera alveg viss. Jafnvel blóðsykurstillandi fæðubótarefni líka, þó vissulega sé engin vísindaleg sönnun fyrir virkni þess. En hvað vitum við í raun og veru? Staðaþekkingar í dag styður ekki við þessar gríðarlega stóru fullyrðingar sem settar hafa verið fram af hálfu þessara einstaklinga. Þær rannsóknir sem við höfum á blóðsykursmælingum eru byggðar á einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar með sjúkdóma hafa oft allt aðrar næringarþarfir en heilbrigðir, enda starfsemi líkamans öðruvísi. Skoðum þetta nánar. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga 2019-2021 sýnir að heildarneysla kolvetna hefur farið úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að 45-60% heildarorku séu kolvetni. En líkaminn treystir á kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Það er því ekki skrítið að finna fyrir orkuleysi, síþreytu og naslþörf ef við gefum ekki líkamanum þá orku sem hann þarf. Þegar við nærum ekki líkamann kallar hann enn hærra. Það getur því valdið því að við sækjum í orkuríkari en næringasnauðari mat í meira magni sem hægt væri að rangtúlka sem sykurfíkn. Sama landskönnun sýndi að samanlögð grænmetis- og ávaxtaneysla var 213 g að meðaltali, en ráðlögð eru 500 g á dag, sem aðeins 2% þátttakenda náðu. Auk þess voru aðeins 27% þátttakenda sem náðu ráðlögðum 70 g af heilkornum á dag. En það eru næringarrík kolvetni sem rannsóknir hafa sýnt fram á heilsueflandi áhrif og minnki líkur á krabbameinum og sykursýki 2. Trefjaneysla hefur einnig farið niður í 16 g að meðaltali, en ráðlagt er að ná allavega 25 g á dag. Trefjar eru kolvetni sem eru ómeltanleg, en ekki síður mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ráðlögð neysla trefja styður við örveruflóruna og dregur úr líkum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Trefjar hafa marga fleiri kosti og auka má trefjaneyslu með auknu plöntufæði. Blessað kvefið er veirusjúkdómur, sem ekkert tengist blóðsykri en hinsvegar má efla ónæmiskerfið með góðu næringarástandi. Raunin er sú að eitt næringarefni er ekki yfir önnur hafin, þetta er fallegt samspil sem virkar best með fjölbreyttu mataræði. Ég legg hér áherslu á kolvetni aðeins vegna þeirrar áróðursherferðar sem það hefur orðið fyrir. Mataræði íslendinga er ekki í takt við ráðleggingar embætti landlæknis. Ráðleggingar sem eru vandlega settar saman af sérfræðingum og byggja á fjölda rannsókna og sterkum vísindalegum rökum. Skammtíma matarkúrar og áráttuhegðun á mat er fæstum hollt og getur haft í för með sér skaðlegar afleiðingar til lengdar. Vænlegra til árangurs er að reyna að auka fjölbreytni í mataræðinu og vera gagnrýnin á galdralausnir. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun