Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 09:58 Ekki kemur fram í dómnum hvar á Spáni Íslendingarnir áttu sumarhús. Hér má sjá fasteignir á Malaga sem er einn af fjölmörgum bæjum á Spáni sem Íslendingar leggja leið sína til. Getty/John Keeble Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent