Macron útilokar ekki að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 06:44 Frakkar eru uggandi yfir stöðu mála í Úkraínu, þar sem Rússar virðast vera með yfirhöndina. AP/Gonzalo Fuentes Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi ekki útiloka í gær að hermenn Evrópuríkja yrðu sendir inn í Úkraínu. Ítrekaði hann hins vegar að ekkert samkomulag lægi fyrir þar að lútandi. Ummælin lét forsetinn falla á fundi sem hann boðaði til um stöðu mála í Úkraínu, í tilraun til að viðhalda og efla stuðning við Úkraínumenn. Sagði hann ekkert liggja fyrir um að senda hermenn inn í Úkraínu en að það ætti ekki að útiloka þann möguleika. „Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að Rússar fari ekki með sigur af hólmi,“ sagði Macron. Forsetinn benti á að það sem áður var talið ógerlegt, til að mynda að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum og orrustuþotum, hefði verið gert. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að ná markmiði okkar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuleiðtogi ræðir það opinberlega að styðja Úkraínu með því að senda hermenn inn í landið. Macron sagði enda að afstaða Rússa hefði breyst. „Þeir freista þess að ná auknu landsvæði á sitt vald og hafa augastað ekki bara á Úkraínu heldur einnig mörgum öðrum ríkjum, þannig að það er mikil ógn sem stafar af Rússum,“ sagði forsetinn. Sagði hann sigur á Rússum nauðsynlegan til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Meðal viðstaddra á fundinum voru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Andrzej Duda, forseti Póllands, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Þá voru einnig viðstaddir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada. Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Úkraína Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á fundi sem hann boðaði til um stöðu mála í Úkraínu, í tilraun til að viðhalda og efla stuðning við Úkraínumenn. Sagði hann ekkert liggja fyrir um að senda hermenn inn í Úkraínu en að það ætti ekki að útiloka þann möguleika. „Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að Rússar fari ekki með sigur af hólmi,“ sagði Macron. Forsetinn benti á að það sem áður var talið ógerlegt, til að mynda að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum og orrustuþotum, hefði verið gert. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að ná markmiði okkar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuleiðtogi ræðir það opinberlega að styðja Úkraínu með því að senda hermenn inn í landið. Macron sagði enda að afstaða Rússa hefði breyst. „Þeir freista þess að ná auknu landsvæði á sitt vald og hafa augastað ekki bara á Úkraínu heldur einnig mörgum öðrum ríkjum, þannig að það er mikil ógn sem stafar af Rússum,“ sagði forsetinn. Sagði hann sigur á Rússum nauðsynlegan til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Meðal viðstaddra á fundinum voru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Andrzej Duda, forseti Póllands, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Þá voru einnig viðstaddir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada.
Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Úkraína Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira