Segir Guardiola besta þjálfara heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 23:30 Líkt og Pep Guardiola þá notar Joe Mazzulla hendurnar mikið á meðan leik stendur. Steven Ryan/Getty Images) Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta. Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008. Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Mazzulla tók við sem aðalþjálfari Celtics eftir að Ime Udoka var látinn fara vegna óviðunandi hegðunar. Það tók Mazulla ekki langan tíma að setja sitt handbragð á liðið en eitt það fyrsta sem hann gerði eftir að hann steig inn í hlutverk aðalþjálfara var að sýna leikmönnum sínum leik með Manchester City. Í kjölfarið útskýrði hann hugmyndafræði Man City undir stjórn Pep og af hverju hún gerði Pep að líklega besta þjálfara heims, sama hver íþróttin er. Það virðist hafa gengið vel þar sem Celtis er eitt besta – ef ekki það besta – lið NBA-deildarinnar. Liðið trónir á toppi Austurdeildar og segja má að hugmyndafræði Mazzulla svínvirki, sérstaklega eftir að Brad Stevens, framkvæmdastjóri, tókst að tryggja þjónustu þeirra Jrue Holiday og Kristaps Porziņģis síðasta sumar. Joe Mazzulla sees parallels between soccer and basketball. It's all about creating advantages.So why not study one of soccer's best tacticians in order to further his own coaching acumen?More on Mazzulla and Pep Guardiola, from @JaredWeissNBA https://t.co/VlF8mqV097 pic.twitter.com/7TjQQZEoBJ— The Athletic (@TheAthletic) February 26, 2024 „Ég stúdera Man City reglulega, ég stúdera Pep enn meira. Ég tel hann vera besta þjálfara, á öllum getustigum í öllum íþróttum. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Mazzulla í viðtali við The Athletic. Hann sér körfubolta sem eina heild frekar en skiptingu á milli varnar- og sóknarleiks. „Það vilja öll brjóta körfubolta upp í sókn og vörn en þetta er allt sami leikurinn. Ég tel að körfubolti og fótbolti séu eins þegar kemur að því að fara úr vörn í sókn og öfugt (e. transition). Þú getur verið í sókn en tveimur sekúndum seinna ertu kominn í vörn. Leikurinn er síbreytilegur.“ „Fyrir mér, sama hver íþróttin er, þá eru það aðstæðurnar þar sem leikmenn eru einn á móti einum sem eru í grunninn eins í öllum íþróttum,“ bætti þjálfari Celtics við. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Nýverið fór Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fram en í kringum hann er ávallt mikið húllumhæ. Það er þriggja stiga keppni og allskyns annað sem vekur mismikla athygli. Í stað þess að fara og fylgjast með Stjörnuleiknum fór hann til Manchester-borgar á Englandi og sá hvernig Pep vinnur á æfingasvæðinu. Nú er bara stóra spurningin hvort Pep-áhrifin skili Boston fyrsta meistaratitli félagsins síðan 2008.
Körfubolti Fótbolti Enski boltinn NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira