Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar Valur Páll Eiríksson skrifar 27. febrúar 2024 08:01 Hybrid-völlurinn við Kaplakrika með Miðvöll og Kaplakrikavöll í baksýn. Töluverður litamunur er á grasi vallana. Vísir/Arnar Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki. 40 dagar eru í að boltinn fari að í Bestu deild karla í fótbolta. Þá vaknar spurningin árvissa: Verða grasvellirnir klárir þegar deildin fer af stað? FH er eitt aðeins þriggja liða í deildinni sem leika á grasi í sumar, auk KR og ÍA. Deildarkeppnin hefur aldrei byrjað eins snemma og í ár og því ljóst að margt þarf að ganga upp til þess að grasið verði í sæmilegu standi þegar mótið hefst. Kaplakrikavöllur í gær, 26. febrúar.Vísir/Arnar „Eins og er lítur þetta ágætlega út en auðvitað er viðkvæmasti tíminn eftir, það er að segja, seinni partinn í mars og byrjun apríl. Hvernig veðrið leikur okkur þá skiptir miklu máli fyrir þessa grasvelli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH. Ekki aftur á Miðvöllinn Fyrsti heimaleikur FH á síðustu leiktíð var leikinn á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, og óhætt að segja að aðstæður hafi þar ekki verið til fyrirmyndar. Viðar Halldórsson, formaður FH, fór með fréttamanni um vallarsvæðið.Vísir/Arnar „Vorið í fyrra var slæmt fyrir grasvelli, það liggur alveg ljóst fyrir. Það var kannski ekki mikið vit í því að vera með varavöll örfáa metra frá aðalvellinum, og báðir grasvellir. Við getum að hluta til kennt okkur um,“ „Svo er spurning um hvaða reglugerðir eru og ég held að menn verði þá bara að vera tilbúnir að færa sig á gervigras ef á þarf að halda.“ Þannig að það verður ekki farið aftur á Miðvöllinn í ár? „Nei, það vill þannig til að við eigum nú betri völl rétt fyrir ofan Miðvöllinn.“ Hybrid sé framtíðin Viðar vísar þarna til fyrsta hybridgrasvallar landsins, þar sem gervigrasi og grasi er blandað saman. Hlutfall gervigrass er þó ekki hátt, yfirleitt í kringum 5 til 15 prósent. Verði aðalvöllur FH-inga ekki klár fyrir fyrsta heimaleik verði líklega reynt að spila á hybridvellinum sem er við hlið íþróttahússins Skessunar. Þá þurfi þó að koma upp bráðabirgðaaðstöðu, líkt og gert var við Miðvöll í fyrra. Stúkusæti, klósettaðstaða og fleira þarf að vera til staðar svo megi spila á grasinu í efstu deild. Fréttamaður kíkti með Viðari á grasið og mátti sjá töluvert grænni lit á þeim bletti en öðrum á svæðinu. Hybridgrasflöturinn við Kaplakrika. Yfirleitt er um 5 til 15 prósent hybridgrassvalla úr gervigrasi og því 85 til 95 prósent náttúrulegt gras.Vísir/Arnar „Það er ekkert mikið um það [að sjá svo grænan völl í febrúar] og auðvitað er það vegna þess að hér er undirhiti. Það eru 53 kílómetrar af hitalögn hérna undir. Kannski eini gallinn, hér, núna, er sá að við vorum heldur lengur með verkefnið en við ætluðum,“ segir Viðar. „Við sáðum sirka tveimur mánuðum seinna en við ætluðum svo þetta er ekki orðið alveg nógu þétt. En að öðru leyti, eins og þið sjáið, þá er alveg hægt að fara í fótbolta hérna núna,“ „Ég held það sé alveg ljóst að þetta sé framtíðin. Auðvitað er alveg ljóst að íslensk félög þurfa einnig að hafa gervigras en ég held að hybridið eigi eftir að koma meira inn á Íslandi, líkt og annarsstaðar í Evrópu.“ Viðtalið auk drónamynda frá FH-svæðinu og af völlunum þremur má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri ljósmyndir Arnars Halldórssonar, tökumanns, má sjá að neðan. Klakann er að leysa, að mestu.Vísir/Arnar Kaplakriki.Vísir/Arnar Það er öllu grænna hybrid-grasið með undirhitanum.Vísir/Arnar FH-svæðið. Kaplakrikavöllur neðst, Miðvöllur fyrir miðju og hybridgrasið efst.Vísir/Arnar Besta deild karla FH Veður Tækni Tengdar fréttir „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30 Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
40 dagar eru í að boltinn fari að í Bestu deild karla í fótbolta. Þá vaknar spurningin árvissa: Verða grasvellirnir klárir þegar deildin fer af stað? FH er eitt aðeins þriggja liða í deildinni sem leika á grasi í sumar, auk KR og ÍA. Deildarkeppnin hefur aldrei byrjað eins snemma og í ár og því ljóst að margt þarf að ganga upp til þess að grasið verði í sæmilegu standi þegar mótið hefst. Kaplakrikavöllur í gær, 26. febrúar.Vísir/Arnar „Eins og er lítur þetta ágætlega út en auðvitað er viðkvæmasti tíminn eftir, það er að segja, seinni partinn í mars og byrjun apríl. Hvernig veðrið leikur okkur þá skiptir miklu máli fyrir þessa grasvelli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH. Ekki aftur á Miðvöllinn Fyrsti heimaleikur FH á síðustu leiktíð var leikinn á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, og óhætt að segja að aðstæður hafi þar ekki verið til fyrirmyndar. Viðar Halldórsson, formaður FH, fór með fréttamanni um vallarsvæðið.Vísir/Arnar „Vorið í fyrra var slæmt fyrir grasvelli, það liggur alveg ljóst fyrir. Það var kannski ekki mikið vit í því að vera með varavöll örfáa metra frá aðalvellinum, og báðir grasvellir. Við getum að hluta til kennt okkur um,“ „Svo er spurning um hvaða reglugerðir eru og ég held að menn verði þá bara að vera tilbúnir að færa sig á gervigras ef á þarf að halda.“ Þannig að það verður ekki farið aftur á Miðvöllinn í ár? „Nei, það vill þannig til að við eigum nú betri völl rétt fyrir ofan Miðvöllinn.“ Hybrid sé framtíðin Viðar vísar þarna til fyrsta hybridgrasvallar landsins, þar sem gervigrasi og grasi er blandað saman. Hlutfall gervigrass er þó ekki hátt, yfirleitt í kringum 5 til 15 prósent. Verði aðalvöllur FH-inga ekki klár fyrir fyrsta heimaleik verði líklega reynt að spila á hybridvellinum sem er við hlið íþróttahússins Skessunar. Þá þurfi þó að koma upp bráðabirgðaaðstöðu, líkt og gert var við Miðvöll í fyrra. Stúkusæti, klósettaðstaða og fleira þarf að vera til staðar svo megi spila á grasinu í efstu deild. Fréttamaður kíkti með Viðari á grasið og mátti sjá töluvert grænni lit á þeim bletti en öðrum á svæðinu. Hybridgrasflöturinn við Kaplakrika. Yfirleitt er um 5 til 15 prósent hybridgrassvalla úr gervigrasi og því 85 til 95 prósent náttúrulegt gras.Vísir/Arnar „Það er ekkert mikið um það [að sjá svo grænan völl í febrúar] og auðvitað er það vegna þess að hér er undirhiti. Það eru 53 kílómetrar af hitalögn hérna undir. Kannski eini gallinn, hér, núna, er sá að við vorum heldur lengur með verkefnið en við ætluðum,“ segir Viðar. „Við sáðum sirka tveimur mánuðum seinna en við ætluðum svo þetta er ekki orðið alveg nógu þétt. En að öðru leyti, eins og þið sjáið, þá er alveg hægt að fara í fótbolta hérna núna,“ „Ég held það sé alveg ljóst að þetta sé framtíðin. Auðvitað er alveg ljóst að íslensk félög þurfa einnig að hafa gervigras en ég held að hybridið eigi eftir að koma meira inn á Íslandi, líkt og annarsstaðar í Evrópu.“ Viðtalið auk drónamynda frá FH-svæðinu og af völlunum þremur má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri ljósmyndir Arnars Halldórssonar, tökumanns, má sjá að neðan. Klakann er að leysa, að mestu.Vísir/Arnar Kaplakriki.Vísir/Arnar Það er öllu grænna hybrid-grasið með undirhitanum.Vísir/Arnar FH-svæðið. Kaplakrikavöllur neðst, Miðvöllur fyrir miðju og hybridgrasið efst.Vísir/Arnar
Besta deild karla FH Veður Tækni Tengdar fréttir „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30 Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30
Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00