Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar Valur Páll Eiríksson skrifar 27. febrúar 2024 08:01 Hybrid-völlurinn við Kaplakrika með Miðvöll og Kaplakrikavöll í baksýn. Töluverður litamunur er á grasi vallana. Vísir/Arnar Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki. 40 dagar eru í að boltinn fari að í Bestu deild karla í fótbolta. Þá vaknar spurningin árvissa: Verða grasvellirnir klárir þegar deildin fer af stað? FH er eitt aðeins þriggja liða í deildinni sem leika á grasi í sumar, auk KR og ÍA. Deildarkeppnin hefur aldrei byrjað eins snemma og í ár og því ljóst að margt þarf að ganga upp til þess að grasið verði í sæmilegu standi þegar mótið hefst. Kaplakrikavöllur í gær, 26. febrúar.Vísir/Arnar „Eins og er lítur þetta ágætlega út en auðvitað er viðkvæmasti tíminn eftir, það er að segja, seinni partinn í mars og byrjun apríl. Hvernig veðrið leikur okkur þá skiptir miklu máli fyrir þessa grasvelli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH. Ekki aftur á Miðvöllinn Fyrsti heimaleikur FH á síðustu leiktíð var leikinn á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, og óhætt að segja að aðstæður hafi þar ekki verið til fyrirmyndar. Viðar Halldórsson, formaður FH, fór með fréttamanni um vallarsvæðið.Vísir/Arnar „Vorið í fyrra var slæmt fyrir grasvelli, það liggur alveg ljóst fyrir. Það var kannski ekki mikið vit í því að vera með varavöll örfáa metra frá aðalvellinum, og báðir grasvellir. Við getum að hluta til kennt okkur um,“ „Svo er spurning um hvaða reglugerðir eru og ég held að menn verði þá bara að vera tilbúnir að færa sig á gervigras ef á þarf að halda.“ Þannig að það verður ekki farið aftur á Miðvöllinn í ár? „Nei, það vill þannig til að við eigum nú betri völl rétt fyrir ofan Miðvöllinn.“ Hybrid sé framtíðin Viðar vísar þarna til fyrsta hybridgrasvallar landsins, þar sem gervigrasi og grasi er blandað saman. Hlutfall gervigrass er þó ekki hátt, yfirleitt í kringum 5 til 15 prósent. Verði aðalvöllur FH-inga ekki klár fyrir fyrsta heimaleik verði líklega reynt að spila á hybridvellinum sem er við hlið íþróttahússins Skessunar. Þá þurfi þó að koma upp bráðabirgðaaðstöðu, líkt og gert var við Miðvöll í fyrra. Stúkusæti, klósettaðstaða og fleira þarf að vera til staðar svo megi spila á grasinu í efstu deild. Fréttamaður kíkti með Viðari á grasið og mátti sjá töluvert grænni lit á þeim bletti en öðrum á svæðinu. Hybridgrasflöturinn við Kaplakrika. Yfirleitt er um 5 til 15 prósent hybridgrassvalla úr gervigrasi og því 85 til 95 prósent náttúrulegt gras.Vísir/Arnar „Það er ekkert mikið um það [að sjá svo grænan völl í febrúar] og auðvitað er það vegna þess að hér er undirhiti. Það eru 53 kílómetrar af hitalögn hérna undir. Kannski eini gallinn, hér, núna, er sá að við vorum heldur lengur með verkefnið en við ætluðum,“ segir Viðar. „Við sáðum sirka tveimur mánuðum seinna en við ætluðum svo þetta er ekki orðið alveg nógu þétt. En að öðru leyti, eins og þið sjáið, þá er alveg hægt að fara í fótbolta hérna núna,“ „Ég held það sé alveg ljóst að þetta sé framtíðin. Auðvitað er alveg ljóst að íslensk félög þurfa einnig að hafa gervigras en ég held að hybridið eigi eftir að koma meira inn á Íslandi, líkt og annarsstaðar í Evrópu.“ Viðtalið auk drónamynda frá FH-svæðinu og af völlunum þremur má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri ljósmyndir Arnars Halldórssonar, tökumanns, má sjá að neðan. Klakann er að leysa, að mestu.Vísir/Arnar Kaplakriki.Vísir/Arnar Það er öllu grænna hybrid-grasið með undirhitanum.Vísir/Arnar FH-svæðið. Kaplakrikavöllur neðst, Miðvöllur fyrir miðju og hybridgrasið efst.Vísir/Arnar Besta deild karla FH Veður Tækni Tengdar fréttir „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30 Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
40 dagar eru í að boltinn fari að í Bestu deild karla í fótbolta. Þá vaknar spurningin árvissa: Verða grasvellirnir klárir þegar deildin fer af stað? FH er eitt aðeins þriggja liða í deildinni sem leika á grasi í sumar, auk KR og ÍA. Deildarkeppnin hefur aldrei byrjað eins snemma og í ár og því ljóst að margt þarf að ganga upp til þess að grasið verði í sæmilegu standi þegar mótið hefst. Kaplakrikavöllur í gær, 26. febrúar.Vísir/Arnar „Eins og er lítur þetta ágætlega út en auðvitað er viðkvæmasti tíminn eftir, það er að segja, seinni partinn í mars og byrjun apríl. Hvernig veðrið leikur okkur þá skiptir miklu máli fyrir þessa grasvelli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH. Ekki aftur á Miðvöllinn Fyrsti heimaleikur FH á síðustu leiktíð var leikinn á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, og óhætt að segja að aðstæður hafi þar ekki verið til fyrirmyndar. Viðar Halldórsson, formaður FH, fór með fréttamanni um vallarsvæðið.Vísir/Arnar „Vorið í fyrra var slæmt fyrir grasvelli, það liggur alveg ljóst fyrir. Það var kannski ekki mikið vit í því að vera með varavöll örfáa metra frá aðalvellinum, og báðir grasvellir. Við getum að hluta til kennt okkur um,“ „Svo er spurning um hvaða reglugerðir eru og ég held að menn verði þá bara að vera tilbúnir að færa sig á gervigras ef á þarf að halda.“ Þannig að það verður ekki farið aftur á Miðvöllinn í ár? „Nei, það vill þannig til að við eigum nú betri völl rétt fyrir ofan Miðvöllinn.“ Hybrid sé framtíðin Viðar vísar þarna til fyrsta hybridgrasvallar landsins, þar sem gervigrasi og grasi er blandað saman. Hlutfall gervigrass er þó ekki hátt, yfirleitt í kringum 5 til 15 prósent. Verði aðalvöllur FH-inga ekki klár fyrir fyrsta heimaleik verði líklega reynt að spila á hybridvellinum sem er við hlið íþróttahússins Skessunar. Þá þurfi þó að koma upp bráðabirgðaaðstöðu, líkt og gert var við Miðvöll í fyrra. Stúkusæti, klósettaðstaða og fleira þarf að vera til staðar svo megi spila á grasinu í efstu deild. Fréttamaður kíkti með Viðari á grasið og mátti sjá töluvert grænni lit á þeim bletti en öðrum á svæðinu. Hybridgrasflöturinn við Kaplakrika. Yfirleitt er um 5 til 15 prósent hybridgrassvalla úr gervigrasi og því 85 til 95 prósent náttúrulegt gras.Vísir/Arnar „Það er ekkert mikið um það [að sjá svo grænan völl í febrúar] og auðvitað er það vegna þess að hér er undirhiti. Það eru 53 kílómetrar af hitalögn hérna undir. Kannski eini gallinn, hér, núna, er sá að við vorum heldur lengur með verkefnið en við ætluðum,“ segir Viðar. „Við sáðum sirka tveimur mánuðum seinna en við ætluðum svo þetta er ekki orðið alveg nógu þétt. En að öðru leyti, eins og þið sjáið, þá er alveg hægt að fara í fótbolta hérna núna,“ „Ég held það sé alveg ljóst að þetta sé framtíðin. Auðvitað er alveg ljóst að íslensk félög þurfa einnig að hafa gervigras en ég held að hybridið eigi eftir að koma meira inn á Íslandi, líkt og annarsstaðar í Evrópu.“ Viðtalið auk drónamynda frá FH-svæðinu og af völlunum þremur má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri ljósmyndir Arnars Halldórssonar, tökumanns, má sjá að neðan. Klakann er að leysa, að mestu.Vísir/Arnar Kaplakriki.Vísir/Arnar Það er öllu grænna hybrid-grasið með undirhitanum.Vísir/Arnar FH-svæðið. Kaplakrikavöllur neðst, Miðvöllur fyrir miðju og hybridgrasið efst.Vísir/Arnar
Besta deild karla FH Veður Tækni Tengdar fréttir „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30 Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30
Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00